Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 64
 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. merkisatburðir 1801 Spánn segir Portúgölum stríð á hendur. 1836 Texas lýsir yfir sjálfstæði frá Mexíkó. 1933 Kvikmyndin „King Kong” frumsýnd í New York í Bandaríkjunum. 1940 Fyrsta árásin á íslenskt skip í seinni heimsstyrj- öldinni þegar togarinn Skutull frá Ísafirði verður fyrir árás þýskrar herflug- vélar við Bretland. Enginn slasaðist. 1982 Bíóhöllin hóf starfsemi í Reykjavík, þá stærsta kvikmyndahús landsins. 1999 Áburðarverksmiðja ríkisins seld Haraldi Haraldssyni og fleirum fyrir tæplega 1,3 milljarða króna. Verksmiðjan var staðgreidd. Þennan dag árið 1969 var Concorde-farþegaþotunni flogið í fyrsta sinn. Farþegaþotan er sú hraðfleygasta sem gerð hefur verið, nær nálægt tvöföldum hljóðhraða, en smíði hennar var samstarfsverkefni Breta og Frakka. Jómfrúarflugið var eins og smurt, en vélin tók á loft frá Toulouse í Frakklandi og var í loftinu í 27 mínútur áður en flugmaðurinn, Andre Turcat, ákvað að lenda henni. „Fuglinn stóri er loksins kominn í loftið og ber sig nokkuð vel,” sagði hann eftir lendinguna. Í fyrsta fluginu fór vélin í um þriggja kílómetra hæð (10.000 fet), en flaug ekki hraðar en 480 kílómetra hraða á klukkustund. Hún átti hins vegar eftir að fljúga á yfir tvö þúsund kíló- metra hraða. Concorde-þotan rauf hljóðmúrinn í fyrsta sinn 1. október sama ár. Farþegaflug með Concorde hófst svo 21. janúar árið 1976. Þegar komið var fram með Concorde-þotuna var olíuverð í hámarki og sú staðreynd að vélin gat ekki keppt í flugi yfir Kyrrahafið vegna mikillar elds- neytisnotkunar og smárra tanka gerði hana óhagkvæma. Þá féll heldur á ímynd Concorde-þot- unnar þegar ein slík brotlenti nærri París 25. júlí 2000 með þeim afleiðingum að 113 biðu bana. Um tveimur milljónum króna var eytt í að bæta öryggi vélanna og þær aftur teknar í notkun í nóvember 2001, en í apríl í fyrra tilkynntu svo British Airways og Air France að notkun vélanna yrði hætt. Félögin sögðu færri vilja fljúga með Concorde en áður, auk þess sem viðhaldskostn- aður væri mikill. Síðasta farþegaflug Concorde var 23. október 2004. þetta gerðist: 2. MARS 1969 Jómfrúarflug Concorde-þotunnar john irving rithöfundur er 65 ára „Að skrifa skáldsögu er í raun leit að fórnarlömbum. Þegar ég skrifa leita ég að hinum slösuðu og sögurnar afhjúpa þá.“ Irving á að baki bækur á borð við The World According to Garp og Cider House Rules. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóð- ir, amma, langamma og langalangamma, Málfríður Sigurðardóttir, Stillholti 9, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi miðvikudaginn 28. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Ó. Guðmundsson Sigurður Guðmundsson Hulda Guðbjörnsdóttir Björgvin Guðmundsson Lidia Andreeva Birgir Guðmundsson Ragnheiður Hafsteinsdóttir Jón Þór Guðmundsson Ástríður Jónasdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Einarsson Hjallaseli 55 (Seljahlíð), Reykjavík, andaðist sunnudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram í dag frá Fossvogskirkju kl.13. Ingveldur Jónasdóttir María Jónsdóttir Axel Stefán Axelsson Leifur Jónsson Bryndís Petersen barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Hjálmarsdóttir Lindasíðu 4, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 25. febrúar. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 5. mars kl. 14.00. Bjartur Stefánsson Rósa Óskarsdóttir ömmu- og langömmubörn. Skafti Jónsson hefur verið ráðinn umdæm- isstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Malaví og tók við starfinu af Margréti Einarsdótt- ur á dögunum. Skafti er sendi- ráðunautur í utanrík- isráðuneytinu en í tímabundnu starfi hjá ÞSSÍ sem umdæmis- stjóri í Malaví og for- stöðumaður sendi- ráðsins í höfuðborginni, Lilong- we. „Ég hef verið svo heppinn að fá að vera hér í nokkrar vikur til að setja mig inn í starfið og kynnast landi og þjóð,“ segir hann. „Ég tek við góðu búi og spennandi og vaxandi verkefnum sem fólkið í Monkey Bay, þar sem við vinnum mest, kann vel að meta.