Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 515 7506, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGjuM FRÉTTIR SMáAuGLýSINGASÍMINN ER 550 5000 Nú er dollarinn alveg fáránlega lágur. 66 krónur, þegar þetta er skrifað. Í fyrravor fór hann yfir 80-kall og allt fór til fjandans. Verslanir hækkuðu verð, bíómið- inn hækkaði og bensínið náttúr- lega. Allt útaf háu gengi dollarans. Það var míníkreppa í fyrravor. Í DAG er andkreppa. Engin kreppa. Allir í góðu stuði en eng- inn lækkar neitt. Jú, reyndar lækkaði sumt í gær, en það var útaf virðisaukaskattslækkun, ekki lágum dollara. Af hverju var ekki löngu búið að lækka allt um leið og dollarinn og evran lækkaði? VIÐ Íslendingar erum samtaka þegar kemur að yfirlýsingum um að klám sé vont, glæpamenn eigi að fara í fangelsi og að barnaníð- ingar séu vondir. Við erum hópsál- ir í siðgæðismálum. En handónýt í neytendabaráttu. SAMT eru staðreyndirnar marg- tuggnar af formanni Neytenda- samtakanna þegar hann talar í fréttunum. En þá er enginn að hlusta. Vegna þess að formaður Neytendasamtakanna talar svo hægt. Það er enginn æsingur í honum. Maður sofnar áður en hann hefur lokið máli sínu. ÞAÐ er ekki við hann að sakast, blessaðan. Hann er bara birtingar- mynd ástandsins. Hann er eins og við. Þótt við höldum að það sé verið að svindla á okkur gerum við ekkert í því. Við nennum því ekki. Við erum seinþreytt til vand- ræða og förum okkur hægt þegar kemur að því að mótmæla. OkkuR finnst líka eitthvað kjánalegt við mótmæli. Sjáum nú bara fríkin á Kárahnjúkum. Gríð- arlega asnalegt lið í lopapeysum étandi grænmetissúpu. Við viljum ekki vera eins og þau. Þá er nú skárra að sleppa þessu og borga nokkrum krónum meira fyrir vör- una. AÐ vera Íslendingur gengur voða mikið út á það að fá lítið fyrir mikið. Við vinnum meira en aðrar þjóðir og fáum hlutfallslega minna fyrir. Og við borgum mikið fyrir lítið. Því þurfum við að vinna þess meira. ÞETTA er okkar eigið sjálfskap- arvíti. Minna framboð, meiri eftir- spurn, borga meira. Eftirspurnin er okkar vegna þess að við erum svo samtaka í neyslunni. Við erum líka samtaka í að taka lán og með því hækka vextirnir. Þetta er allt okkur að kenna. Er einhver séns á að við verðum einhvern tímann samtaka um að kaupa ekkert nema brýnustu nauðsynjar? Ég held ekki. Samtaka nú flugfelag.is / s. 570 3030 Grænland Sumartilboð á netinu Bókunartímabil 1. mars - 30. apríl. Þrír áfangastaðir - sama flugfargjald 32,900 krónur* Nuuk / Nuuk Seamens Home http://www.soemandshjem.gl/nuuk/gl/ / Hotel Hans Egede www.hhe.gl / Nuuk Tourism http://www.nuuk-tourism.gl/ Narsarsuaq / Hotel Narsarsuaq http://www.airporthotels.gl/ / Blue Ice Hostal and Excursions www.blueice.gl / Destination South Greenland www.southgreenland.gl Kulusuk / Hotel Kulusuk http://www.arcticwonder.com/ Hótelgisting Nuuk Reykjavík Narsarssuaq usuk *Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar. Grænland er spennandi ævintýraheimur fyrir þá sem vilja kynnast einstæðri menningu nágranna okkar í vestri og njóta stórkostlegrar náttúrufegurðar á sólríkum sumardögum. Ferðatímabil , jún, júl, ágú, sep. Til Nuuk er flogið frá Keflavík. MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.