Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 72
 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR40 tonlist@frettabladid.is tónninn gefinn Steinþór Helgi Arnsteinsson Smekkmennirnir og til- vonandi Íslandsvinirnir í frönsku hljómsveitinni Air senda frá sér nýja plötu eftir helgina. Pocket Symphony er þeirra fimmta plata. Trausti Júlíusson for- vitnaðist um gerð hennar. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta Air plata, Talkie Walkie, kom út, en það þýðir ekki að þeir Jean-Benoit Dunckel og Nicolas Godin hafi setið auðum höndum. Síðasta haust kom út platan 5:55 sem þeir gerðu með dóttur Serge Gains- bourg, Charlotte. Þeir félagar sáu alfarið um tónlistina á henni. Fyrsta sólóplata Jean-Benoit sem hann gerði undir nafninu Darkel kom líka út seint á síðasta ári, en hún var unnin á sama tíma og 5:55, nema á nótinni. Neil Hannon, Jarvis Cocker og Nigel Godrich Pocket Symphony var tekin upp undir stjórn Nigels Godrich, en þetta er í fjórða skipti sem þeir Jean-Benoit og Nicolas vinna með honum. Hópurinn sem vann að Charlotte Gainsbourg plötunni kemur reyndar líka við sögu á nýju plötunni. Bæði Jarvis Cocker og Neil Hannon sem sömdu texta fyrir plötu Charlotte eru hér líka, Jarvis semur textann við lagið One Hell Of A Party sem hann syngur og Neil syngur og semur textann við Somewhere Between Walking And Sleeping. Aðrir gest- ir á plötunni eru nígeríski trommu- leikarinn og The Good, The Bad And The Queen-meðlimurinn Tony Allen og Joey Waronker sem m.a. hefur lamið húðirnar með Beck. Pocket Symphony er í þessum mjúka og stemningarfulla stíl sem einkenndi fyrstu plötu Air, Moon Safari. Eitt af því sem aðgreinir þessar tvær plötur eru japönsku strengjahljóðfærin koto og sham- isen (japanskt banjó og japönsk harpa), en Nicolas tók sér heilt ár í að læra á þau með kennara sem hann fann í gegnum japanska sendiráðið í París. Þessi japanski hljómur setur svip á plötuna, en er sérstaklega áberandi í One Hell Of A Party. Þeir Jean-Benoit og Nicolas segjast hafa viljað fjar- lægjast þennan dæmigerða popp- hljóm á plötunni. „Ég býst við því að við séum undir áhrifum frá nútíma-tónskáldum eins og Philip Glass og sígildum tónskáldum frá fyrri hluta 20. aldarinnar eins og Ravel og Erik Satie,“ segir Jean- Benoit í nýlegu viðtali. Bætir hann því við að þeir félagar semji þannig að þeir setjist niður og impróviseri saman. Væntanlegir til Íslands Nafn plötunnar Pocket Symphony er vísun í þá löngun þeirra Air- manna að gera plötu sem væri hugsuð sem heild. Það eru líka færri sungin lög á henni heldur en á síðustu plötum. Umslag plötunn- ar sem er unnið af myndlistar- manninum Xavier Veilhan sem undirstrikar þá tilvísun í klassíka tónlist sem nafnið er. Lógóið er í sama stíl og er á mörgum klassísk- um útgáfum og það eru myndir af hvítum styttum af þeim félögum sem minna á marmarastyttur af klassískum tónskáldum. Platan er samt ekki eitt samfellt verk, held- ur safn popplaga sem mynda eina heild. Ástarævintýri þeirra Jean- Benoit og Nicolas hafa að því er virðist mikil áhrif á tónlist Air. Lagið Redhead Girl er t.d. samið til núverandi unnustu Nicolas sem hann kallar gyðjuna sína: „Nema hún er ekki rauðhærð. Þetta er mjög hugmyndafræðilegt,“ segir hann. Og lagið Left Bank samdi hann „á hótelherbergi eftir vel heppnaða helgi með stelpu. Og á mánudagsmorgninum hvarf hún án þess að segja orð…“ Air er væntanleg til Íslands á vegum frönsku