Fréttablaðið - 02.03.2007, Page 88

Fréttablaðið - 02.03.2007, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 515 7506, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGjuM FRÉTTIR SMáAuGLýSINGASÍMINN ER 550 5000 Nú er dollarinn alveg fáránlega lágur. 66 krónur, þegar þetta er skrifað. Í fyrravor fór hann yfir 80-kall og allt fór til fjandans. Verslanir hækkuðu verð, bíómið- inn hækkaði og bensínið náttúr- lega. Allt útaf háu gengi dollarans. Það var míníkreppa í fyrravor. Í DAG er andkreppa. Engin kreppa. Allir í góðu stuði en eng- inn lækkar neitt. Jú, reyndar lækkaði sumt í gær, en það var útaf virðisaukaskattslækkun, ekki lágum dollara. Af hverju var ekki löngu búið að lækka allt um leið og dollarinn og evran lækkaði? VIÐ Íslendingar erum samtaka þegar kemur að yfirlýsingum um að klám sé vont, glæpamenn eigi að fara í fangelsi og að barnaníð- ingar séu vondir. Við erum hópsál- ir í siðgæðismálum. En handónýt í neytendabaráttu. SAMT eru staðreyndirnar marg- tuggnar af formanni Neytenda- samtakanna þegar hann talar í fréttunum. En þá er enginn að hlusta. Vegna þess að formaður Neytendasamtakanna talar svo hægt. Það er enginn æsingur í honum. Maður sofnar áður en hann hefur lokið máli sínu. ÞAÐ er ekki við hann að sakast, blessaðan. Hann er bara birtingar- mynd ástandsins. Hann er eins og við. Þótt við höldum að það sé verið að svindla á okkur gerum við ekkert í því. Við nennum því ekki. Við erum seinþreytt til vand- ræða og förum okkur hægt þegar kemur að því að mótmæla. OkkuR finnst líka eitthvað kjánalegt við mótmæli. Sjáum nú bara fríkin á Kárahnjúkum. Gríð- arlega asnalegt lið í lopapeysum étandi grænmetissúpu. Við viljum ekki vera eins og þau. Þá er nú skárra að sleppa þessu og borga nokkrum krónum meira fyrir vör- una. AÐ vera Íslendingur gengur voða mikið út á það að fá lítið fyrir mikið. Við vinnum meira en aðrar þjóðir og fáum hlutfallslega minna fyrir. Og við borgum mikið fyrir lítið. Því þurfum við að vinna þess meira. ÞETTA er okkar eigið sjálfskap- arvíti. Minna framboð, meiri eftir- spurn, borga meira. Eftirspurnin er okkar vegna þess að við erum svo samtaka í neyslunni. Við erum líka samtaka í að taka lán og með því hækka vextirnir. Þetta er allt okkur að kenna. Er einhver séns á að við verðum einhvern tímann samtaka um að kaupa ekkert nema brýnustu nauðsynjar? Ég held ekki. Samtaka nú flugfelag.is / s. 570 3030 Grænland Sumartilboð á netinu Bókunartímabil 1. mars - 30. apríl. Þrír áfangastaðir - sama flugfargjald 32,900 krónur* Nuuk / Nuuk Seamens Home http://www.soemandshjem.gl/nuuk/gl/ / Hotel Hans Egede www.hhe.gl / Nuuk Tourism http://www.nuuk-tourism.gl/ Narsarsuaq / Hotel Narsarsuaq http://www.airporthotels.gl/ / Blue Ice Hostal and Excursions www.blueice.gl / Destination South Greenland www.southgreenland.gl Kulusuk / Hotel Kulusuk http://www.arcticwonder.com/ Hótelgisting Nuuk Reykjavík Narsarssuaq usuk *Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar. Grænland er spennandi ævintýraheimur fyrir þá sem vilja kynnast einstæðri menningu nágranna okkar í vestri og njóta stórkostlegrar náttúrufegurðar á sólríkum sumardögum. Ferðatímabil , jún, júl, ágú, sep. Til Nuuk er flogið frá Keflavík. MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.