Fréttablaðið - 31.01.2007, Side 65

Fréttablaðið - 31.01.2007, Side 65
Hinn fimmtánda janúar var sjón- varpsmynd á dagskrá More4 í Bretlandi: Réttarhaldið yfir Tony Blair. Hún fékk frekar slaka dóma en þar var leikið með þá framtíðar- sýn að Blair sæti enn á valdastóli 2010, Hillary Clinton væri sest í Hvíta húsið og þá væri breski for- sætisráðherrann dreginn fyrir alþjóðlegan rétt fyrir ...stríðs- glæpi. Þetta var níutíu mínútna sjónvarpsmynd og lék Robert Lindsey (My Family, GBH) forsætisráðherrann. Þetta er í annað sinn sem hann leikur Tony en Michael Sheen hefur líka tekist á við forsætisráðherra í tvígang, síðast í The Queen. Satírur þekkjum við úr sjónvarpi hér: Spaugstofan hefur um langan aldur gert sér mat úr skopstæling- um í stuttum sketsum. Þær eru fast- ur þáttur af Áramótaskaupinu. Við þekkjum engar tilraunir höfunda lengri verka til að takast á við nálæga viðburði og fjalla um lifandi persónur opinskátt. Í Bretlandi hafa menn séð talsvert mikið af leiknu efni af þessu tagi í löngu formi. A Very Social Secretary hét mynd fyrir skömmu sem lýsti framgangi og falli James Plunkett innanríkis- ráðherra, nú er í burðarliðnum sjón- varpsmynd um John Prescott, fyrr- um andskota Íslendinga í landhelgisdeilunni og varaforsætis- ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, sem er umvafinn hneykslismálum. Þar í landi gera menn greinar- mun á verkum sem skoða stjórn- málamenn sem alvarlega hugsandi einstaklinga sem staddir eru í miðj- um átökum samtímans og verkum sem skoða þá á sama stað en gera þá að fíflum, líkt og Robert Lindsey gerir með stríðsglæpamanninn Blair. Þar eru menn líka ýmsu vanir samanber The Queen sem nú má sjá í Reykjavík. Opinberar persón- ur verða að sætta sig við umfjöllun af öllu tagi sem hér á landi yrði aldrei leyfð. Geta menn ímyndað sér verk í sjónvarpi þar sem fjallað væri um þá ákvörðun Davíðs og Halldórs að ganga í lið með hinum staðföstu þjóðum, alvarlegt drama um Ólaf Ragnar og Dorrit í tilhuga- lífinu, einkamál þeirra Baugs- feðga í aðdraganda málaferlanna? Breska pressan fór ómildum höndum um Réttarhaldið yfir Tony Blair. Voru flestir á því að mann- gerðin væri klisja og það sem honum væri lagt í munn stæði langt frá því sem haft væri eftir honum opinberlega og hann hafi í ógáti misst út úr sér. Blair í sjónvarpinu FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is www.xd.is ALDRAÐRA Í ÞÁGU Opinn fundur í Valhöll um bætt kjör aldraðra fimmtudaginn 1. febrúar klukkan 17.15 Ræðumenn á fundinum verða: Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra - Yfirlit um breytingar á kjörum aldraðra og öryrkja Ásta Möller, alþingismaður - Bættur hagur eldri borgara Salome Þorkelsdóttir, formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna - Velferðin og þriðja kynslóðin Margrét S. Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður - Almannatryggingar – allra hagur Fundarstjóri: Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur Miklar breytingar urðu á kjörum aldraðra um áramótin. Með breytingunum var komið til móts við óskir eldri borgara og byggt á samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá júlí síðastliðnum. Í breytingunum felst m.a.: • Lífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót hækka • Tekjuskerðing bóta lækkar • Tekjur maka hafa minni áhrif á lífeyri • Um sjö milljörðum króna verður varið árlega í breytingarnar til ársins 2010 Eldri borgari með 100 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði fékk 154.996 kr. á mánuði 1. janúar 2006. Eftir breytingarnar fær hann 196.741 kr., sem er 27% hækkun. Eldri borgari með 150 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði fékk 173.061 kr. á mánuði 1. janúar 2006. Eftir breytingarnar fær hann 231.843 kr., sem er 34% hækkun. Dæmi 2 Dæmi 1 VELFERÐARNEFND SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SAMTÖK ELDRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Léttar veitingar að fundi loknum ALLIR SKÍÐAPAKKAR MEÐ 20% AFSLÆTTI BARNAPAKKI Verð frá 22.995 UNGLINGAPAKKI Verð frá 25.995 FULLORÐINS/ STÓRIPAKKI Verð frá 29.995 Snjóbrettapoki. Verð frá 3 .995 Snjóbrettahjálmur. Verð frá 5.995SN JÓ B R ET TA PA K K A R HR EY FI N G • K R A FT U R • Á N Æ G JAFRÁBÆRIR SKÍÐAPAKKAR ALPARNIR Íslensku Takmarkaðmagn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.