Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 31.01.2007, Síða 8
MCSA Aðalmarkmið MCSA námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfa til að starfa sem sérfræðingar og umsjónarfólk Microsoft netkerfa og veita þeim jafnframt eftirsótta alþjóðlega vottun því til staðfestingar. Nám á þessari braut hentar því vel þeim sem þurfa að styrkja stöðu sína og samkeppnishæfni á vinnumarkaði með aukinni þekkingu, færni og alþjóðlegum prófgráðum. Námsbrautin samanstendur af námskeiðunum: • Installing, Configuring, and Administering Microsoft Windows XP Professional • Managing and Maintaining a Microsoft Windows Server 2003 Environment • Implementing, Managing, and Maintaining a Microsoft Windows Server 2003 Network Infrastructure • Implementing and Managing Microsoft Exchange Server 2003 Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 17.30 - 21.30 og að auki síðasta laugardag (4X) í hverjum mán. kl. 9 -13 Kennsla hefst 5. feb og lýkur 18. júní. Lengd 60 std. Verð kr. 266.000,- Allt kennsluefni og 4 próf innifalin. Fengu vinnu meðan á námi stóð „Mjög praktískt nám sem hefur margborgað sig fyrir mig. Metnaðarfullt nám með frábærum kennara í skemmtilegum hópi.“ Rúnar Páll Rúnarsson, kerfisfræðingur hjá Anza „Nám sem stóð undir öllum mínum væntingum. Þetta nám skapaði mér aukin tækifæri á vinnumarkaði og opnaði fyrir mig leiðir í starf kerfisfræðings hjá stóru fyrirtæki.“ Teitur Hjaltason kerfisfræðingur hjá Þekkingu MCDST Kennsla hefst 20. feb. og lýkur 26. apríl. Lengd 108 std. Verð kr. 137.900,- Allt kennsluefni og 2 próf innifalin Nánari upplýsingar á www.tsk.is FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 X STR E A M D E S IG N A N 07 01 004 Fjörður • Hafnarfirði • 565 7100 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Viðkvæmt vopnahlé á milli stríðandi fylkinga Palestínu- manna í Hamas-samtökunum og Fatah-hreyfingunni tók gildi í gærmorgun. Ismail Haniyeh, for- sætisráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar og einn helsti leið- togi Hamas, skoraði á alla Palestínumenn að hindra að bræðravígin hæfust á ný, en minnst 34 manns hafa látið lífið í átökunum á síðustu dögum. Saud al-Faisal, utanríkisráð- herra Sádi-Arabíu, hvatti Mah- moud Abbas, forseta Palestínu- manna og helsta leiðtoga Fatah, og forystumenn Hamas til að þiggja boð Sádi-Araba um að halda sátta- fund í hinni helgu borg Mekka. Talsmenn beggja fylkinga hafa tekið vel í boðið, sem Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, kynnti á sunnudaginn. Á Gaza-svæðinu, þar sem harð- ast var barist síðustu daga, virtist vopnahléð ætla að halda í gær. En reynslan af fyrri slíkum vopna- hléssamningum er ekki góð; þeir hafa jafnan farið fljótt út um þúfur. Fátt benti til að aðilar væru nú reiðubúnir að fara að öllum skilmálum nýja samkomulagsins, svo sem að framselja í hendur lög- mætra lögregluyfirvalda þá sem tekið hafa þátt í mannvígum. Alexander Saltanov, aðstoðar- utanríkisráðherra Rússlands sem fer með málefni Miðausturlanda, hvatti í gær til þess að alþjóðleg einangrun Hamas-stjórnarinnar yrði rofin. Saltanov sagðist myndu leggja þetta til á fundi Kvartetts- ins svonefnda í Washington í lok vikunnar, það er með fulltrúum Evrópusambandsins, Bandaríkj- anna og Sameinuðu þjóðanna, auk Rússlands. Á fundinum á að leita leiða til að endurvekja