Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 10
10 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR 5.990kr.SPARAÐU 5.990kr.SPARAÐU 5.990SPARAÐU fjár föstu dagur til 3.490 9.480 5.990kr.SPARAÐU 5.990kr.SPARAÐU F í t o n / S Í A BAUGSmál Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafn- greindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrsl- um, og ítrekað snúið út úr ummæl- um þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrver- andi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrek- að neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sam- bandi við lögreglu til að afla umbeð- inna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurn- ingum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikn- ingsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikn- ingnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan. -bj Fyrrverandi starfsmenn Baugs bera lögreglu sökum: Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum vitnaleiðslurJóhanna Waagfjörd, fyrr- verandi fjármálastjóri Baugs, var ósátt við yfirheyrsluaðferðir lögreglu. FréttaBlaðið/Vilhelm Orðrétt „Þú skilur ekki alveg hvernig bókhald virkar.“ auðbjörg Friðgeirs- dóttir, sem starfaði við innri endurskoð- un hjá Baugi, tók Sigurð tómas magnússon, settan ríkissaksóknara í Baugsmálinu, og eflaust fleiri sem staddir voru í réttarsalnum, í kennslustund í uppgjöri hlutabréfa. „Hvernig á hún að geta svarað því hvernig þetta gæti hafa gerst, ég mót- mæli þessari spurn- ingu. [...] Það eru villandi yfirheyrslur sem eiga hér sér stað.“ Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var ekki sáttur við spurningar setts ríkissak- sóknara. „Það er ekki mín skoðun, en ég skal sleppa frekari spurn- ingum um þetta.“ Sigurður tómas var ekki sammála Gesti um spurningarnar, en dró þær engu að síður til baka. „Nei, hann kunni ekki á bókhalds- kerfið.“ Jóhanna Waagfjörd sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóra Baugs Group, ekki hafa verið líklegan til að gefa fyrirmæli um hvernig skyldi bóka ákveðnar færslur í bókhald Baugs. Baugsmáliðídag Í dag er reiknað með að fjögur vitni komi fyrir dóm. mestur tími mun fara í að spyrja Stefán h. hilmarsson, sem starfaði sem endurskoðandi hjá KPmG, um málið. aðrir sem koma fyrir dóminn verða margrét h. Nikulásdóttir, endurskoðandi hjá KPmG, ragnar Þórhallsson, sem starfaði fyrir Fjárfesting- arfélagið Gaum, og Þórður már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums- Burðaráss fjárfestingarbanka. BAUGS M Á L I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.