Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 02.03.2007, Qupperneq 18
 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR18 „Ég er nýkomin heim af alþjóðlegri skáldahátíð í Níkaragva og er svona að ná mér niður á jörðina,“ segir skáldkonan Birgitta Jónsdóttir og bætir því við að vikudvölin í Mið-Ameríku hafi verið ákaflega skemmti- leg. „Sem skáld fær maður hálfgert menningarsjokk við að koma þangað því í Níkaragva er ljóðið ennþá hluti af alþýðumenningunni. Þarna leggur almenningur það á sig að læra ljóð utan að og fimm ára börn sátu hugfangin og hlustuðu á mig lesa. Það var sannkölluð karnivalstemning á þessari hátíð og mikið líf í bænum. Þarna var fólk í alls konar búningum og við skáldin stóðum á blómum skrýddum vögnum og lásum ljóð,“ segir Birgitta og viðurkennir að hátíðin hafi fengið hana til þess að hugsa mikið um stöðu ljóðsins á Vestur- löndum. „Á skáldahátíðum á Vesturlöndum er allt svo formlegt og háfleygt. Þar eru skáld að lesa fyrir skáld og hámenntaða menningarvita. Skáld ættu að taka meiri þátt í dægurmenningunni til þess að ná til almennings,“ segir Birgitta, sem ætlar að skella sér á fleiri skáldahátíðir á árinu ef hún hefur tíma. „Það er eiginlega allt of mikið að gera hjá mér. Núna er ég að vinna fyrir Vinstri grænt og líkar það mjög vel. Það styttist í kosningar svo það er nóg af verkefnum. Ég er óttalegur anarkisti í mér og það kom mér á óvart hvað það er skemmtilegt að taka þátt í þessu starfi. Meðfram þessu reyni ég svo að vinna í tveimur bókum sem ég er með í vinnslu,“ segir Birgitta, sem vill þó ekkert gefa upp um efni bókanna. „Það kemur bara í ljós. En ég er nýbúin að gefa út ljóðabók á ensku sem heitir Samtöl við drauga. Ég fékk ítalskan teiknara, sem kallar sig The Hand, í lið með mér og bjó til teiknimyndaljóð. Það er svo gaman að leika sér með ljóðið og prófa eitthvað nýtt,“ segir Birgitta. Hvað er að frétta? BirgiTTA JóNSdóTTir SkÁld Með menningarsjokk í Níkaragva nær og fjær „orðrétt“ Engum manni hefur enn tekist að fara fótgangandi og syndandi um alla veröld- ina. Bretinn Karl Bushby hefur undanfarin ár reynt sitt besta og stefnir á að ljúka ferðinni árið 2009 eftir tólf ára þrotlausa göngu. Ingi R. Ingason, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi Kompáss, slóst í för með honum í fyrra. Hann gerði heimild- armynd fyrir BBC um hluta ferðarinnar og hefur hún verið tilnefnd til Royal Tel- evision Society-verðlaun- anna, sem eru æðstu verð- laun sem sjónvarpsfólki getur hlotnast í Bretlandi. „Þetta eru náttúrlega fávitar,“ segir Ingi þegar hann er spurður út í kynni sín af Karli Bushby og með- hjálpara hans Dimitri Kieffer. Hann tekur þó strax fram að hann beri mikla virðingu fyrir þessum mönn- um en það þurfi einhverja undar- lega blöndu af áræðni, fífldirfsku og hugrekki til að leggja í þessa för. Án þessara eiginleika hefði þessum mönnum ekki tekist að fara svaml- andi yfir Bering-sundið. „Við fylgdum þeim út á ísinn en þegar gamanið tók að kárna og ísinn að bresta meira og meira í kringum okkur ákvað BBC að sitt fólk skyldi hitta þá síðar,“ segir Ingi. BBC-liðar sömdu við göngugarpana að þeir skyldu hafa samband í gegnum gervihnattasíma daginn eftir, beðið var eftir símtali með óþreyju en án árangurs. „Við hófum þá leit að þeim á þyrlu. Þyrluflugmaðurinn var alvanur leit enda hafði hann verið í Víetnam á árum áður en við fundum ekkert nema spor sem lágu ofan í vök. Það eina sem flugmaður- inn hafði að segja við þann fund var „Mér þykir það leitt,“ og því töldum við þá af,“ segir Ingi. Símtalið langþráða kom þó öllum að óvörum daginn eftir. „Þeir höfðu þá látið sig vaða ofan í krapið og svamlað áfram. Straumurinn þarna var svo sterkur að þá hafði borið mikið lengra en búist hafði verið við og því höfðum við ekki fundið þá þó við hefðum leitað vel úr lofti,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn og hrollur fer um hann þegar hann minnist fjörutíu stiga gaddsins sem var á þessum slóðum. Það verður ekki jafn napurt á verðlaunaafhendingunni sem fer fram 13. þessa mánaðar enda er sjálfur Karl Bretaprins verndari verðlaunanna. Ingi segist þó ekki munu hitta prinsinn. „Ég kemst ekki til Bretlands á þessum tíma því ég verð í Mongólíu þegar afhendinginn fer fram.