Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 62
 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR30 Send­ið okkur línu Við hvetj­um lesend­ur til að send­a okkur línu og leggj­a orð í belg um mál­ efni líðand­i stund­ar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstj­órn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild­. Áskilinn er réttur til leiðrétt­ inga og til að stytta efni. umræðan Uppeldismál Síbyljan segir: Börn eru meira og minna í skólastofnunum allan sinn vökutíma. Síbyljan segir: Börnin eru afgangsstærð í lífsgæðakapphlaupi foreldranna. Síbyljan segir: Leik- og grunn- skólakennarar bera sífellt meiri ábyrgð á uppeldi og menntun barna. En síbyljan segir ekki satt. Málþroski tekur sér hvorki helgarfrí, jólafrí né sumarfrí. Það er forvitnilegt að reikna út hve stóran hluta af árlegum vöku- tíma sínum fimm ára gamalt barn er í leikskólanum og tíu ára og fjórtán ára gamalt barn í grunn- skóla (miðað við tilteknar for- sendur varðandi svefn og fjölda skóladaga). Fimm ára barnið er tæplega 35% af vökutímanum í leikskólanum. Tíu ára barnið er tæplega 20% af vökutímanum í grunnskóla og fjórtán ára barnið er rúmlega 20%. Þetta eru blá- kaldar staðreyndir. Það er því einfaldlega ekki rétt þegar sagt er að leik- og grunnskólabörn verji megninu af vökutíma sínum í skóla. Foreldrar gegna mjög mikil- vægu hlutverki í uppeldi og menntun barna. Það dýrmætasta sem foreldrar geta gefið börnum sínum er tími og því skiptir miklu máli hvernig fjölskyldan ver frí- tíma barnanna. Það er öllum hollt að spyrja sig: Hvaða veganesti gefur frístundaiðkun og sam- skipti fjölskyldunnar börnunum? Er tímanum varið til þess að stuðla að auknum mál-, vitsmuna- , siðferðis-, félags- og líkams- þroska barnanna? Að sjálfsögðu ber starfsfólk skóla einnig ábyrgð á uppeldi og menntun æskunnar. Íslenskar fjölskyldur eru heppnar að hér eru afburðagóðir skólar jafnt á leik- og grunnskólastigi. Í íslenska skólakerfinu starfa fag- menn sem gera sitt besta til þess að börnin njóti sín og þroskist í námi, starfi og leik. En verum þess minnug að börnin okkar verja minni tíma í skólum en virðist við fyrstu sýn. Það er inni- haldslaus frasi að börnin okkar verji lunganum af vökutímanum í skólum. Stærstan hluta vöku- tímans eru börnin á ábyrgð og í umsjón foreldra sinna. Við vitum að foreldrar sinna uppeldishlut- verki sínu af alúð og gera sitt besta til þess að hlúa að menntun og þroska barna sinna. Þið vitið að ábyrgðin er ykkar. Látið engan telja ykkur trú um annað. Helgi er skólastjóri Sjálands- skóla í Garðabæ og Sigrún er leikskólastjóri á Hofi í Reykja- vík. Hver ber ábyrgð á börnunum? Árleg Skólad­völ barna 5 ára barn í leikskóla* Tímar Hlutfall Tímar í sólarhring á ári 8.760 Svefn á sólarhring 10 klst. 3.650 Árlegur vökutími 5.110 Leikskóli 222 d­agar í 8 klst. 1.776 34,76% Á ábyrgð og í umsj­ón foreld­ra 3.334 65,24% * Barnið er alla virka daga í leikskólanum, að frádregnum 4 vikum í sumarleyfi og 4 skipulagsdögum. Barnið tekur tvo auka frídaga um jól. 1. maí og 17. júní eru á virkum degi. 10 ára barn í grunnskóla* Tímar Hlutfall Tímar í sólarhring á ári 8.760 Svefn á sólarhring 9 klst. 3.285 Árlegur vökutími 5.475 Grunnskóli 180 d­agar í 6 klst. 1.080 19,73% Á ábyrgð og í umsj­ón foreld­ra 4.395 80,27% * Barnið er 180 virka daga í grunnskóla. Engir skertir dagar (í flestum tilvikum eru þeir í reynd 4-10) 14 ára barn í grunnskóla* Tímar Hlutfall Tímar í sólarhring á ári 8.760 Svefn á sólarhring 8 klst. 2.920 Árlegur vökutími 5.840 Grunnskóli 180 d­agar í 6,5 klst. 1.170 20,03% Á ábyrgð og í umsj­ón foreld­ra 4.670 79,97% * Barnið er 180 virka daga í grunnskóla. Engir skertir dagar (í