menningarhátíð- arinnar Pourquoi-pas? Hljóm- sveitin vildi ólm koma á sjálfa hátíðina, en vegna anna í kringum útgáfu Pocket Symphony kemst hún ekki fyrr en í sumar. Vasahljómkviða frá Japan Air Fimmta platan, Pocket Symphony, kemur út á mánudaginn. Árið 2006 var ár nýliðanna í íslensku tónlistarlífi. Frumburðir lista- manna á borð við Lay Low, Reykjavík!, Skúla Sverrisson, Pétur Ben sópuðu að sér verðlaunum og tilnefningum sem bestu plötur ársins, afar verðskuldað verð ég að segja. Eins og tónlistarlandslagið lítur út um þessar mundir kæmi það hins vegar ekki að óvart þó að sagan endurtæki sig í ár og að 2007 yrði ár nýliðanna. Fyrir viku síðan lagði Ólöf Arnalds línurnar. Platan hennar, Við og við, stóðst allar þær væntingar sem gerðar voru til hennar og jafnvel meira til. Yndislega ljúfsár plata og persónutöfrar Ólafar einfaldlega heltaka mann. Þrjár afar frambærilegar MH-sveitir stefna síðan á útgáfu á þessu ári. Fyrst ber að nefna Sprengjuhöllina sem hefur gert allt vitlaust með lagi sínu Tímarnir okkar. Partístuðrokk piltanna er víst til þess að skapa skemmtilegan anda í sumar. Annað lag sem er nýbyrjað að hljóma í útvarpinu og netverjar halda vart vatni yfir er Margt að ugga með Hjaltalín. Gríðarlega fagmannlegt gáfumannapopp með sakleysi- legum blæ. Þriðja sveitin er Retro Stefson. Minnst hefur kannski heyrst frá þeirri sveit en af myspace-síðu sveitarinnar má vel sjá að hér er gríðarlega efnileg sveit stigin fram á sjónarsviðið. Skemmtilegt verður líka að fylgjast með þróun elektró-bylgjunnar sem var svo áberandi á síðustu Airwaves-hátíð. Neu-Rave bylgjan virðist lent á klakanum og þar ber fyrst að nefna Últra Mega Teknóbandið Stefán sem er orðin ein albesta tónleikasveit landsins. Þessir ungu piltar koma vonandi þeim ógnarkrafti sem þar birtist yfir á plast. Bloodgroup er síðan önnur sveit sem vert er að fylgjast með. Sveitin hljómar vel og virkar sannfærandi. Aðrar nýjar elektró-sveitir sem má líta hýru auga til eru til dæmis Steed Lord, Johnny Sexual og FM Belfast. Að lokum nefni ég fjögur nöfn til sögunnar. Seabear hefur verið til í einum of langan tíma til þess að hafa ekki gefið út plötu, ef utan er skilin ein EP-plata. Sveitin gefur hins vegar út á þessu ári plötu á vegum Morr Music í Berlín sem án nokkurs vafa slær í gegn. Coral er önnur sveit sem hefur verið lengi með plötu í vinnslu og því forvitni- legt að sjá útkomuna. Strákarnir hafa verið að taka upp hjá Valgeiri Sigurðssyni en sá mæti maður ætlar einnig að gefa út frumburð sinn á árinu, loksins, loksins. Diagon er síðan efnileg sveit og sannar með laginu Pastel Palace að hún hefur upp á margt að bjóða. Aftur ár nýliðanna? Rokksveitin Dr. Spock hefur gefið út smáskífuna The Incredible Tooth of Dr. Zoega. Hefur hún að geyma fjögur lög, þar á meðal hið vinsæla Skítapakk. Skífan er ein af þremur sem Dr. Spock ætlar að gefa út á árinu. Sú næsta er fyrir- huguð á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og sú síðasta skömmu fyrir Airwaves-hátíðina. „Við köllum þetta LP, eða litlar plötur. Okkur langaði að prófa eitthvað annað en þetta gamla góða. Síðan er næst á dagskrá að fara í sumarbústað og sósa sig upp með kjöti og alkóhóli og klára eitthvað fyrir næstu plötur,“ segir söngvarinn Finni. Hann segir að vinsældir Skíta- pakks hafi síður en svo komið sér á óvart. „Okkur tókst að granda heilli útvarpsstöð sökum vinsældanna,“ segir hann og á þar við X-FM, þar sem lagið sat á toppnum í sex vikur. „Við höfum alltaf verið vinsælir og alltaf verið rosalega stórir á Reykjavíkursvæðinu.