Fréttablaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 104
Það gekk mikið á eftir
leik Íslands og Póllands á fimmtu-
dag og mátti sjá Alfreð Gíslason
og Bogdan Wenta, þjálfara Pól-
lands, rífast heiftarlega á gólfinu.
Það var ekki að ástæðulausu, að
því er Alfreð tjáði Fréttablaðinu í
gær.
„Ég byrjaði að rífast við Jur-
asik því hann sagði mér að Wenta
hefði logið því á fundi fyrir leik-
inn að ég hefði sagt ýmislegt
miður gott um Pólverja og verið
að hæðast að þeim, sem er náttúr-
lega algjört kjaftæði. Wenta sagði
strákunum að ég hefði sagt að þeir
hefðu engan karakter og margt
annað. Þetta voru lygar sem voru
notaðar í þeim tilgangi að æsa
liðið upp. Ég sagði Wenta mjög
hreint út eftir leikinn að hann væri
búinn að vera í mínum augum,“
sagði Alfreð en má Wenta þá ekki
vænta þess að fá jólakort frá
honum um næstu jól?
„Hann er kominn á útfararlist-
ann eftir þetta. Það er ýmsu beitt í
þessu sporti en menn verða að
virða ákveðnar reglur og þessi
hegðun var langt út fyrir þær regl-
ur,“ sagði Alfreð að lokum.
Wenta sagði Alfreð hafa hæðst að Pólverjum
Ísland á þrjá leikmenn
meðal þeirra sex efstu á opinber-
um lista mótsins yfir flest sköpuð
mörk á fyrstu fimm leikdögum
HM í handbolta í Þýskalandi. Þeir
Ólafur Stefánsson (2. sæti), Logi
Geirsson (4. sæti) og Guðjón Valur
Sigurðsson (6. sæti) eru allir í hópi
efstu manna en efstur er Tékkinn
Filip Jicha sem jafnframt er annar
markahæsti leikmaður mótsins til
þessa.
Það eru síðan Egyptinn Ahmed
El Ahma og Grænlendingurinn
Angutimmarik Kreutzmann sem
komast í hóp þeirra sex efstu en
þessi 18 ára grænlenska skytta er
markahæsti maður mótsins með
43 mörk.
Ólafur Stefánsson er efstur
íslensku leikmannana en hann
hefur nánast skorað jafnmörg
mörk (25) og hann hefur lagt upp
en Ólafur hefur átt 26 stoðsend-
ingar í fyrstu fimm leikjum
Íslands.
Logi Geirsson sem skipar
fjórða sætið á listanum er einnig
að skora svipað mörg mörk (25) og
hann er að búa til fyrir félaga sína
en alls hefur Logi gefið 21 stoð-
sendingu í fyrstu fimm leikjun-
um.
Ólafur Stefánsson hefur gefið
flestar stoðsendingar allra á mót-
inu og Logi Geirsson er þar í 3.
sætinu. Á milli þeirra er Spánverj-
inn Jose Maria Vaquero en hann
hefur gefið einni stoðsendingu
minna en Ólafur.
Guðjón Valur er þriðji marka-
hæsti leikmaðurinn á mótinu til
þessa en næstu menn þar eru þeir
Alexander Petersson (10. sæti) og
síðan Ólafur og Logi sem eru jafn-
ir í 20. sætinu.
Þrír Íslendingar meðal sex marksæknustu
Það er ekki hægt að
kvarta yfir frammistöðu horna-
manna íslenska liðsins á HM í
Þýskalandi. Bæði þeir Guðjón
Valur Sigurðsson og Alexander
Petersson hafa átt mjög góða og
jafna leiki, Guðjón Valur hefur
skorað mun fleiri „erfið mörk“ en
áður og Alex er alltaf flottastur
þegar mest er undir. Þeir félagar
eru áfram bestu hraðaupphlaups-
menn íslenska liðsins en viðbótin
er að báðir eru þeir að finna leiðir
til að skora þegar mótherjarnir
hafa náð að hægja á hröðum upp-
hlaupum liðsins.
Guðjón Valur Sigurðsson hefur
oft verið gagnrýndur fyrir að
skora ekki meira úr horninu en
hann hefur heldur betur bætt úr
því á HM í Þýskalandi. Guðjón
Valur, sem er þriðji markahæsti
leikmaður keppninnar, hefur
skorað flest mörk allra utan af
velli en aðeins 1 af 36 mörkum
hans hefur komið af vítalínunni.
Guðjón Valur hefur skorað 18
mörk úr hraðaupphlaupum, sem
eru áfram hans sérsvið, en aukn-
ingin á mörkum hans úr uppsett-
um sóknum hefur verið mjög
ánægjuleg.