flestum tilvikum eru þeir í reynd 8-10) Helgi grímSSon Sigrún Sigurðard­óTTir umræðan Kjaramál Í nóvember á liðnu ári var haft eftir þér sem nýjum formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga að þú vildir bæta samskipti sveitarfélaga og grunnskóla- kennara. Þú vildir aðskilja launaviðræður frá umræð- um um gæði og innihald skólastarfs, taka upp nánara samstarf við skólana og eyða um leið þeim sárindum sem urðu við síðustu kjarasamninga kennara. Núna nokkrum mánuðum síðar hafa viðræður um leiðréttingu launa grunnskólakennara með hliðsjón af ákvæði í kjarasamningi siglt í strand en í þessu ákvæði segir: „Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skóla- kerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi til- efni til viðbragða og ákveða ráðstafanir sem þeir verða sammála um.“ Grunnskólakennarar reyndu í heilt ár að fá fram viðræður en ekkert gekk. Aðkoma ríkissáttasemjara hafði ekkert að segja. Launanefnd sveitarfélaga hefur boðið 0,75% hækkun ofan á umsamda 2,25% hækkun 1.1. 2007 en verðbólga hefur verið 6.5% yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans í nóvember 2004 , fyrir tímabilið frá nóvember 2004 til nóvember 2006. Í desember 2006 voru meðaldagvinnulaun grunn- skólakennara um 30.000 kr. lægri en hjá leikskóla- kennurum og hátt í 50.000 kr. lægri en hjá framhalds- skólakennurum. Þessar viðmiðunarstéttir höfðu hækkað langt umfram grunnskólakennara þó þær séu örugglega ekkert ofsælar af sínu. Þá má og benda á að launavísitala opinberra starfsmanna hefur hækkað um 11,3% fyrstu 11 mánuði ársins 2006. Á sama tíma hækkuðu laun grunnskólakennara um 2,5%. Þetta er kannski dálítil talnasúpa en ekki þarf annað en að skoða byrjunarlaun grunnskólakennara til að sjá alvöru málsins en þann 1. janúar sl. námu þau 198.741. Þetta eru laun fyrir nýútskrifaðan kenn- ara eftir 3 ára háskólanám. Það er gríðarleg óánægja hjá grunnskólakennur- um með þessa þróun. Þessi óánægja snýst ekki síst um að því er virðist algert tómlæti sveitarstjórnar- manna sem bera fyrir sig sína eigin launanefnd og segjast ekkert geta gert. Þessi óánægja er mikið áhyggjuefni. Hún veldur því að los kemur á kennara sem þá hverfa til annarra starfa hver sem betur getur. Það vantar ekkert upp á fínu samþykktirnar og ályktanirnar sérstaklega fyrir kosningar þegar talað er um menntamál. Þannig segir t.a.m. í skólastefnu Kópavogsbæjar sem er eitt af stærri sveitarfélögum landsins: „Almenn samstaða ríkir um mikilvægi góðs menntakerfis fyrir farsæld einstaklingsins og sam- félagsins í heild. Sýnt hefur verið fram á með óyggj- andi rökum að vaxandi velmegun og lífsánægja almennings hefur haldist í hendur við bætt tækifæri til menntunar. Skólayfirvöld í Kópavogi leggja ríka áherslu á að grunnskólar bæjarins séu í farar- broddi...“ Það virðist ljóst af þessum orðum að þeir sem eiga að sjá um að stuðla að vaxandi velmegun og lífs- ánægju almennings sem og farsæld einstaklingsins séu ekki mikils virði þegar kemur til launa. Næsta haust verður hægt að segja upp kjarasamn- ingi grunnskólakennara sem yrðu þá að öllu óbreyttu lausir um áramót. Sé tekið mið af undanfarandi við- ræðum (eða viðræðuleysi) er ekkert á þessari stundu sem bendir til annars en að sami leikurinn endurtaki sig þ.e. verkfall, óánægja og flótti úr stéttinni sem þegar er vaxandi. Kennarar eru yfirleitt hugsjónafólk sem vill hag nemenda sinna sem mestan. Það virðist því miður ekki hægt að segja það sama um sveitarstjórnarmenn sem með framgöngu sinni virðast vera að koma þeim skilaboðum á framfæri að grunnskólakennar séu lít- ils virði og þar með það starf sem þeir vinna því þar verður varla skilið á milli. Kæri Halldór, í framhaldi þessa langar okkur að spyrja þig nokkurra spurninga sem við vonumst til að þú svarir. 