Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 40
BLS. 4 | sirkus | 2. marS 2007 Þ að hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur á Indlandi. Við erum með í kringum þrjátíu indversk módel á samningi hjá okkur og álíka mörg „freelance“ módel,” segir Andrea Brabin, einn eigenda módelskrifstofunnar Eskimo sem hefur verið að gera góða hluti á Indlandi undanfarið. Fyrirsætur á vegum Eskimo hafa prýtt forsíður hinna ýmsu tímarita þar í landi, setið fyrir í auglýsingum og leikið í Bollywood-myndum svo fátt eitt sé nefnt. „Svo erum við með sex til tólf íslenskar fyrirsætur úti. Þær dvelja úti frá tveimur mánuðum og alveg upp í eitt og hálft ár.“ Íslenskar stúlkur í Bollywood Að sögn Andreu eru íslensku stelpurnar eftirsóttar á Indlandi. „Þær þykja mjög duglegar og það er gott að vinna með þeim. Síðan eiga Íslendingar og Indverjar eitthvað sameiginlegt. Það er erfitt að segja hvað það er en okkur hefur liðið mjög vel þarna úti – bæði fyrirsætunum og okkur sem rekum skrifstofuna.“ Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir, Tinna Bergsdóttir og Heiða Rún Sigurðardóttir hafa slegið í gegn sem fyrirsætur á Indlandi. „Sigríður Hrönn hefur t.d. fengið tvö veigamikil hlutverk í bíómyndum á Indlandi á síðastliðnum tveimur árum. Svo erum við að lesa tvö önnur handrit fyrir hana og erum að meta hvort þetta séu rétt hlutverk fyrir hana,“ segir Andrea sem vill þó ekki meina að aðstandendur Eskimo séu að verða ríkir af öllu bröltinu á Indlandi. „Þó að vel gangi þá verður enginn ríkur af því að reka módel- skrifstofu eina og sér. En það er hins vegar þannig að þegar þú kemst inn í þennan „celebrity“ heim á Indlandi þá opnast margar dyr að stórum samningum. Það er til dæmis samasem-merki á milli þess að vera fyrirsæta og leikkona í Bollywood því ef þér vegnar vel sem fyrirsæta færðu oft tilboð um að leika í bíómynd- um. Svo er það hins vegar spurning hvort fólk geti leikið,“ segir Andrea og tekur dæmi af fyrirsætunni Heiðu Rún sem hóf leiklistarferilinn þar ytra. „Hún byrjaði ferilinn á að leika í auglýsingum á Indlandi. Nú er hún á leið í leiklistarskóla í London og með samning við ICM umboðsskrifstofuna sem er ein sú stærsta í heimi.“ Miklar breytingar á Indlandi „Við förum út á tveggja til þriggja mánaða fresti og það eru gríðarlega hraðar breytingar að verða á Indlandi. Þar spretta verslunarmiðstövar og bíóhús upp eins og gorkúlur og annað sem hefur ekki þekkst þar áður. Ég er mjög ánægð með að við höfum farið þar inn, og á hárréttum tíma,“ segir Andrea. „Það eru endalaus tækifæri á Indlandi en það er margt að varast og fólk má heldur ekki láta glepjast og höfum við lært ýmislegt af okkar starfsemi þar í landi undanfarin tvö ár.“ Andrea segir að hún og meðeig- andi hennar í Eskimo, Ásta Kristjáns- dóttir, hafi frá byrjun horft á stóru myndina. „Við höfum frá byrjun séð Eskimo sem miklu meira en umboðsskrifstofu og höfum unnið markvisst að því að gera nafnið þekkt öllu því sem tengist tísku og glamúr með það í huga að byggja upp vörumerkið Eskimo. Síðastliðið ár höfum við unnið að því að þróa hugmyndir að fatalínu og snyrtivör- um.