Þegar tölfræði Guðjóns Vals
frá síðustu keppnum er skoðuð
má sjá mjög jákvæða þróun. Guð-
jón Valur bæði skorar fleiri mörk
úr horninu sem og nýtir færin sín
þar betur. Guðjón Valur hefur
skorað alls 18 mörk úr vinstra
horninu í fyrstu fimm leikjunum,
14 eftir uppsetta sókn og 4 til við-
bótar eftir aðra bylgju í hraða-
upphlaupum. Þetta gera 3,6 horn-
mörk að meðaltali í leik, sem er
rúmu marki meira en á EM í fyrra
og tveimur mörkum meira en
hann skoraði á síðasta heims-
meistaramóti sem fram fór í Túnis
2005. Guðjón Valur hefur nýtt
78% skota sinna úr horninu sem
er gríðarleg bæting frá því í Sviss
fyrir ári þegar hann nýtti aðeins
47% skota sinna úr vinstra horn-
inu. Hann nýtir skotin sín mun
betur en á undanförnum mótum
þrátt fyrir það að hann taki fleiri
erfiðari skot úr þrengri færum.
Guðjón Valur hefur nú í fyrsta
sinn á stórmóti skorað yfir helm-
ing marka sinna úr sinni stöðu.
Hraðaupphlaupsmörkin hafa allt-
af verið meginuppistaðan í hans
markaskori en sú er ekki raunin á
HM í Þýskalandi þar sem 51%
marka hans hafa komið úr vinstra
horninu.
Þjónustan fyrir vinstra hornið
skiptir miklu máli og Logi Geirs-
son, sem þekkir það að spila í
vinstra horninu, hefur hjálpað
Guðjóni Vali mikið. Logi hefur
alls gefið 12 stoðsendingar á Guð-
jón Val niður í vinstra hornið, þar
af átta þeirra í uppsettri sókn. Það
hefur ekki alltaf verið raunin að
íslenska liðið finni Guðjón því
sem dæmi á Ólympíuleikunum í
Aþenu 2004 og á HM í Túnis 2005
var það Ólafur Stefánsson sem
átti flestar stoðsendingar niður í
hornið á Guðjón Val.
Guðjón Valur hefur sýnt
þroskamerki á þessu móti, hann
hefur tekið meiri ábyrgð, hann er
meira áberandi í leikhléum og
sem leiðtogi liðsins. Hluti af því
að vera leiðtogi er að taka meira
af skarið sem hann hefur gert
með frábærum árangri. Það er
ekki nóg með að Guðjón Valur sé
besti hraðaupphlaupsmaður
heims því hann er á góðri leið með
að vera einn besti hornamaðurinn
líka.
Ísland er búið að skora flest mörk úr horni á HM í Þýskalandi, ekki síst vegna þess að vinstra hornið hefur
skilað fjölmörgum mörkum í fyrstu fimm leikjunum.
Frakkar hafa jafnað
sig á tapinu gegn Íslendingum og
liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki
sína í milliriðlinum með miklum
yfirburðum. Pólverjar voru yfir
gegn Frökkum í hálfleik, 12-11, en
síðan þá hafa Frakkar unnið þrjá
síðustu hálfleiki sína gegn
Pólverjum og Slóvenum með 6
mörkum eða meira.
Frakkar unnu seinni hálfleik-
inn gegn Pólverjum 20-10, fyrri
hálfleikinn gegn Slóvenum 18-10
og loks þann seinni 15-9. Marka-
tala Frakka í þessum þremur
frábæru hálfleikjum liðsins er 53-
29 eða 24 mörk í plús.
Nikola Karabatic, sem átti
skelfilegan leik gegn Íslendingum,
hefur nýtt 11 af 15 skotum sínum í
þessum tveimur leikjum.
Frakkar búnir
að jafna sig
„Það er gott að fá frí í
dag en það er enn erfitt og sárt að
rifja upp það sem gerðist í gær.
Það var erfitt að sofna því um leið
og maður lagðist á koddann
byrjaði maður að hugsa um
leikinn á ný og varð þar af
leiðandi pirraður,“ sagði horna-
maðurinn frábæri Alexander
Petersson í gærmorgun.
„Við verðum samt að halda
áfram ótrauðir. Frídagurinn er
kærkominn og gott að geta
gleymt öllu öðru og nýtt mót
hefst fyrir okkur á morgun. Við
eigum enn góða möguleika á að
komast í átta lið úrslit,“ sagði
Alex og brosti út í annað.
Erfitt að sofna
Brynjólfur Jónsson,
læknir íslenska landsliðsins,
sagðist hafa nokkrar áhyggjur af
meiðslum þeirra Guðjóns Vals
Sigurðssonar og Loga Geirssonar
sem þeir urðu fyrir gegn Pólverj-
um.
Brynjólfur segir Guðjón, sem
fékk slæmt högg á lærið, varla
hafa getað gengið kvöldið eftir
leikinn. Guðjón var betri þegar
Fréttablaðið hitti á hann í gær en
hann var í stífri meðferð allan
daginn.
Logi Geirsson fór upp til
Lemgo þar sem hann fór í
segulbylgjumeðferð hjá sama
lækni og kom honum fljótt í stand
er hann fór úr axlarlið. Logi
sagðist staðráðinn í því að spila
gegn Slóveníu.
Læknirinn
hefur áhyggjur