Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 8
MCSA Aðalmarkmið MCSA námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfa til að starfa sem sérfræðingar og umsjónarfólk Microsoft netkerfa og veita þeim jafnframt eftirsótta alþjóðlega vottun því til staðfestingar. Nám á þessari braut hentar því vel þeim sem þurfa að styrkja stöðu sína og samkeppnishæfni á vinnumarkaði með aukinni þekkingu, færni og alþjóðlegum prófgráðum. Námsbrautin samanstendur af námskeiðunum: • Installing, Configuring, and Administering Microsoft Windows XP Professional • Managing and Maintaining a Microsoft Windows Server 2003 Environment • Implementing, Managing, and Maintaining a Microsoft Windows Server 2003 Network Infrastructure • Implementing and Managing Microsoft Exchange Server 2003 Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 17.30 - 21.30 og að auki síðasta laugardag (4X) í hverjum mán. kl. 9 -13 Kennsla hefst 5. feb og lýkur 18. júní. Lengd 60 std. Verð kr. 266.000,- Allt kennsluefni og 4 próf innifalin. Fengu vinnu meðan á námi stóð „Mjög praktískt nám sem hefur margborgað sig fyrir mig. Metnaðarfullt nám með frábærum kennara í skemmtilegum hópi.“ Rúnar Páll Rúnarsson, kerfisfræðingur hjá Anza „Nám sem stóð undir öllum mínum væntingum. Þetta nám skapaði mér aukin tækifæri á vinnumarkaði og opnaði fyrir mig leiðir í starf kerfisfræðings hjá stóru fyrirtæki.“ Teitur Hjaltason kerfisfræðingur hjá Þekkingu MCDST Kennsla hefst 20. feb. og lýkur 26. apríl. Lengd 108 std. Verð kr. 137.900,- Allt kennsluefni og 2 próf innifalin Nánari upplýsingar á www.tsk.is FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 X STR E A M D E S IG N A N 07 01 004 Fjörður • Hafnarfirði • 565 7100 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Viðkvæmt vopnahlé á milli stríðandi fylkinga Palestínu- manna í Hamas-samtökunum og Fatah-hreyfingunni tók gildi í gærmorgun. Ismail Haniyeh, for- sætisráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar og einn helsti leið- togi Hamas, skoraði á alla Palestínumenn að hindra að bræðravígin hæfust á ný, en minnst 34 manns hafa látið lífið í átökunum á síðustu dögum. Saud al-Faisal, utanríkisráð- herra Sádi-Arabíu, hvatti Mah- moud Abbas, forseta Palestínu- manna og helsta leiðtoga Fatah, og forystumenn Hamas til að þiggja boð Sádi-Araba um að halda sátta- fund í hinni helgu borg Mekka. Talsmenn beggja fylkinga hafa tekið vel í boðið, sem Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, kynnti á sunnudaginn. Á Gaza-svæðinu, þar sem harð- ast var barist síðustu daga, virtist vopnahléð ætla að halda í gær. En reynslan af fyrri slíkum vopna- hléssamningum er ekki góð; þeir hafa jafnan farið fljótt út um þúfur. Fátt benti til að aðilar væru nú reiðubúnir að fara að öllum skilmálum nýja samkomulagsins, svo sem að framselja í hendur lög- mætra lögregluyfirvalda þá sem tekið hafa þátt í mannvígum. Alexander Saltanov, aðstoðar- utanríkisráðherra Rússlands sem fer með málefni Miðausturlanda, hvatti í gær til þess að alþjóðleg einangrun Hamas-stjórnarinnar yrði rofin. Saltanov sagðist myndu leggja þetta til á fundi Kvartetts- ins svonefnda í Washington í lok vikunnar, það er með fulltrúum Evrópusambandsins, Bandaríkj- anna og Sameinuðu þjóðanna, auk Rússlands. Á fundinum á að leita leiða til að endurvekja hinn svo- nefnda Leiðarvísi til friðar, sem ætlað var að stuðla að varanlegum friðarsamningum milli Palestínu- manna og Ísraela og leiða til stofn- unar sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna í framhaldinu. Hina alþjóðlegu einangrun er til þess að rekja, að Hamas hefur ekki viljað viðurkenna tilvistar- rétt Ísraelsríkis eða sverja af sér beitingu ofbeldis til að ná fram pólitískum markmiðum. Fylkingar Palestínu- manna hvíla vopnin Enn var mikil spenna í lofti á Gaza í gær, fyrsta dag nýs vopnahlés milli stríðandi fylkinga Palestínumanna. Sádiarabískir ráðamenn brýna leiðtoga Hamas og Fatah að þekkjast boð um sáttafund í Mekka. Rússar vilja slaka á einangrun stjórnarinnar. Samkvæmt áliti Persónuverndar á ekki að veita tryggingafélaginu Sjóvá-Almenn- um aðgang að gögnum lögreglu um umferðarlagabrot ökumanna. „Skráning á upplýsingum um umferðarlagabrot manna fer fram í þágu starfsemi ríkisins á sviði refsivörslu. Í samræmi við það hefur aðgangur að upplýsingun- um fyrst og fremst verið tak- markaður við þar til bær stjórn- völd til þess að þau geti sinnt lögboðnu hlut- verki sínu. Sjóvá- Almennar leggja hins vegar til að tryggingafélög fái aðgang að þessum upplýsing- um til útreikningar iðgjalda. Sú notkun er augljóslega önnur og ósamrýmanleg þeim tilgangi skráningarinnar sem lesa má út úr ákvæðum fyrrnefndra laga,“ segir meðal annars í niðurstöðu Per- sónuverndar sem einnig vísaði til ákvæða stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs manna. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár- Almennra, hafði skrifað sam- gönguráðuneytinu bréf og lýst því sjónarmiði að æskilegt væri að láta þá sem brjóti alvarlega af sér í umferðinni greiða hærri iðgjöld af ökutækjatryggingum en aðra ökumenn. Slíkt hefði bæði varnað- aráhrif og leiddi til eðlilegri dreif- ingaráhættu. Því væri nauðsyn- legt að tryggingafélög fengju aðgang að upplýsingum um umferðarlagabrot. Tryggingafélög ekki upplýst um umferðarbrot ökumanna Risaþotan Airbus A-380 kom til Íslands í gær til æfinga, í annað sinn á skömmum tíma. Prófað var hvernig þessi stærsta farþegaþota heims stendur sig í lendingum þar sem hliðarvindur er mikill. Vélin tók á loft og lenti nokkr- um sinnum en æfingin tók alls um eina og hálfa klukkustund. Hún kom í nóvember síðastliðnum í sama tilgangi, að prófa lendingar í miklum hliðarvindi. Airbus A-380 er 560 tonn og hefur um áttatíu metra vænghaf. Hún rúmar 850 farþega á tveimur hæðum. Áætlað er að vélin verði tekin í notkun í almennu flugi næsta haust. Vélin, sem einnig gengur undir nafninu Superjumbo, tekur við af Boeing 747-400 sem stærsta far- þegaþota heims, en Boeing-vélin tekur mest sex hundruð manns í sæti. Levy lávarður, sem sá um fjármögnun kosningabar- áttu breska Verkamannaflokks- ins, var handtekinn í annað sinn í gær. Levy var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvort heiðurstitlar hefðu verið veittir gegn fjár- framlögum í kosningasjóði. Levy er tennisfélagi Tonys Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og gerir stjórnarandstaðan sér mat úr hneykslinu. Þingmaður frjálslyndra demókrata segir til að mynda að málið minni á Watergate- hneykslið, sem kom Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, frá völdum. Handtekinn í annað sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.