Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 12
12 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR bitið í japanska fánann Suðurkór- eskur mótmælandi reyndi að rífa jap- anska fánann í sundur með tönnunum í gær á útifundi fyrir utan japanska sendiráðið í Seúl. Í gær fögnuðu Suður-Kóreumenn fullveldi landsins, sem hófst með blóðugri uppreisn gegn japönsku nýlendustjórninni hinn 1. mars árið 1919. fréttablaðið/aP HúSnæðiSmál Félagsmálaráðu- neytið hefur gefið út reglugerð um breytt lánshlutfall og fjárhæð lána hjá Íbúðalánasjóði. Breyt- ingin felur í sér að lánshlutfall almennra lána hækkar úr áttatíu prósentum í níutíu prósent og hámarksfjárhæð almennra lána hækkar úr sautján milljónum í átján milljónir króna. Breytingin tók gildi 1. mars. Lánshlutfallið og hámarksfjárhæðin eru færð í sama horf og þau voru áður en ríkisstjórnin greip til aðgerða í efnahagsmálum í lok júnímánað- ar 2006. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra vildi ekki tjá sig um þessa breytingu en Einar Oddur Kristj- ánsson, varaformaður félags- málanefndar Alþingis, segir að félagsmálaráðherra hafi skýra heimild samkvæmt lögum til að afgreiða þetta með reglugerðar- breytingu. Einar Oddur telur að margir muni gagnrýna þessa breytingu og halda því fram að hún sé til marks um lausung í opinberri stjórnsýslu. „Ég vona að það verði lítil áhrif af þessu en dreg enga dul á að ég tel þessa aðgerð mjög óheppilega. Hún verður til þess að koma inn efasemdum um að menn standi af nógu mikilli einurð að efnahags- málum,“ segir Einar Oddur og kveðst ekki vita „hvaða nauð rak þá til að gera þetta en þeir gerðu það og ég harma það. Ég tel þetta óheppilegt. Þetta hefði betur verið látið ógert.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, telur að félagsmálaráð- herra hafi leikið „mikinn afleik“ með breytingum hjá Íbúðalána- sjóði. Hækkun lánshlutfalls og hámarksláns gangi þvert á ákvörðun ríkisstjórnarinnar í kjölfar kjarasamninga „og á eftir að virka sem verðbólgufóður engum til gagns“, segir hann. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþing- is, segir að breytingin hafi ekki komið á óvart, vitað hafi verið um hana með dags fyrirvara. Hann bendir á að greiningaraðilar hafi spáð lækkun fasteignaverðs. Með það í huga sé „ákvörðunin kannski ekki alveg slæm. Hún gæti jafn- vel dregið úr þeirri lækkun. Hins vegar hygg ég að margir líti svo á að þessi aðgerð hækki hugsan- lega verðið og geti þar með aukið þensluna,“ segir hann. Katrín Ólafsdóttir hagfræð- ingur telur breytinguna geta haft þensluáhrif og kveikt í íbúða- markaðnum. Ekki náðist í Magnús Stefáns- son félagsmálaráðherra í gær. ghs@frettabladid.is pétur blöndal „Hækkar hugsan- lega verðið,“ segir Pétur blön- dal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. katrín Ólafs- dÓttir telur breytinguna geta haft þenslu- áhrif og kveikt í íbúðamarkaðn- um. Vilhjálmur Egilsson „Á eftir að virka sem verðbólgufóður,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Einar oddur kristjánsson „ég harma það,“ segir Einar Oddur Kristjáns- son, varaformað- ur félagsmála- nefndar. Breytingar á Íbúða- lánasjóði umdeildar Félagsmálaráðuneytið hefur hækkað lánshlutfall og hámarkslán hjá Íbúðalána- sjóði í samræmi við það sem var í haust. „Afleikur,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, „sem á eftir að virka sem verðbólgufóður.