Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 38
BLS. 2 | sirkus | 2. marS 2007 ■ Heyrst hefur Hagnaðist um milljarða og keypti sér Porsche Fjárfestingafélagið milestone, sem er í eigu systkinanna Karls, Steingríms og Ingunnar Wernersbarna og er til að mynda annar stærsti hluthafi Glitnis, hagnaðist um rúman 21 milljarð á síðasta ári en félagið birti ársreikning sinn fyrir árið 2006 fyrir skömmu. Þessu þótti rétt að fagna og fór Ingunn í síðustu viku og festi kaup á einum Porsche Cayenne Turbo, rétt rúmlega 500 hestafla kvikindi. Sem er ekki skrýtið þar sem hún hefur viðurkennt í viðtali að ástin á Porsche sé einn af hennar helstu veikleikum. Árshátíðarslagur í Hafnarfirði Það verður nóg um að vera í Hafnarfirði næstkomandi laugardag. Þá mun lyfjarisinn actavis halda árshátíð sína í íþróttahúsinu að Ásvöllum og Hafnar- fjarðarbær heldur sína árshátíð í Kaplakrika. athyglisvert er að skoða að Róbert Wessman og fyrirtæki hans actavis heldur árshátíð sína á heimavelli Hauka að Ásvöllum jafnvel þótt fyrirtækið sé helsti styrktaraðili Íslandsmeistara FH í fótbolta en Hafnarfjarðarbær heldur sína á heimavelli FH-inga jafnvel þótt bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson sé fyrrverandi formaður Hauka. Elfar selur B5 athafnamaðurinn Elfar Aðalsteinsson hefur selt hið vinsæla kaffihús sitt B5 í Bankastræti. Staðurinn hefur notið töluverðra vinsælda frá því að hann var opnaður og var kaupverðið um 30 milljónir. Það var enskur viðskiptajöfur sem keypti kaffihúsið í slagtogi við Óskar Einarsson sem ku ekki vera þekktur í íslenska veitingabransan- um. N ei, nei, við erum ekki á leiðinni heim á næstunni,“ segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í Bretlandi, en hann og eiginkona hans, badminton- stjarnan fyrrverandi Þórdís Edwald, festu nýverið kaup á tæplega 350 fermetra einbýlishúsi á Dyngjuvegi í Laugarásnum sem er með stórfeng- legu útsýni yfir borgina. Ármann og Þórdís borguðu 92 milljónir fyrir húsið en seljendur eru Björg Kofoed- Hansen, ekkja Agnars Kofoed- Hansen, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík og flugumferðarstjóra, og dótturdóttir hennar, Irene Lyberop- oulos. Ármann og Þórdís hafa undanfarin ár búið í Bretlandi þar sem Ármann hefur stýrt starfsemi Kaupþings þar í landi og er nú forstjóri bankans Singer & Friedland- er, sem er í eigu Kaupþings. Björg Kofoed-Hansen segir í samtali við Sirkus að hún eigi eftir að sakna hússins mikið en kannski sérstaklega útsýnisins sem sé stórbrotið. „Mér finnst það alla vega æðislegt,“ segir Björg, sem er orðin 89 ára og ætlar að flytja í minni íbúð áður en hún fer inn á elliheimili, eins og hún orðar það sjálf. Ármann vill ekkert tjá sig um húsið eða fyrirætlanir þeirra hjóna með það en Björg Kofoed-Hansen segir að húsið, sem var byggt árið 1950, sé að miklu leyti í upprunalega ástandi. Það má því búast við því að húsið verði tekið í gegn í heilu lagi þegar Ármann og Þórdís fá það afhent 1. maí næstkomandi. Fyrir eiga þau Ármann og Þórdís glæsilega íbúð í Skuggahverfinu, nánar tiltekið á Vatnsstíg 21. Sú íbúð er