Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 10
10 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR
5.990kr.SPARAÐU 5.990kr.SPARAÐU 5.990SPARAÐU
fjár
föstu
dagur til
3.490
9.480
5.990kr.SPARAÐU 5.990kr.SPARAÐU
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
BAUGSmál Tveir fyrrverandi
starfsmenn Baugs sögðu nafn-
greindan lögreglumann hafa reynt
að villa um fyrir þeim í yfirheyrsl-
um, og ítrekað snúið út úr ummæl-
um þeirra, þegar þeir báru vitni í
Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær.
„Þetta var ótrúleg lífsreynsla,
maður á ekki von á því að þurfa að
fara að láta lögreglu taka af sér
skýrslu, maður var hálfhræddur,“
sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrver-
andi fjármálastjóri Baugs.
Hún sagði að Arnar Jensson,
fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn, hefði ítrekað sagt sér að
Baugur hefði veitt stjórnendum og
tengdum félögum ólögleg lán. Í
ákæru er því haldið fram að
slíkar ólöglegar lánveitingar
hafi átt sér stað, en því
hafa sakborningar ítrek-
að neitað og sagt að um
eðlileg viðskipti hafi
verið að ræða.
Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem
starfaði við innra eftirlit hjá Baugi
til ársins 2005 og var mikið í sam-
bandi við lögreglu til að afla umbeð-
inna upplýsinga úr bókhaldi Baugs,
sagði svipaða sögu. Hún sagðist
hafa upplifað yfirheyrslur, sér í
lagi hjá Arnari, þannig að reynt
væri að snúa út úr því sem hún
sagði, ekki hefði verið hlustað á
það sem hún hafði að segja og reynt
hefði verið að villa um fyrir henni.
„Þeir reyndu að láta mér finnast
eins og ég væri á mörkum þess að
vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem
sagði að hún hefði ítrekað verið
minnt á að ólöglegt væri að fremja
meinsæri, og gert í því að draga úr
trúverðugleika hennar.
Auðbjörg svaraði í gær spurn-
ingum um frægan kreditreikning
frá Nordica í Bandaríkjunum til
Baugs, og sagði hún skýringar
stjórnenda Baugs á tilkomu reikn-
ingsins geta staðist miðað við
umfang viðskiptanna.
Jón Ásgeir Jóhannesson og
Tryggvi Jónsson, tveir
ákærðu í málinu, hafa gefið
þær skýringar á reikn-
ingnum frá Nordica að
hann hefði komið til vegna þess að
lager hefði safnast upp af vörum
frá Nordica, sem Nordica hefði
tekið þátt í að greiða með þessum
kreditreikningi. Það stangast hins
vegar á við framburð Jóns Geralds
Sullenberger, eiganda Nordica,
sem einnig er ákærður í málinu.
Hann segir reikninginn algerlega
tilhæfulausan. -bj
Fyrrverandi starfsmenn Baugs bera lögreglu sökum:
Villt um og snúið
út úr í yfirheyrslum
vitnaleiðslurJóhanna Waagfjörd, fyrr-
verandi fjármálastjóri Baugs, var ósátt
við yfirheyrsluaðferðir lögreglu.
FréttaBlaðið/Vilhelm
Orðrétt
„Þú skilur ekki alveg
hvernig bókhald
virkar.“
auðbjörg Friðgeirs-
dóttir, sem starfaði
við innri endurskoð-
un hjá Baugi, tók
Sigurð tómas magnússon, settan
ríkissaksóknara í Baugsmálinu,
og eflaust fleiri sem staddir voru
í réttarsalnum, í kennslustund í
uppgjöri hlutabréfa.
„Hvernig á hún að
geta svarað því
hvernig þetta gæti
hafa gerst, ég mót-
mæli þessari spurn-
ingu. [...] Það eru
villandi yfirheyrslur
sem eiga hér sér stað.“
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, var ekki
sáttur við spurningar setts ríkissak-
sóknara.
„Það er ekki mín
skoðun, en ég skal
sleppa frekari spurn-
ingum um þetta.“
Sigurður tómas var
ekki sammála Gesti
um spurningarnar,
en dró þær engu að síður til baka.
„Nei, hann kunni
ekki á bókhalds-
kerfið.“
Jóhanna Waagfjörd
sagði Jón Ásgeir
Jóhannesson, for-
stjóra Baugs Group,
ekki hafa verið líklegan til að gefa
fyrirmæli um hvernig skyldi bóka
ákveðnar færslur í bókhald Baugs.
Baugsmáliðídag
Í dag er reiknað með að fjögur vitni komi fyrir dóm. mestur tími mun fara í
að spyrja Stefán h. hilmarsson, sem starfaði sem endurskoðandi hjá KPmG,
um málið. aðrir sem koma fyrir dóminn verða margrét h. Nikulásdóttir,
endurskoðandi hjá KPmG, ragnar Þórhallsson, sem starfaði fyrir Fjárfesting-
arfélagið Gaum, og Þórður már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums-
Burðaráss fjárfestingarbanka.
BAUGS M Á L I Ð