1. Hvernig hyggst þú og þín samtök eyða þeim sár- indum sem urðu við síðustu kjarasamninga kenn- ara? 2. Ert þú ánægður með að launanefnd sveitarfé- laga skuli ekki ljá máls á leiðréttingu launa miðað við verðbólgu og kjaraþróun þrátt fyrir ákvæði þar um ? 3. Hvers vegna er hægt að semja við aðra svipaða eða sambærilega hópa um launabætur en ekki þegar kemur að grunnskólakennurum? (Ekki bera fyrir þig kostnaðarhækkanir sem ekkert hafa með laun grunn- skólakennara að gera). 4. Hvernig áætla sveitarstjórnarmenn að laða að ungt hæfileikafólk til kennslu þegar byrjunarlaunin ná ekki 200 þús. kr. á mánuði? 5. Er menntun barnanna okkar lítils virði? Almennur kennarafundur Digranesskóla. Opið bréf til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga umræðan Málefni innflytjenda Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslensk- ur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árás- um og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnu- markaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélags- ins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjáls- lynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjáls- lyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknar- flokknum laug upp á mig ummæl- um sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Mennta- skólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þing- maður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendinga- ráðs. Hún sakaði formann Frjáls- lynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í land- inu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum til- efni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þess- um meiningum ein- hvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skyn- samlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Fram- sóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á blogg- síðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í inn- flytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavík- urborgar væri látinn rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með ein- hverjum hætti? Hvar eru fjölmiðl- ar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttinda- nefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjöl- miðlar spili frekar undir vitleys- unni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jóns- son, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokk- urinn höfðaði til minnipokakennd- ar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaða- maður erlendra frétta í Morgun- blaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokkn- um hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaða- mennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður. Ásakanir í garð Frjálslynda flokksins Sigurjón ÞórðarSon Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykja- víkurborgar væri látinn rök- styðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Það er gríðarleg óánægja hjá grunnskólakenn- urum með þessa þróun. Þessi óánægja snýst ekki síst um að því er virðist algert tómlæti sveitarstjórnarmanna sem bera fyrir sig sína eigin launanefnd. OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 2. mars ALLIR VELKOMNIR - HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 Dagskrá: ::: Áhrif veiða og sleppa á laxastofna og veiðitölur Guðni Guðbergsson frá veiðimálastofnun ::: Veiðistaðalýsing – Flugu- og maðveiðistaðir Elliðaánna ::: Hilmar Hansson – Rússlandsveiði í Yokonga ::: Myndagetraunin sívinsæla ::: Happahylurinn gjöfuli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.