hinn svo- nefnda Leiðarvísi til friðar, sem ætlað var að stuðla að varanlegum friðarsamningum milli Palestínu- manna og Ísraela og leiða til stofn- unar sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna í framhaldinu. Hina alþjóðlegu einangrun er til þess að rekja, að Hamas hefur ekki viljað viðurkenna tilvistar- rétt Ísraelsríkis eða sverja af sér beitingu ofbeldis til að ná fram pólitískum markmiðum. Fylkingar Palestínu- manna hvíla vopnin Enn var mikil spenna í lofti á Gaza í gær, fyrsta dag nýs vopnahlés milli stríðandi fylkinga Palestínumanna. Sádiarabískir ráðamenn brýna leiðtoga Hamas og Fatah að þekkjast boð um sáttafund í Mekka. Rússar vilja slaka á einangrun stjórnarinnar. Samkvæmt áliti Persónuverndar á ekki að veita tryggingafélaginu Sjóvá-Almenn- um aðgang að gögnum lögreglu um umferðarlagabrot ökumanna. „Skráning á upplýsingum um umferðarlagabrot manna fer fram í þágu starfsemi ríkisins á sviði refsivörslu. Í samræmi við það hefur aðgangur að upplýsingun- um fyrst og fremst verið tak- markaður við þar til bær stjórn- völd til þess að þau geti sinnt lögboðnu hlut- verki sínu. Sjóvá- Almennar leggja hins vegar til að tryggingafélög fái aðgang að þessum upplýsing- um til útreikningar iðgjalda. Sú notkun er augljóslega önnur og ósamrýmanleg þeim tilgangi skráningarinnar sem lesa má út úr ákvæðum fyrrnefndra laga,“ segir meðal annars í niðurstöðu Per- sónuverndar sem einnig vísaði til ákvæða stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs manna. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár- Almennra, hafði skrifað sam- gönguráðuneytinu bréf og lýst því sjónarmiði að æskilegt væri að láta þá sem brjóti alvarlega af sér í umferðinni greiða hærri iðgjöld af ökutækjatryggingum en aðra ökumenn. Slíkt hefði bæði varnað- aráhrif og leiddi til eðlilegri dreif- ingaráhættu. Því væri nauðsyn- legt að tryggingafélög fengju aðgang að upplýsingum um umferðarlagabrot. Tryggingafélög ekki upplýst um umferðarbrot ökumanna Risaþotan Airbus A-380 kom til Íslands í gær til æfinga, í annað sinn á skömmum tíma. Prófað var hvernig þessi stærsta farþegaþota heims stendur sig í lendingum þar sem hliðarvindur er mikill. Vélin tók á loft og lenti nokkr- um sinnum en æfingin tók alls um eina og hálfa klukkustund. Hún kom í nóvember síðastliðnum í sama tilgangi, að prófa lendingar í miklum hliðarvindi. Airbus A-380 er 560 tonn og hefur um áttatíu metra vænghaf. Hún rúmar 850 farþega á tveimur hæðum. Áætlað er að vélin verði tekin í notkun í almennu flugi næsta haust. Vélin, sem einnig gengur undir nafninu Superjumbo, tekur við af Boeing 747-400 sem stærsta far- þegaþota heims, en Boeing-vélin tekur mest sex hundruð manns í sæti. Levy lávarður, sem sá um fjármögnun kosningabar- áttu breska Verkamannaflokks- ins, var handtekinn í annað sinn í gær. Levy var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvort heiðurstitlar hefðu verið veittir gegn fjár- framlögum í kosningasjóði. Levy er tennisfélagi Tonys Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og gerir stjórnarandstaðan sér mat úr hneykslinu. Þingmaður frjálslyndra demókrata segir til að mynda að málið minni á Watergate- hneykslið, sem kom Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, frá völdum. Handtekinn í annað sinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.