Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 41

Fréttablaðið - 31.01.2007, Page 41
17 { íslensku tónlistarverðlaunin } REGÍNA ÓSK Eftir að hafa staðið baka til á sviðinu árum saman og sungið bakraddir með öllum helstu söngstjörnum landsins stekkur Regína Ósk fram fyrir flesta kollega sína á vel heppnaðri plötu. Söngkona ársins BUBBI MORTHENS Átti enn eitt frábært árið, spilaði fyrir fimm þúsund manns í Laugardalshöll á afmælisdaginn sinn þegar hann varð fimmtugur, og þar að auki tugi þús- unda í gegnum sjónvarpið í leiðinni. Óþarfi að segja meira. Söngvari ársins BAGGALÚTUR Hljómsveit sem fer á kostum hvort sem er á hljómplöt- um eða á tónleikum; skemmtileg lög, frábærir textar og útsetningar. Flytjandi ársins BAGGALÚTUR OG BJÖRGVIN HALLDÓRSSON: ALLT FYRIR MIG Björgvin Halldórsson sýnir okkur hvernig sá syngur sem röddina hefur - og með húmor. Slær sjálfum sér eiginlega við. Hann lyftir laginu með yfirvegun í háar hæðir, og fer einkar vel með smellinn textann. Lag ársins ANDREA GYLFADÓTTIR Andrea er meðal bestu söngkvenna sem Íslendingar hafa átt. Hún er í frábæru formi á nýju Todmobile- plötunni, og hún fer líka vel með gömlu íslensku lögin með Birni Thoroddsen og félögum. Hún sýnir enn á ný hversu fjölhæf söngkona hún er og mikill listamaður. LAY LOW Ein sérstakasta gulrótin í matjurta- garðinum þetta misserið. Einstakur, nýr og spennandi tónn, sem bygg- ir á og blandast gömlum blús- og djassgrunni í anda Billie Holiday og Bessie Smith. Popp, rokk & jaðar, dægur- tónlist og ýmis tónlist deila með sér þessum verðlaunum. FRIÐRIK ÓMAR Stimplar sig sterkur inn með sinni fyrstu sólóplötu eftir að hafa sungið ótal bakraddir með ýmsum undan- farin ár. Eins og Regína Ósk sýnir hann og sannar að hann á líka vel heima í forgrunninum. PÉTUR BEN Bæði kraftmikill og mjúkur rokksöngvari, ein bjartasta von íslensks tónlistarlífs. Popp, rokk & jaðar, dæg- urtónlist og ýmis tónlist deila með sér þessum verðlaunum. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Annað af B-unum stóru sem átti glæsilegan hljómleik á árinu. SöngvarINN! (með stórum stöfum). Og það er ekki bara röddin sem prýðir Björgvin, heldur textameð- ferð og túlkun öll. BUBBI MORTHENS Hitt stóra B-ið... ótrúlegt; einn kall með gítar og heil íþróttahöll tekur undir fullum hálsi - með textana á hreinu. Bubbi er kraftmikill flytj- andi og sannfærandi og úthaldið endalaust...mikill „sjómaður“. Popp, rokk & jaðar, dægurtónlist og ýmis tónlist deila með sér þessum verðlaunum. LAY LOW: PLEASE DON´T HATE ME Gítarleikur, söngur, lag- lína, texti og túlkun... allt gengur upp. Næstum fullkomið lag. Popp, rokk & jaðar, dægurtón- list og ýmis tónlist deila með sér þessum verðlaunum. GHOSTIGITAL: NOT CLEAN Stríðsrekstur Íslendinga (þorskastríðið) gerður upp í kraftmiklu og stórskemmtilegu lagi. Fortíð og nútíð í framtíðarlegum hljómum. Frábær samvinna og samtvinn- un texta, tónlistar og söng/tals. Hnyttinn texti og Mark E. Smith, söngvari The Fall, kemur með skemmtilega og óvænta vídd í lagið. Fyndni og fagmennska fara ekki allt- af saman, en hér tekst það svo sannarlega.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.