Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 8
8 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR Veistu sVarið? 1. Hvað heitir málverkið eftir Kjarval sem var selt fyrir metfé? 2. Hvað heitir forsætisráðherra Ítalíu? 3. Á hvað metur skógræktin tjónið í Heiðmörk? sVör á síðu 54 KAUpmAnnAhÖFn Allt logaði í átök- um í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ung- dómshúsið á Norðurbrú, sem ára- tugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múr- steinum og öðru lauslegu í lög- regluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lög- reglan beitti meðal annars tára- gasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráð- hústorginu og var lögreglan við- búin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gauta- borg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmanna- höfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrí- tugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lög- reglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöng- um á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðu- hús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaup- mannahöfn, sem síðan hefur bar- ist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóð- um. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilu- máli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jót- landspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst. gudsteinn@frettabladid.is Hörð átök á Norðurbrú Stríðsástand ríkti í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hafði rýmt Ungdómshúsið á Norðurbrú. allt logandi í illdeilum Fólk ætlaði sér greinilega ekki að láta lögregluna taka Ungdómshúsið átakalaust. Fréttablaðið/teitUr átök Götubardagar geisuðu víða í fyrra- kvöld. Þúsundir manna köstuðu öllu lauslegu í lögregluna. Fréttablaðið hari Hita og njóta Nú getur þú framreitt ljúffenga súpu frá Knorr úr úrvals hráefni á augabragði. Tilvalin í forrétt eða sem hressandi aðalréttur fyrir tvo. Hún er tilbúin – bara að hita og njóta! F í t o n / S Í A F I 0 2 0 2 3 5 STjóRnmál Framsóknarflokkurinn stefnir að því að fækka ráðuneytum úr fjórtán í tíu og að gerð verði sérstök jarðgangaáætlun óháð samgönguáætlun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í 56 ítarlegum ályktunum sem dregnar hafa verið upp fyrir 29. flokksþing framsóknarmanna um helgina. Framsóknarflokkurinn vill skýrari verkaskipt- ingu í Stjórnarráðinu og að verkaskipting ráðuneyta taki tillit til samfélags- og atvinnuhátta. Einnig að tryggja við kosningar til Alþingis persónukjör og vægi kjósenda við röðun á lista og fjölga kjördæm- um til að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa og kjósenda. Í ályktunum um atvinnu-, mennta- og byggðamál segir að hafist verði handa við að gera sérstaka jarðgangaáætlun sem ekki hafi áhrif á samgönguáætlun og jarðgangagerð verði á tveimur til þremur stöðum í einu, ár eftir ár í einn til tvo áratugi. Einnig er vilji til að farið verði í átak til að eyða svörtum blettum í vegakerfi landsins. Einnig má nefna tillögur um að tekjur til lág- marksframfærslu séu ekki skattlagðar, heimilt verði að veiða hvali áfram, sveitarfélögin taki yfir framhaldsskólastigið, fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og tryggja eigi fjármagn til refa- og minka- eyðingar á landinu. - shá 56 ályktanir verða lagðar fyrir 29. flokksþing framsóknarmanna um helgina: Vilja fækka ráðuneytum í tíu Formannaskipti Þingið um helgina er framhald 29. flokks- þings framsóknar- manna. Í fyrra var blás- ið til þings til að skipta um forystusveit. Fréttablaðið/valli STóRIÐjA Störfum í Hafnarfirði mun fjölga verulega komi til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík. Starfsmönnum Alcan mun fjölga um rúmlega þrjú hundruð en fyrir hvert eitt starf sem skapast í álverinu verða til 2,4 afleidd störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins (SA). Bein afleidd störf í Hafnarfirði verða um fimm hundruð eftir stækkun. Áætlað er að viðskipti Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði rúmlega tvöfaldist og nemi um þremur og hálfum milljarði króna á ári eftir stækkun. - ifv Samtök atvinnulífsins: 300 nýir starfs- menn hjá Alcan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.