Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2007, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 02.03.2007, Qupperneq 26
26 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is frá degi til dags haNNes hÓlMsteiNN gissUrarsON Í dag | Lífsgæði Síðustu misseri hafa tveir prófessorar á vinstri væng, Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, málað hér skrattann á vegginn. Stefán kveður ríkis- stjórnina hafa aukið ójöfnuð hraðar en herforingjastjórn Pinochets í Chile. Þorvaldur líkir Davíð Oddssyni við Kim Il Sung í Norður-Kóreu. Þeir Stefán og Þorvaldur feta í fótspor Jóns Grunnvíkings, sem skrifaði snemma á átjándu öld, að Ísland mætti „raunar kallast einslags hrúgald af grjóti, með grasgeir- um frá sjó upp eftir skorað“, og sagði síðan: „Landslýður óróa- samur með óþokkamál og eyðir sjálfum sér; yfrið ósamþykkt og sundurlynt fólk, ágjarnt líka, óhreinlynt og illa geðjað. Þeir góðu menn eru miklu færri og fá engu ráðið.“ Líklega telja þeir Stefán og Þorvaldur sig til þeirra góðu manna, sem engu fá ráðið. En alþjóðlegar mælingar ganga þvert á áróður þessara Grunn- víkinga okkar daga. Samkvæmt víðtækri rannsókn hagstofu Evrópusambandsins, sem birtist í febrúarbyrjun 2007 og skoða má á heimasíðu Hagstofu Íslands, er fátækt (þegar hún er skilgreind við lágtekjumörk) einna minnst í heimi á Íslandi. Tekjuskipting er líka tiltölulega jöfn hér. Í Evrópu er hún aðeins jafnari í Slóveníu, Danmörku og Svíþjóð, en ójafnari í 27 löndum. Kjör fátæks fólks eru auðvitað samkvæmt skilgreiningu aldrei góð, en óhætt að fullyrða, að þau eru óvíða skárri en á Íslandi. Við Íslendingar erum líka til fyrirmyndar um það, að við sameinum vistvænan atvinnu- rekstur og arðsaman. Á sama tíma og útgerðarfyrirtæki í flestum öðrum löndum þurfa mikla opinbera styrki, er afkoma slíkra fyrirtækja bærileg hér. Kvótakerfið er ekki fullkomið, en það er skásta kerfið, sem fundist hefur til að takmarka aðgang að takmarkaðri auðlind. Meginkost- ur þess er, að útgerðarmenn hafa beina hagsmuni af því að nýta auðlindina skynsamlega. Á sama tíma og aðrar þjóðir brenna olíu og kolum til að hita upp hús og bræða ál og losa þannig stórkost- legt magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið, öflum við hita og raforku með gufu- og vatnsafls- virkjunum. Þannig leggjum við mikið af mörkum til að minnka loftmengun í heiminum. Í vandaðri, alþjóðlegri rannsókn, sem Félagvísinda- stofnun Háskóla Íslands tók þátt í 1999, reyndist íslenska þjóðin ein hin hamingjusamasta á Vesturlöndum. Í könnunum Gallups fást svipaðar niðurstöð- ur. Í reglubundnum hamingju- mælingum hollenska félags- fræðiprófessorsins Ruut Veenhoven komast Íslendingar jafnan einna efst á blað. Í könnun tveggja hagfræðiprófessora 2005, Andrew Leigh í Ástralíu og Justin Wolfers í Bandaríkjunum, reyndust Íslendingar hamingju- samastir allra vestrænna þjóða. Breski sálfræðiprófessorinn Adrian White vann 2006 skýrslu úr ýmsum hamingjumælingum annarra, og taldi hann Íslendinga í fremstu röð. Hvers vegna eru Íslendingar hamingjusamir? Í fyrsta lagi mælast fámennar þjóðir jafnan hamingjusamari en fjölmennar, meðal annars vegna þess að menn lenda þar sjaldnar utan- garðs, þar eð fjölskyldu- og vinatengsl eru sterk. Í öðru lagi er heilsufar hér gott og meðal- aldur hár. Þriðja ástæðan er, að hagsæld er mikil á Íslandi og tækifæri til að komast út úr fátækt mörg. „Því er stundum haldið fram, að kapítalismi geri fólk óhamingjusamt,“ segir White. „En þegar fólk er spurt, hvort það sé hamingjusamt, svarar það frekar játandi, ef það nýtur góðra lífskjara og aðgangs að heilsugæslu og skólagöngu.