tæplega 165 fermetrar á stærð og er á 11. hæð. Heimildir Sirkuss herma að sú íbúð verði ekki seld þrátt fyrir kaup hjónanna á einbýlishúsinu á Dyngjuvegi. Ármann hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir stórglæsilegar nýársveislur sínar í London. Í fyrra fékk hann Tom Jones til að taka nokkur lög fyrir gesti sína en í ár gerði hann enn betur og bauð upp á sjálfa Duran Duran. oskar@frettabladid.is FRAMTÍÐARHEIMILI Í LAUGARÁSNUM Það mun væntanlega ekki væsa um Ármann og Þórdísi á Dyngjuveg- inum þegar þau ákveða að flytja heim frá Bretlandi. SIRKUSMYND/GVA ATHVARF Í SKUGGA- HVERFINU Ármann og Þórdís eiga glæsilega íbúð á 10. hæð í þessu fallega húsi við Vatnsstíg. Svo skemmtilega vill til að Kaupþing á hina íbúðina á hæðinni. FLOTTUR Ármann Þorvaldsson keypti hús í Laugarásnum fyrir 92 milljónir og lét sig síðan ekki muna um að punga út nokkrum tugum milljóna fyrir Duran Duran í árlegri nýársveislu sinni. Þ etta er besti gítar sem ég hef átt. Það er bara þannig,“ segir Bubbi Morthens um nýja sérsmíðaða Martin-kassagítarinn sem hann keypti fyrir skömmu. Martin- gítararnir þykja þeir bestu í heimi en gítarinn hans Bubba er einstakur. „Þetta er Rollsinn í gítarnum – eins og að fá handsmíðaðan bíl. Það var engin maskína sem smíðaði gítarinn,“ segir Bubbi sem á fyrir þrjá aðra Martin-kassagítara, einn Gibson og einn Ovation. En nýi gítarinn er einstakur. Bubba hafði lengi langað í hann og lét svo tilleiðast. Og þá var engu til sparað. Gítarinn var byggður upp frá grunni. Viðurinn sérvalinn og þurrkaður í þrjátíu ár áður en hafist var handa við að sníða í hljóðfærið og það sérstaklega fyrir Bubba. Og það má líka lesa á gítarnum: „Handcrafted for Bubba Morthens by Martin“ stendur inni í hljóðfærinu og á hálsinum með perlumóðu innleggi: „Bubbi“. „Nýi gítarinn er alveg ofboðslega góður – hann er einstakur. Ég held meira að segja að þetta sé eini gítarinn í Skandinavíu og jafnvel sá eini í þessum flokki í Evrópu,“ segir tónlistarmaðurinn stoltur enda kostaði gítarinn sitt. „Hann kostaði marga hundrað þúsund kalla. Það kostar sitt að eiga gott hljóðfæri,“ segir Bubbi en samkvæmt heimildum Sirkuss kostaði gítarinn í kringum eina milljón. Andrés Helgason, eigandi Tónastöðvarinnar, sem var milli- göngumaður Bubba um gítarinn, leynir ekki aðdáun sinni á hljóð- færinu. „Þetta er æðislegur gítar. Gjörsamlega geggjaður,“ segir Andrés sem hefur haft milligöngu um kaup á fleiri gítörum þótt þeir séu ekki í sama flokki og gítarinn hans Bubba. „Það hefur færst í vöxt að íslenskir tónlistarmenn láti smíða fyrir sig gítara og það er mjög ánægjulegt að geta boðið upp á svona þjónustu,“ segir Andrés í Tónastöðinni. Handcrafted for Bubbi Morthens Gítarinn var smíðaður hjá Martin- fyrirtækinu sem er með aðsetur í Nasaret í Pensylvaníu í Bandaríkjun- um. Bubbi Morthens hefur spilað stoltur á gítarinn enda sérsmíðaður fyrir hann af besta gítarfram- leiðanda heims. milljónir BanKamaðurInn Ármann ÞorvaLdSSon KauPIr FramTÍðarHÚSnÆðI Á ÍSLandI Borgaði 92 fyrir villu í Laugarási
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.