Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 4
4 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR GenGið 01.03.2007 Gjaldmiðlar kaup sala Heimild: seðlabanki Íslands 119,5324 GenGisvísitala krónunnar 66,11 66,43 129,74 130,38 87,40 87,88 11,727 11,795 10,796 10,860 9,427 9,483 0,5594 0,5626 99,58 100,18 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr neyTenDAmál Samfylkingin vill lækka matvælaverð og önnur útgjöld heimilanna enn frekar. Í ályktun þingflokks Samfylkingar er lögð áhersla á að lækka megi matvælaverð tvöfalt meira með því að fella niður vörugjöld og lækka tolla í samráði við bændur. „Við fögnum lækkun matvælaverðs en vekjum athygli á því að ríkisstjórnin lofaði að lækkun á matvælaverði næmi sextán prósentum. Nú er komið fram að hún verður í besta falli í kringum tíu prósent. Baráttunni fyrir bættum hag heimilanna er því hvergi nærri lokið,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. Hann segir flokkinn einnig vilja lækka útgjöld heimilanna á öðrum sviðum. „Þessi ríkisstjórn hefur sett Evrópumet varðandi vexti og heimsmet í viðskiptahalla. Við viljum lagfæra þetta, bæta hagstjórnina og lækka verðbólguna.“ Auk þess leggur þingflokkurinn til að stimpil- og þinglýsingargjöld húsnæðislána verði afnumin og skorar á viðskiptabankana að lækka lántöku- og innheimtugjöld með það að markmiði að þau nemi ekki hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði bank- anna. - sþs samfylkingin ályktar um lækkun matvælaverðs og greiðslubyrði heimilanna: Gætum lækkað tvöfalt meira matvöruverslun meðal þess sem samfylking vill gera til að lækka matvælaverð enn frekar er niðurfelling vörugjalda og lækkun tolla í samráði við bændur. DómSmál Hæstiréttur dæmdi ummæli þess efnis að Bubbi Morthens væri fallinn dauð og ómerk í gær. Þar með staðfesti hann dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur vegna fyrirsagnar á forsíðu tímaritsins Hér og nú hinn 16. júní 2005. Garðar Örn Úlfarsson, blaða- maður og fyrrverandi ritstjóri Hér og nú, var dæmdur til þess að greiða Bubba 700 þúsund krónur í miskabætur auk einnar milljónar í málskostnað. Bótakrafa Bubba hljóðaði upp á tuttugu milljónir króna. Á forsíðu blaðsins var mynd af Bubba þar sem hann sat í bíl sínum með sígarettu í munninum, með fyrirsögninni „Bubbi fallinn!“. Í frétt inni í blaðinu var sagt að Bubbi væri fallinn á tóbaksbind- indi. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki hafi verið unnt að skilja for- síðufyrirsögnina öðruvísi en svo að fullyrt væri að Bubbi væri byrjað- ur að neyta fíkniefna, enda væri þorra þjóðarinnar kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum. Einnig sagði að Bubbi hefði mátt vænta þess að friðhelgi einka- lífs síns yrði virt, og sú friðhelgi hefði verið brotin með birtingu myndanna. „Til þess að eitthvað megi fara fyrir sjónir almennings þurfa myndirnar að eiga erindi til almennings,“ sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður eftir dóminn. „Það að taka mynd af umbjóðanda mínum inni í bílnum, við einkalífsathöfn [að reykja síg- arettu], átti ekki neitt erindi til almennings.“ Gísli Hall, lögmaður Garðars, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. „Miðað við þau dómafor- dæmi sem við höfum og það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu finnst mér Hæstiréttur ganga langt í því að takmarka það sem á að heita frjáls fjölmiðlun,“ segir hann. „Það er dapurlegt að dómarar Hæstaréttar skuli velja að teygja sig svona langt til að koma á fram- færi skilaboðum um sinn persónu- lega smekk,“ segir Garðar Örn, sem nú starfar sem blaðamaður á Fréttablaðinu. „Þessi niðurstaða stenst naumast fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu því hér eru lagðar línur um að hefta útgefend- ur og blaðamenn á Íslandi með alveg óviðunandi hætti.” Ummæli um Bubba dæmd dauð og ómerk Ummæli um Bubba á forsíðu Hér og nú voru dæmd ómerk í Hæstarétti í gær. Fyrrverandi ritstjóri greiðir 700 þúsund krónur í bætur. „Átti ekki erindi til almenn- ings,“ segir lögmaður Bubba. „Langt gengið í takmörkun,“ segir lögmaður ritstjóra. Formaður blaðamannafélags: tvíræðni blaða- manna bönnuð arna schram, formaður blaða- mannafélagsins, segist hafa áhyggjur af þessum dómi. „er Hæstiréttur að segja að blaðamenn megi ekki leika sér með tvíræðni? Telst maður friðhelgur fyrir ljósmyndurum inni í bíl? Hvernig metur Hæstiréttur hvað á erindi til almennings og hvað ekki?