“ segir Andrea. Fyrstu prufur af fatalínu Eskimo undir nafninu E- wear munu koma til Íslands á næstu dögum. andrea BraBin og kemur íSLenSkum fyrirSætum að í BoLLywood Andrea Brabin og Unnur Birna láta fara vel um sig á Indlandi. Að sögn Andreu hefur Íslendingunum liðið vel þar enda eiga þeir margt sameiginlegt með Indverjum. SIrkUS/Úr eInkASAfnI eSkIMóArnIr gerA ÞAð gott á IndlAndI Heiða rún Sigurðardóttir er ein af íslensku fyrirsætunum sem hafa slegið í gegn á Indlandi. Með Súpermantattú á upphandleggnum M argir þekkja Jón Þór Ólason undir heitinu hinn íslenski Clark Kent enda sláandi líkur hliðarsjálfi Súperman, eða Stálmannsins eins og hann hefur verið nefndur á íslensku. Færri vita hins vegar að Jón Þór skartar merki Stálmannsins á upphandleggnum og hefur gert um árabil. Glöggir gestir World Class í Laugum tóku eftir húðflúrinu á upphandleggnum en Jón Þór lyfti lóðum þar um tíma. Jón Þór vildi sem minnst tjá sig um húðflúrið þegar blaðamaður Sirkuss leitaði til hans. Neitaði í raun alfarið að tjá sig um það. Þótt Jón Þór sé sláandi líkur Clark Kent starfar hann ekki sem blaða- maður eins og sá síðarnefndi heldur sem lögfræðingur hjá ríkissaksóknara. Jón Þór starfaði einnig um skeið sem lögfræðing- ur hjá dómsmálaráðuneytinu og kom fram fyrir hönd V-dagsins fyrir nokkru. Jón Þór á ekki langt að sækja hæfileikana enda sonur fréttahauksins Óla Tynes sem flutt hefur fréttir á Stöð 2 um árabil og stjórnaði sínum eigin þætti á hinni sálugu sjónvarpsstöð NFS. Clark Kent og Stálmaðurinn eru hins vegar afkvæmi þeirra Jerry Siegel og Joe Shuster sem hafa skrifað og skreytt nokkrar sögur um þá félaga. Jón Þór ólason lögfræðingur er sláandi líkur Clark kent, hliðarsjálfi Stálmannsins. ekki spillir fyrir að hann ber merki Stálmannsins á upphandleggnum. lúðrahátíð í kvöld Það verður allsherjar veisla hjá starfs- fólki í auglýsingageiranum í dag og í kvöld þegar ímark-verðlaunin verða afhent með pomp og prakt á Hótel nordica. Íslenska auglýsingastofan fékk flestar tilnefningar til lúðra en svo eru verðlaunin sem veitt eru nefnd, í ár, eða nítján talsins. Þar á eftir kemur auglýsingastofan Jónsson og lemacks með fjórtán tilnefningar. mikil spenna er annars í öllum flokkum nema í flokki útvarpsaug- lýsinga en þar hefur Jónsson & Lemacks þegar tryggt sér einn lúður enda hreppti stofan allar tilnefningarnar fimm í þeim flokki. eigendur stofunnar, Viggó Jónsson, Agnar tr. leMack og Hilmar Þ. Hilmarsson, eru því eins og gefur að skilja í skýjunum yfir tilnefningunni enda aðeins tvö ár síðan stofan var opnuð. Sýnt frá fæðingu Sjónvarpsþátturinn fyrstu skrefin hefur aftur hafið göngu sína á Skjá einum. Þættirnir vöktu nokkra athygli fyrir ári síðan, ekki síst hjá verðandi foreldrum, og var meðal annars tilnefndur til eddu- verðlaunanna. Hin margreynda fjölmiðlakona guðrún gunnarsdóttir stýrði þáttunum í fyrra en hún hefur söðlað um og stýrir nú helgarútvarpinu ásamt felix Bergssyni leikara. Sigurlaug M. Jónasdóttir hefur tekið við stjórninni af guðrúnu en hún er einnig margreynd fjölmiðlakona. Sigurlaug á ekki langt að sækja hæfileikana enda dóttir Jónasar Jónassonar útvarpsmanns. fyrstu skrefin hófu göngu sína í fyrradag en seinna í þáttaröðinni verður sýnt frá fæðingu. Hrafninn með bönkunum Ingvi Hrafn Jónsson er kominn á fullt með sjónvarpsstöðina sína Ísland nýjasta nýtt sem send er út á netinu, Breiðbandinu, adSL Símans og gegnum stafræna lykla 365. ingvi Hrafn á í samstarfi við fyrirtækið mentis um að senda út efni í sjónvarpstæki landans en fyrirtækið er í eigu glitnis og tölvumið- stöðva sparisjóðanna. mentis sendir út efni undir heitinu fjármálasjónvarpið en eins og nafnið gefur til kynna beinir sjónvarpsstöðin sjónum sínum að fjármálamarkaðinum. Hugmyndin með samstarfi ingva Hrafns og mentis er að á milli upplýsinga um fjármál verði innslög frá íslands nýjasta nýtt og má bóka að þar verði allt látið flakka enda ingvi Hrafn þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum. tinna Bergs og Sigríður Hrönn hafa slegið í gegn á Indlandi. ■ Heyrst hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.