“ Malaví er eitt af fátækustu ríkjum heims en Skafti segir það þó hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu mikið er til af fagmenntuðu starfsfólki í landinu. „Um daginn auglýstum við eftir verkfræðingi til að leiða vatns- og skólpverkefnið sem við erum að fara af stað með. Við fengum 37 umsóknir, allar frá mjög hæfum og vel menntuðum Malövum. Í þessum viðtölum sannfærðist ég um að það er rétt stefna hjá ÞSSÍ að reiða sig í ríkari mæli á heimamenn í lykilstöðum. Það er þró- unarstarf í sjálfu sér að gefa menntuðu heimafólki tækifæri til að axla ábyrgð og nýta menntun sína, en slík tækifæri eru því miður af skornum skammti.“ Skafti nýr umdæm- isstjóri í Malaví viðar víkingsson kvikmyndagerðar- maður er 56 ára. Carlos ari ferrer sóknarprestur er 46 ára. þorsteinn j. vilhjálmsson fjölmiðlamaður er 43 ára. ilmur María stefánsdóttir myndlistarkona er 38 ára. stefanía thors leikkona er 36 ára. Kolbrún anna Björnsdóttir leik- kona er 33 ára. sKafti í Malaví Skafti Jónsson og hr. Gumbala, skólastjóri Namazizi-skólans í Malaví. MYNd/KRiSTÍN ÞoRSTEiNSdóTTiR afMæli Elskulegur eiginmaður og stjúpfaðir, Guðjón B. Guðjónsson Seljalandi, lést á heimili sínu þann 12. febrúar sl. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til þeirra sem veittu umhyggju og alúð við andlát og útför hans. Guðrún J. Gunnarsdóttir Hafsteinn Daníel Þorsteinsson Katrín Björg Hannesdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Þorsteins D. Marelssonar rithöfundar, Unufelli 27. Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunarþjónustunni Karitas og Sigurði Björnssyni fyrir alla þeirra hjálp í veikindum Þorsteins. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hólmfríður Geirdal Hljómsveitin Sssól, eða Síðan skein sól eins og hún hét á fyrstu starfsárum sínum, fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni þess ætlar hún að halda órafmagnaða tónleika í Borgarleikhús- inu 18. apríl auk þess sem ný plata er í farvatninu. Helgi Björnsson, söngvari sveitar- innar, man vel eftir kvöldinu þegar Síðan skein sól kom fyrst fram. „Það var í lok mars 1987, við spiluðum í Hlað- varpanum, þar sem Tapas barinn er lík- lega til húsa í dag. Þetta var í pínulitlum sal og fyrir utan kyngdi niður snjónum, þannig að þetta voru bara notalegir og skemmti- legir tónleikar.“ Ekki er ofsagt að Sssól sé ein vinsæl- asta poppsveit landsins fyrr og síðar og hefur átt ófáa smelli í gegnum tíðina. Auk Helga skipa sveitina Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari, Jakob Smári Magnússon bassaleikari, Hafþór Guð- mundsson trymbill, Hrafn Thoroddsen hljómborðsleikari og Stefán Már Magn- ússon gítarleik- ari. Helgi, Eyj- ólfur og Jakob hafa verið í bandinu frá upp- hafi og segir Helgi þá hafa strax smollið vel saman. „Við komum úr ólík- um áttum; Eyjó og Jakob höfðu verið í Tappa tík- arrass og ég í Grafík en við náðum vel saman. Við vorum líka óhræddir við að prófa eitthvað nýtt og spiluðum frá hjartanu, vorum óragir við það.“ Helgi hlakkar mikið til órafmögnuðu tónleikanna, sem ber upp á síðasta vetr- ardag. „Mörg laga okkar henta mjög vel fyrir órafmagnaða útsetningu og voru samin þannig. Í seinni tíð fórum við að spila meira á böllum en til að byrja með, fyrstu tvö árin eða svo, spiluðum við nánast eingöngu á tónleikum. Við fórum heilan túr um landið og spiluðum óraf- magnað, löngu áður en „Unplugged“ tónleikarnir komust í tísku á MTV. Plat- an Ég stend á skýi var samið órafmagn- að og ég hlakka mikið til að spila titil- lagið órafmagnað, auk laga á borð við Engil og Úlf.“ Sssól hefur legið í dvala undanfarin fimm ár en Helgi segir að hljómsveitin hafi aldrei hætt. „Við ákváðum að draga okkur í hlé þangað til við ættum nýtt efni og höfum svo verið hver í sínu horni úti um hvippinn og hvappinn. Núna eigum við slatta af nýju efni sem á bara eftir að taka upp og það er spurn- ing hvenær við finnum tíma til að gera það. Vonandi getum við fylgt tónleikun- um eftir með nýrri plðtu, því sem hljóm- sveit eigum við nóg eftir. Það má kannski segja að geymirinn gangi fyrir sólarorku.“ bergsteinn@frettabladid.is SÍðAN SKEiN Sól: á tuttugu ára afmæli í ár Gengur fyrir sólarorku síðan sKein sól Eyjólfur Jóhannesson, Helgi Björnsson og Jakob Smári Magnússon skipuðu sveitina frá upphafi og ingólfur Sigurðsson barði húðirnar fyrstu árin. helgi Björnsson Hlakkar til órafmögnuðu tónleikanna 18. apríl enda henta mörg lag- anna slíkri útsetningu. FRéTTABlAðið/VilHElM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.