“ Hann bætir við, að ýmis áhyggju- efni vestrænna nútímamanna virðist blikna í samanburði við skortinn víða, til dæmis í Rússlandi, Kínaveldi og Indlandi, svo að ekki sé minnst á örsnauð Afríkulönd. Samkvæmt nýbirtri könnun Háskólans í Belfast eru Íslend- ingar líka í hópi umburðarlynd- ustu þjóða. Svíar voru einir umburðarlyndari gagnvart minnihutahópum, en fast á hæla okkar fylgja Danir og Kanada- menn. Þrátt fyrir nöldur þeirra Grunnvíkinga, Stefáns Ólafsson- ar og Þorvalds Gylfasonar, hefur aldrei verið betra að búa á Íslandi. Vonandi tekur fólk ekki mark á þeim, enda væri þá hætta á, að gamli þýski spádómurinn rættist: Ef skrattinn er málaður á vegginn, þá kemur hann. Hamingjusöm og umburðarlynd Í vandaðri, alþjóðlegri rann- sókn, sem Félagvísindastofnun Háskóla Íslands tók þátt í 1999, reyndist íslenska þjóðin ein hin hamingjusamasta á Vestur- löndum. Í könnunum Gallups fást svipaðar niðurstöður. UMræðaN Kjaramál Á liðnu hausti og það sem af er vetri hafa farið fram viðræður milli aðila um endurskoðunarákvæði í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga (LN) og Kenn- arasambands Íslands (KÍ) vegna grunn- skólans. Þar á að meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun frá undirritun kjarasamnings 17. nóvember 2004, fram á haust 2006, gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem aðilar verða sammála um. Ljóst er að aðilar eru sammála um að almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða, en það er það eina sem aðilar eru sam- mála um. LN hefur boðið 0,75% hækkun frá síðustu áramót- um sem gerir það að samningsbundin launahækkun upp á 2,25% hækkar í 3%. Þessu til viðbótar býður LN hækkun um 1,25% ofan á 2,25% hækkun launa 1. janúar 2008 gegn framlengingu kjarasamningsins til 31. maí 2008. Félag grunnskólakennara (FG) telur þetta tilboð LN engan veginn mæta efnahagsþróun síðustu tveggja ára og áhrif þeirrar þróunar á kaup- mátt launa kennara. Forstöðumaður kjarasviðs LN segir nýverið í blaðagrein að við samanburð FG á kjaraþróun leikskólakennara og þroska- þjálfa gleymi FG að taka tillit til möguleika á yfirvinnu í grunnskólanum, en að mínu viti tekur maður ekki yfirvinnu, viðbótarvinnu við 1800 stundir á ári, inn í dæmið þegar dagvinnulaun eru borin saman. Forstöðumaður kjarasviðs LN segir enn- fremur að kostnaðarauki kjarasamnings grunnskólakennara hafi verið svo mikill 2004 að ekki sé ástæða til að leiðrétta hann á grundvelli almennr- ar efnahags- og kjaraþróunar. Að mínu viti er auka- atriði hvað síðasti kjarasamningur kostaði LN í upp- hafi, endurskoðunarákvæðið stendur sjálfstætt. LN þarf að axla ábyrgð gagnvart starfi grunnskól- anna í landinu, ef sveitarstjórnarmenn vilja sýna að þeir vilji í raun metnaðarfullt skólastarf og að þeir vilji halda menntun í landinu í fremstu röð OECD landa, þá þarf að hækka laun grunnskólakennara og gera þau samkeppnishæf á við laun annarra háskóla- menntaðra starfsmanna á Íslandi. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Launalegt réttlæti til handa grunnskólakennurum! ÓlafUr lOftssON 90 prósent lán Tilkynnt hefur verið að Íbúðalána- sjóður muni frá og með gærdeginum hækka hámarkslánshlutfall íbúðalána í 90 prósent. Eins og frægt er orðið var þetta eitt af kosningaloforðum Framsóknarflokksins að hækka lánshlutfallið og var slagorðið „90 prósent lán“ mjög vinsælt fyrir fjórum árum. Reyndar var ákvörðunin nokk- uð umdeild þegar á reyndi og vilja sumir meina, sérstaklega þeir sem tengjast bönkunum og eru í samkeppni við Íbúðalánasjóð við að lána okkur peninga fyrir húsunum okkar, að 90 prósent lánin hafi verið einstaklega þensluhvetjandi og eigi drjúgan part af verðbólgunni sem hér hefur geisað undanfarin ár. Vegna verðbólgunnar þurfti einmitt á síðasta ári að hætta við 90 prósent lánin og breyta þeim í 80 prósent lán. staðið við loforð Það er greinilegt að framsóknarmenn ætla ekki að láta hanka sig á því fyrir þessar kosningar að hafa ekki staðið við kosningaloforð síðustu kosninga. Þessi hækkun kom flestum á óvart, nema kannski innmúruðum í félagsmálaráðuneyti og Íbúðalánasjóði. Sjálfstæð- ismenn sem Fréttablaðið talaði við í gær virðast að minnsta kosti ekki yfir sig hrifnir. Fjármála- ráðherra neitar að tjá sig, en Einar Oddur