Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 2. mars 2007 13 FjÖlmiðlAR Um 10.500 fréttafilmur frá fyrstu tveimur áratugum Ríkissjónvarpsins, frá 1966 til 1984, eru varðveittar í safni RÚV. Þær eru allt frá tuttugu sekúndum að lengd og upp í tuttugu mínútur. „Lítið af 16 millimetra filmunum hefur glatast,“ segir Sverrir Kr. Bjarnason, sem vinnur að þessu í Kvikmyndasafni Íslands. Filmurnar þarf að líma saman á ný, segir Sverrir, því þær voru klipptar til fyrir útsendingu og eru upprunalegar límingar þornaðar upp og detta í sundur við snertingu. Því næst þarf að samhæfa hljóð og mynd, því tónbandið er stakt. Að lokum eru filmurnar sendar til Danmerkur til hreinsunar og settar yfir á stafræn myndbönd. Innan nokkurra ára verður því hægt um vik fyrir almenning að fá næstum hvaða fréttaefni sem er, frá þeim árum þegar RÚV var eina sjónvarpsstöðin. Reyndar er lítið sem ekkert til af sjálfum kynningum fréttamanna, því þær fóru á dýr myndbönd, sem mátti endurnýta. Sverrir telur engar stórar gloppur vera í safninu. Þó sé rétt sem fram hafi komið í Fréttablaðinu að efni utan af landi hafi farið forgörðum, enda hafi myndatökumenn þar oft verið að stíga sín fyrstu spor á ferlinum. Sverrir er tæplega hálfnaður með verkið og er þessa dagana að ganga frá Geirfinnsmál- inu. Fyrstu fimm árin eru nú þegar tilbúin og komin til landsins frá Danmörku. - kóþ Ríkisútvarpið vinnur að endurheimt gamalla verðmæta hjá Kvikmyndasafninu: Tíu þúsund filmur á stafrænt form Sverrir Kr. BjarnaSon Telur það taka um þrjú og hálft ár að koma því sem eftir stendur af fréttafilmusafni RÚV á varanlegt stafrænt form. FRéTTablaðið/anTon ÚtvarpShÚSið Í safni Rík- isútvarpsins leynist margur fjársjóðurinn. nú er unnið að því að koma 10.500 fréttafilmum á handhægt og aðgengilegt form. ÖRyGGiSmál Samgönguráðuneytið hefur falið nefnd um öryggi í siglingum að gera tillögu að afmörkun öruggra siglingaleiða skipa og/eða takmörkun á siglingum skipa og vinna að því að siglingaleiðir sem valdar verða hljóti alþjóðlega viður- kenningu. Í fyrstu verður unnið að því að taka upp leiðarstjórnun við Suður- og Suðvesturland en í framhaldi af því er ætlunin að ráðstafanir til leiðarstjórnunar verði gerðar annars staðar við landið einnig. Leiðarstjórnun hefur ekki verið beitt hingað til hér við land. Leiðarstjórnun er ætlað að auka öryggi í siglingum, minnka líkur á mengunarslysum og draga úr hættu af völdum mengunar frá sívaxandi skipa- umferð um íslenskt hafsvæði. - shá Samgönguráðuneytið: Leiðarstjórnun skipa afráðin olíuSKip Skipaumferð við landið er talin munu marfaldast á næstu árum. Sum skipin flytja mikið magn olíu. KjARAmál Samband foreldrafé- laga og foreldraráða í grunnskól- um Reykjavíkur (SAMFOK) lýsir yfir áhyggjum á stöðu samningaviðræðna milli Félags grunnskólakennara og launa- nefndar sveitarfélaganna. SAMFOK skorar á báða aðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná samkomulagi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í vetur og snúast um endurskoð- unarákvæði er varða leiðrétt- ingu launa á grundvelli verð- bólgu og almennrar kjaraþróunar. - bej Kjaradeila grunnskólakennara: Foreldrar hafa áhyggjur ráðherra styrkir útvarp Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra hefur ákveðið að veittur verði 500 þúsund króna styrkur úr ríkissjóði til útvarps sem rekið er í Hafnarfirði fyrir nýbúa. hafnarfjörður hús sígur undir varnargarði bæjarráð Fjallabyggðar vill að ofanflóðasjóður fái óháðan aðila til að meta hvort framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð á Siglufirði hafi orsakað óeðlilegt jarðsig undir einu íbúðarhúsi við Hólaveg. Siglufjörður SAmGÖnGUR Tillaga Vinstri græns um gjaldfrjálsan strætó til reynslu í upphafi næsta árs var felld á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi á mánudag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en Samfylkingar- fulltrúar studdu tillögu vinstri grænna. Samkvæmt tillögunni átti bæjarstjórnin að beina því til stjórnar Strætó bs. að gerð yrði tilraun til að hafa ókeypis í strætó fyrstu þrjá mánuði næsta árs, og metið hvaða áhrif sú breyting hefði á notkun vagnanna. - sþs Bæjarstjórn fellir tillögu VG: Ekki ókeypis í Kópavogsstrætó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.