“ Hún segir að ekki verði betur séð en að Hæstiréttur sé með þessum dómi sínum að hefta frelsi blaðamanna við störf sín og það finnist henni dapurlegt. - mh ÞýSkAlAnD, Ap Þjóðverji á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa nauðgað og myrt níu ára dreng fyrir tæpri viku. Hann reyndi að svipta sig lífi og liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Drengurinn, Mitja Hofman, var á leið heim til sín með sporvagni þegar maðurinn, Uwe Kolbing, settist við hliðina á honum. Drengurinn fór með Kolbing úr vagninum og spurðist ekki til hans eftir það. Lík drengsins fannst á laugardagsmorgun í garði sem Kolbing sótti tíðum. Kolbing fannst síðan stórslasaður eftir að hafa stokkið fyrir sporvagn. - sþs Handtaka í leipzig: Barnaníðingur stökk fyrir lest DómUR Skoð- AðUR Bubbi morthens og lögmaður hans, sigríður rut Júlí- usdóttir, skoða dóm Héraðsdóms reykjavíkur sem féll í lok mars á síðasta ári. Dómurinn var staðfestur af Hæstarétti í gær. UmhveRFiSmál Efnablandan sem nú er dreift um götur borgarinn- ar til að binda svifryk er tuttugu prósenta magnesíumklórlausn og því hættulaus. Efnið er náskylt natríumklóríði og í matvælaiðn- aði hefur magnesíumklóríð helst verið notað til að lækka natríum- innihald matvæla. Saltblandan er sex sinnum dýrari en venjulegt salt, sem annars er dreift á götur borgar- innar. Kostnaðurinn er rúmlega 42.000 krónur á tonnið. Á síðustu fjórum sólarhringum hefur 25 tonnum af blöndunni verið dreift með ágætum árangri því mælingar sýna umtalsvert minna svifryk en áður við svipaðar aðstæður. -shá svifryksmengun: Rykbinding er umhverfisvæn rykBinDinG á sæBraut 25 tonnum af efnablöndunni hefur verið dreift undan- farna fjóra daga. fréTTaBlaðið/Gva FjÖlmiðlAR Kristján Már Unnars- son fréttamaður hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Kristján Már tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni sem hefur tekið við starfi ritstjóra visir.is. Sigmundur Ernir Rúnarsson er sem áður fréttastjóri Stöðvar 2. Kristján Már starfaði sem fréttamaður á Stöð 2 frá 1988 en hann hóf fjölmiðlaferil sinn á Dagblaðinu árið 1980. - sþs Breytingar hjá stöð 2: Kristján Már varafréttastjóri heilbRiGðiSmál Samningur um bólusetningaskrá sóttvarnalæknis var undirritaður í gær af Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráð- herra, Haraldi Briem sóttvarna- lækni og Garðari Má Birgissyni, framvæmdastjóra TM Software. Með bólusetningaskrá má fá ýmsar tölulegar upplýsingar um fjölda bólusetninga um land allt og meta hættu á útbreiðslu sjúkdóma, sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu. Einnig geta læknar flett upp bólusetningum einstaklinga á heilsugæslustöðvum. - kóþ samstarf í heilbrigðismálum: Bólusetningar samræmdar UmhveRFiSmál Þegar framkvæmd- ir voru stöðvaðar í Heiðmörk á dögunum, brugðu stjórnendur Klæðningar ehf. á það ráð að senda vélarnar og mannskapinn til að efla þá vinnuhópa sem koma að gerð lagnarinnar hinum megin frá. Nú vinna fleiri menn frá Klæðningu að gerð lagnarinnar við Vífilsstaðavatn í landi Garðabæjar, en þar var áður hópur til staðar. Um tvö aðskilin verk og útboð mun vera að ræða, en lagnirnar munu eiga að tengjast. - kóþ Heiðmerkurframkvæmdin: Haldið áfram hinum megin GarðaBæJarlöGnin Hér er grafið við veginn fyrir ofan vífilsstaðavatn, hjá skógræktarsvæðinu við smalaholt. fréTTaBlaðið/villi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.