Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 8
8 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR
Veistu sVarið?
1. Hvað heitir málverkið eftir
Kjarval sem var selt fyrir metfé?
2. Hvað heitir forsætisráðherra
Ítalíu?
3. Á hvað metur skógræktin
tjónið í Heiðmörk?
sVör á síðu 54
KAUpmAnnAhÖFn Allt logaði í átök-
um í Kaupmannahöfn í gær eftir
að lögreglan hóf að rýma Ung-
dómshúsið á Norðurbrú, sem ára-
tugum saman hefur verið vinsæll
samkomustaður unga fólksins í
Kaupmannahöfn.
Þúsundir manna mótmæltu
rýmingu hússins, köstuðu múr-
steinum og öðru lauslegu í lög-
regluna og héldu mótmælin áfram
allt fram á kvöld víða um borgina,
einkum þó á Norðurbrú. Mikill
mannfjöldi hafði safnast saman á
Nørrebrogade síðdegis og víða
voru götubardagar þar sem lög-
reglan beitti meðal annars tára-
gasi. Seint í gærkvöld var síðan
boðað til mótmælafundar á Ráð-
hústorginu og var lögreglan við-
búin átökum þar.
Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig
til mótmælafunda í gær, meðal
annars í Stokkhólmi og Gauta-
borg, til þess að lýsa stuðningi við
félaga sína í Danmörku.
Meira en hundrað manns höfðu
verið handteknir í Kaupmanna-
höfn síðdegis í gær og þrír höfðu
þurft að fá læknisaðstoð, þar á
meðal þýskur ríkisborgari á þrí-
tugsaldri sem var barinn í höfuðið
og fluttur á sjúkrahús.
Hópur manna var í húsinu
þegar hryðjuverkavarnadeild lög-
reglunnar mætti á staðinn stuttu
fyrir klukkan sjö í gærmorgun.
Nokkrir lögreglumenn sigu niður
úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því
að sprauta vatni með háþrýstislöng-
um á mannfjöldann sem safnaðist
að húsinu.
Verslanir og fyrirtæki í næsta
nágrenni við húsið höfðu varann á
og voru spjöld víða negld fyrir
glugga.
Ungdomshuset, eða Ungeren,
var upphaflega reist sem alþýðu-
hús í lok 19. aldar en hafði staðið
ónotað í nokkra áratugi þegar
borgaryfirvöld ákváðu árið 1982
að afhenda húsið ungu fólki til
afnota.
Fyrir sex árum var húsið hins
vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaup-
mannahöfn, sem síðan hefur bar-
ist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga
fólkið vildi þó ekki yfirgefa það
fyrr en annað sambærilegt hús
hefði fengist í staðinn á sömu slóð-
um.
Á síðasta ári voru síðan felldir
tveir dómsúrskurðir í þessu deilu-
máli og var unga fólkinu gert að
rýma húsið ekki síðar en 16.
desember síðastliðinn. Sá frestur
leið án þess að nokkuð gerðist fyrr
en í gær, þegar lögreglan sendi
hryðjuverkavarnadeild sína á
vettvang til að rýma húsið.
Kaupendurnir reiknuðu með
því að fá aðgang að húsinu strax í
gær til þess að meta ástand þess,
að því er fram kemur í dagblaðinu
Politiken, en gátu ekki svarað því
hvernig húsið yrði nýtt.
Lögreglan í Kaupmannahöfn
vill hins vegar, samkvæmt Jót-
landspóstinum, að húsið verði
jafnað við jörðu sem allra fyrst.
gudsteinn@frettabladid.is
Hörð átök
á Norðurbrú
Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að
lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú.
allt logandi í illdeilum Fólk ætlaði sér greinilega ekki að láta lögregluna taka
Ungdómshúsið átakalaust. Fréttablaðið/teitUr
átök Götubardagar geisuðu víða í fyrra-
kvöld. Þúsundir manna köstuðu öllu
lauslegu í lögregluna. Fréttablaðið hari
Hita og njóta
Nú getur þú framreitt ljúffenga súpu frá Knorr úr úrvals hráefni á
augabragði. Tilvalin í forrétt eða sem hressandi aðalréttur fyrir tvo.
Hún er tilbúin – bara að hita og njóta!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
0
2
3
5
STjóRnmál Framsóknarflokkurinn stefnir að því að
fækka ráðuneytum úr fjórtán í tíu og að gerð verði
sérstök jarðgangaáætlun óháð samgönguáætlun.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í 56 ítarlegum
ályktunum sem dregnar hafa verið upp fyrir 29.
flokksþing framsóknarmanna um helgina.
Framsóknarflokkurinn vill skýrari verkaskipt-
ingu í Stjórnarráðinu og að verkaskipting ráðuneyta
taki tillit til samfélags- og atvinnuhátta. Einnig að
tryggja við kosningar til Alþingis persónukjör og
vægi kjósenda við röðun á lista og fjölga kjördæm-
um til að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa
og kjósenda. Í ályktunum um atvinnu-, mennta- og
byggðamál segir að hafist verði handa við að gera
sérstaka jarðgangaáætlun sem ekki hafi áhrif á
samgönguáætlun og jarðgangagerð verði á tveimur
til þremur stöðum í einu, ár eftir ár í einn til tvo
áratugi. Einnig er vilji til að farið verði í átak til að
eyða svörtum blettum í vegakerfi landsins.
Einnig má nefna tillögur um að tekjur til lág-
marksframfærslu séu ekki skattlagðar, heimilt verði
að veiða hvali áfram, sveitarfélögin taki yfir
framhaldsskólastigið, fæðingarorlof verði lengt í tólf
mánuði og tryggja eigi fjármagn til refa- og minka-
eyðingar á landinu. - shá
56 ályktanir verða lagðar fyrir 29. flokksþing framsóknarmanna um helgina:
Vilja fækka ráðuneytum í tíu
Formannaskipti
Þingið um helgina er
framhald 29. flokks-
þings framsóknar-
manna. Í fyrra var blás-
ið til þings til að skipta
um forystusveit.
Fréttablaðið/valli
STóRIÐjA Störfum í Hafnarfirði
mun fjölga verulega komi til
stækkunar álvers Alcan í
Straumsvík. Starfsmönnum Alcan
mun fjölga um rúmlega þrjú
hundruð en fyrir hvert eitt starf
sem skapast í álverinu verða til
2,4 afleidd störf. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Samtökum
atvinnulífsins (SA).
Bein afleidd störf í Hafnarfirði
verða um fimm hundruð eftir
stækkun. Áætlað er að viðskipti
Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði
rúmlega tvöfaldist og nemi um
þremur og hálfum milljarði króna
á ári eftir stækkun. - ifv
Samtök atvinnulífsins:
300 nýir starfs-
menn hjá Alcan