Kristjánsson telur hækkunina „óheppilega“. aukum eftirspurn Bankamenn virðast ekki vera að fara á límingunum yfir þessari ákvörðun ef marka má fréttabréf greiningadeilda. „Það er því greinilegt að ríkisstjórnin telur nú frekar þörf á því að auka eftirspurn í hagkerfinu en að draga úr henni,“ segir til dæmis í Vegvísi Lands- bankans. Ekki er þessi ákvörðun líkleg til að benda til einhverra aðhaldsað- gerða ríkisstjórnarinnar, eða til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína á næstunni. En það verður næsta ríkisstjórn sem mun þurfa að takast á við vandann þann. Og svo lánþeg- ar sem munu þurfa að borga meira fyrir lánin sín. svanborg@frettabladid.isÁ tyllidögum er gjarnan talað um mikilvægi menntunar. Rætt er um að menntun sé lykillinn að velsæld lítillar þjóðar og að Íslendingar eigi að skipa sér í fremstu röð þegar kemur að menntun. Þegar á hólminn er komið virðist stundum lítil innistæða fyrir þessum orðum. Launanefnd sveitarfélaga og samninganefnd Kennarasam- bands Íslands hafa ekki náð samkomulagi um leiðréttingu á launum kennara eins og endurskoðunarákvæði samnings þeirra kveður á um og svo virðist sem upp úr samningaviðræðum hafi slitnað. Formaður Kennarasambandsins hefur þó sýnt fram á að laun kennara hafi hækkað verulega minna á samningstímanum en önnur laun í samfélaginu. Byrjunarlaun kennara sem ekki er orðinn þrítugur eru nú 198.741 króna á mánuði. Hafi hann umsjón með 20 nemendum eða fleiri hefur hann 210.844 krónur í laun á mánuði. Mánaðar- laun kennara sem er orðinn 45 ára og með umsjón í jafnstórum bekk eru 240.592 krónur, hafi hann ekki tekið á sig umfram- skyldur sem raða honum í hærri flokk. Þetta eru laun kennara með þriggja ára háskólanám að baki. Ekki þarf frekar vitnanna við um að þarna er úrbóta þörf Kröfur til grunnskólakennara á Íslandi hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Kennarar dagsins í dag eru ekki bara kennarar heldur einnig uppalendur enn frekar en áður var. Skóladagur barna hefur lengst og hlutdeild skólans í daglegu lífi þeirra þar með aukist. Auk þess hefur stefna síðustu ára og áratuga verið að öll börn eiga rétt til skólagöngu í heimaskóla sínum. Þetta þýðir að hver kennari hefur með höndum kennslu á hópi barna sem getur haft afar mismunandi námsforsendur en hlutverk kennarans er að sjá til þess að kenna þessum breiða hópi barna, hverju þeirra á sínum forsendum. Við þetta bætist að skólinn og kennarar þar með, eru undir smásjá foreldra sem eru iðulega afar meðvitaðir um þær skyld- ur sem skólinn á að uppfylla við börn þeirra. Það er því löngu liðin tíð að kennarinn sé ósnertanlegur og orð hans lög. Forsætisráðherra vísar kjaradeilunni til aðila málsins, sveit- arfélaga og kennara. Ljóst er hins vegar að ef upplausnarástand skapast í grunnskólanum einu sinni enn þá hljóta yfirvöld menntamála að verða kölluð til ábyrgðar. Slíkt upplausnarástand getur haft neikvæð áhrif á starf skóla um langan tíma, eins og dæmin sanna. Sé það svo að sveitarfélögin í landinu hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að greiða kennurum laun í samræmi við ábyrgð þeirra og menntun þá verður að endurskoða tekjustofna sveit- arfélaga. Þjóð sem leggur metnað í að eiga háskóla í hópi hundrað bestu í heimi hlýtur einnig að hafa metnað til þess að greiða grunn- skólakennurum mannsæmandi laun. Hún hlýtur að vilja tryggja að vinnufriður og starfsánægja ríki meðal þess stóra hóps fram- úrskarandi kennara sem sinnir uppfræðslu barnanna sem síðar setjast á skólabekk í þessum háskóla. Laun grunnskólakennara verður að endurskoða. Tvískinnungur í skólamálum steiNUNN stefáNsdÓttir skrifar ÚtgáfUfÉlag: 365 ritstJÓrar: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson aðstOðarritstJÓri: Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar: Arndís Þorgeirsdóttir, Björgvin Guðmundsson og Sigríður Björg Tómasdóttir fUlltrÚi ritstJÓra: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.