“ karen@frettabladid.is Karl í krapinu tilnefndur BusHBy Leitað Á myndinni má sjá Morland Sanders, fréttamann BBC, kvikmynda- gerðamannin inga r. ingason og þyrluflugmann þeirra. Saman leituðu þeir að göngugörpunum Bushby og kieffer og töldu þá af. MyNd/úr EiNkASAfNi ÍsBjarnarHauskúpa ingi segir betra að vara sig á ísbjörnum þegar maður er á ferð á ísbreiðum. MyNd/úr EiNkASAfNi matur félagarnir Bushby og kieffer veiða sér dýr til matar á ferðum sínum. kvikmyndagerðarmönnum BBC þótti uxinn heldur ókræsilegur. MyNd/úr EiNkASAfNi Dúðaður á Ísnum Það sést lítið af inga á þessari mynd enda fer um hann hrollur þegar hann minnist gaddsins við Beringsund. fyrir kvikmyndagerðina á ísnum hefur hann fengið tilnefningu til royal Television Society-verðlaunanna. MyNd/úr EiNkASAfNi Pétur Gunnarsson, faðir nemanda í Öskjuhlíðarskóla, afhenti skólan- um nítján spánnýjar tölvur og tvo prentara síðastliðinn miðvikudag. Pétur hringdi að eigin frum- kvæði í ýmis fyrirtæki og bað þau að styrkja skólann um eina tölvu hvert. Vel var tekið í beiðni Péturs, sem hóf söfnunina upp úr áramótum. Dagný Annasdóttir skólastjóri var að vonum ánægð með framtak- ið og sagði þetta mikla bragarbót. „Það var mikill skortur og tölvurnar orðnar gamlar. Þær nýtast gífurlega vel í kennslu fyrir fötluð börn og nú er tölva í hverri einustu stofu hjá okkur.“ - kóþ Framtak til fyrirmyndar: Gaf nítján nýjar tölvur frá afHenDingunni Pétur gunnarsson tók upp á því að hringja í fyrirtæki og safn- aði nítján tölvum og tveimur prenturum á stuttum tíma. frÉTTABlAðið/HEiðA Nú er ég hissa „Þetta rýrir verulega láns- traust aðila.“ HÁkoN STEfÁNSSoN, frAM- kVæMdASTJóri lÁNSTrAuSTS, úTSkýrir fyrir BlAðAMANNi HVAðA ÁHrif ÞAð HEfur Að lENdA Á VANSkilASkrÁ. morgunblaðið 1. mars Gæti svo sem verið „ég man ekki til þess að við höfum verið í lánastarfsemi.“ liNdA JóHANNSdóTTir, fyrr- VErANdi fJÁrMÁlASTJóri BAugS, MAN Ekki AlVEg HVAð HúN VAr Að BAukA í ViNNuNNi. fréttablaðið 1. mars Lotus Professional pappírsvörur R V 62 27 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Halldór Sigdórsson Þjónn, aðstoðarverslunarstjóri hjá RV Á tilboði í mars 2007 LinStyle servíettur og dúkar, JustOne servíettur og servíettubox LinStyle servíettur 40x40cm, 50stk 794 kr. 2.388 kr. JustOne startpakki servíettubox og 600 servíettur Virðisaukaskattur hefur verið lækk- aður úr fjórtán prósentum niður í sjö prósent, en breytingin tók gildi hinn 1. mars síðastliðinn. í kjölfarið munu fylgja breytingar á vörugjöldum og tollum í ýmsum matvöruflokk- um. Heildaráhrif aðgerðanna eru umtalsverð lækkun neysluvísitölu á næsta ári, auk þess sem kaupmáttur heimilanna eykst. Með lækkuninni ætti matvælaverð á íslandi að vera orðið sambærilegt við meðalverð á hinum Norðurlöndunum. Tryggvi Páll friðriksson í gallerí fold, einn helsti uppboðshaldari íslands, telur þessar breytingar eingöngu vera af hinu góða. Sjálfur hafði hann ekki farið í matvöruverslun þegar sam- band var haft við hann í gær. Hins vegar tók hann eftir því að verðið á kókdósinni sem hann keypti sér í sjoppu þann daginn hafði lækkað. Hann sér enga ástæðu til þess að ótt- ast það að eigendur matvöruverslun- ar muni hækka vörurnar aftur. „Þær halda örugglega, við neytendurnir höfum eftirlit með því,“ segir hann. „Ef við verðum vör við annað hættum við einfaldlega að kaupa viðkomandi vöru.“ SjónARhóll Lækkun virðisaukaskatts Kókið lækkar tryggvi páLL friðriksson uppboðshaldari og listmunasali.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.