“ Vinsældir hafa náð út fyrir landsteinana því á dögunum var sveitin næstum búin að skrifa undir plötusamning erlendis þegar allt fór í baklás vegna hvalveiða Íslendinga. Af því tilefni ætla þeir félagar á næstunni að opna heima- síðu tileinkaða hvalaklámi. Dr. Spock fagnar nýju smá- skífunni í Stúdentakjallaranum í kvöld. Miðaverð er 1.500 og innifalið er eintak af skífunni og einn kaldur. - fb Alltaf verið vinsælir Dr. Spock Rokksveitin vinsæla gefur út nýja smáskífu í dag. The Klaxons - Myths of the Near Future HHHHH „Frumraun Klaxons er stórkostlegur árekstur hljóðheima. Grípandi, beitt og tilraunakennd rokkplata sem á án efa eftir að setja þessa sveit í fremstu röð nýrra breskra sveita.” BÖS > plata vikunnar > Í SPILARANUM Mika - Life in Cartoon Motion gus gus - Forever the Stranglers - Suite XVI Arcade fire - Neon Bible Dionysos - Monsters in Love MikA guS guS BrennSlAn AlBert ÁStÞórSSon „Rokkið er í uppáhaldi hjá mér en það verður ætíð að vera stutt í húmorinn. Rokk í bland við rugl! Þessi diskur myndi seljast í bílförmum,“ segir Albert Ástþórsson, söngvari Canora, um brennsluna sína. 1. roots - Sepultura „Þetta er klassík! Tekið af einni af bestu þungarokksplötu sögunnar að mínu mati.“ 2. tico tico - Shooby taylor „Besti textahöfundur allra tíma. Shooby Taylor var ekki kallaður The Human Horn fyrir ekki neitt.“ 3. new Skin - incubus „Mitt uppáhalds Incubus-lag. Þarna voru þeir ungir og graðir en sem betur fer þrosk- uðust þeir eins og gott vín, þessir drengir. 4. Sex farm - Spinal tap „Bara titillinn ætti að vera nóg til að koma því inn á öll „mixteip“ í heimi! Snilldarlag.“ 5. Davidian - Machine Head „Bíð spenntur eftir nýju plötunni „The Blackening”. Fyrsta lagið á fyrstu plöt- unni. Þeir voru ekki lengi að heilla mann, Rob Flynn og félagar.“ 6. eitthvað með Bowtie Barstow „Þessi maður kemur manni alltaf í gott skap! Gæti verið falskasti maður frá upphafi.“ 7. Hey Johnny park - foo fighters „Þetta lag er einfald- lega frábært eins og restin af plötunni „The Colour and the Shape“ sem er ein af uppáhalds plötunum mínum.“ 8. the end of Heartache - killswitch engage „Ekki alltaf sem þú sérð sveitta rokkara og litlar stelpur syngja saman á tónleikum.“ 9. the Air-conditioned nightmare - Mr. Bungle „Ég hef stundum haldið því fram að Mike Patton sé týndi sonur Frank Zappa. Já, það fer ekki öllum vel að blanda húmor við tónlist.“ 10. the crystal Ship - the Doors „Ef maður á að enda diskinn á rólegu nótunum, þá er ekkert lag sem slær þessa snilld út.“ rokk í BlAnD við rugl AlBert ÁStÞórSSon Albert blandar saman rokki og rugli í brennslunni sinni. FRÉTTABLAðIð/ANTON Vi nn in ga r v er Ða af he nd ir hj á B T S m ár al in d. K óp av og i. M eÐ þ ví aÐ ta ka þ át t e rtu ko m in n í S M S k lú bb . 1 49 kr /s ke yt iÐ . * A Ða lvi nn in gu r e r d re gi n úr ö llu m in ns en du m SM S s ke yt um . 12. HVER VINNUR! FULLT AF AUKAVINNINGUM: PSP TÖLVUR · SONY ERICSSON FARSÍMAR · PS2 TÖLVUR · TÖLVULEIKIR BÍÓMIÐAR Á TEENAGE MUTANT NINJA TURTLES · DVD MYNDIR · FULLT FULLT AF PEPSI OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS BTC PS3 Á NÚMERIÐ 1900 SVARAÐU EINNI SPURNINGU UM PLAYSTATION OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGURINN PS3 + 23”SONY LCD + LEIKIR FYRIR PS3 SPILAÐU Í BESTU GÆÐUM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.