“ 5.990kr.SPARAÐU 5.990kr.SPARAÐU 5.990SPARAÐU fjár föstu dagur til 3.490 9.480 5.990kr.SPARAÐU 5.990kr.SPARAÐU lAnDbúnAðUR „Ég veit ekki til þess að erfðabreytt fóður sé notað í nautgripa- og sauðfjárrækt á Íslandi,“ segir Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri hjá Bændasamtök- unum og vísar þar með á bug ummælum Jóhannesar Gunnars- sonar, formanns Neytendasamtak- anna, um að notkun erfðabreytts fóðurs ógni útflutningi á íslensk- um landbúnaðarafurðum. Íslendingar hafa markaðssett mjólkurvörur og lambakjöt í Bandaríkjunum og hefur versl- anakeðjan Whole Foods Market helst sýnt afurðunum áhuga en þar er áhersla lögð á að bjóða upp á vörur sem eru framleiddar án tengsla við erfðatækni. Baldvin telur ástæðu til að vara sauðfjár- og nautgriparæktendur við notk- un á erfðabreyttu fóðri til að íslenskar afurðir geti haldið sér- stöðu sinni. Telur hann líklegt að kjúklinga- og svínaræktendur beri ábyrgð á auknum innflutningi á erfðabreyttu fóðri hingað til lands. „Ísland var eitt fárra landa í veröldinni sem bönnuðu á sínum tíma notkun á hormónum við rækt- un. Það gerði íslenskar afurðir enn eftirsóknarverðari síðar meir, þar sem hormónarnir hafa reynst illa. Bændur ættu einnig að vera á varðbergi gagnvart erfðabreyttu fóðri,“ segir Baldvin en bendir á að fulltrúar Whole Foods Market hafi ekki séð neitt athugavert við íslenskar framleiðsluaðferðir hingað til heldur þvert á móti hrif- ist mjög af þeim. - kdk Vísar því á bug að útflutningi á íslenskum landbúnaðarvörum sé ógnað: Bændur ættu að vera á verði íslEnskt kjöt baldvin Jónsson kveðst ekki vita til þess að bændur hér noti erfðabreytt fóður. moSkvA, AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varar Bandaríkjamenn við því að ráðast inn í Íran. Jafnframt gagnrýndi hann harðlega í blaðaviðtali það sem hann sagði einhliða viðbrögð Bandaríkja- manna við erfiðum alþjóðamálum. Lavrov sagði Rússa hafa áhyggjur af nýlegum ummælum Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem sagði „alla möguleika opna“ til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írans. Rússar hafa ítrekað sagst algerlega andvígir hörðum aðgerðum gegn Íran. - gb Utanríkisráðherra Rússlands: Gagnrýnir ein- hliða aðgerðir DÓmSmál Tæplega þrítugur maður hefur verið dæmdur í Héraðs- dómi Suðurlands í sextán mánaða fangelsi fyrir samfellda brota- hrinu frá því í mars og fram í september á síðasta ári. Honum var gefið að sök að hafa valdið skemmdum á bifreið með því að bera eld að „Molotov- kokteil“ sem hann hafði komið fyrir undir vinstri hlið hennar. Jafnframt að hafa hótað eiganda bifreiðarinnar ofbeldi og lífláti. Þá veitti hann einhvern tíma á síð- asta ári viðtöku 190 töflum með anabólískri verkan, sem hann mátti vita að voru ólöglega inn- fluttar. Auk þessa var maðurinn tvívegis tekinn með ýmis fíkni- efni í fórum sínum á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir vörslu, dreifingu og ætlaða sölu á tæp- lega 300 grömmum af kannabis- efnum, tæplega 23 grömmum af amfetamíni, rúmlega 18 grömm- um af kókaíni og nokkrum e-töfl- um. Með brotunum sem sakfellt var fyrir nú rauf maðurinn skil- orðsdóm frá því í júlí 2003 og var sá dómur dæmdur með þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti ævi- langt og honum gert að greiða ríf- lega 655 þúsund krónur í máls- kostnað. - jss sElfoss Héraðsdómur Suðurlands á Selfossi dæmdi manninn til refsingar. Sextán mánaða fangelsi fyrir samfellda brotahrinu: Hótaði bíleiganda ofbeldi og lífláti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.