Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 50
„Á föstudagskvöldið ætla ég að bregða á leik með Vinum vors og blóma fyrir FSU. Ætli við strákarnir fáum okkur ekki humar á veitingastaðnum Við fjöruborðið áður. Á laugardaginn ætla ég út að hjóla með gríslingunum mínum, ferðin endar sennilega á heitu kakói og Pétri Pan. Sunnudags- morgunn fer í andleg málefni fyrir hádegi, bakstur og að lokum í að undirbúa annasama viku.“ Bergsveinn Árilíusson söngvari „Ég ætla að halda upp á afmæli ellefu ára sonar míns í Keiluhöllinni. Reynslan hefur sýnt mér að Keiluhöllin í Öskjuhlíð er staðurinn fyrir krakka til að skemmta sér. Þar spila þeir keilu, fá pitsu og upplifa eintóma gleði. Hef haldið afmælisveislu þar áður og aldrei upplifað aðra eins hamingju bæði hjá gestunum og afmælisbarninu. Klikkar ekki.“ Ellý Ármanns þula „Ég er eiginlega ekki búin að ákveða hvað ég geri um helgina en ég reikna með að borða góðan mat og hitta fjölskyldu og vini. En annars væri gaman ef eitthvað óvænt kæmi upp.“ Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona „Um helgina ætla ég að byrja á að mæta í vinnuna á laugardaginn, en þá er ég að vinna í enska boltanum á SkjáSport. Eftir vinnu ætla ég að skella mér upp í sumarbústað og slaka á uppi í sveit. Fer örugglega í göngutúr, ef það er gott veður, elda góðan mat, spila og eitthvað kósí. Það er svo gott að vera í sveitinni.“ Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir BLS. 14 | sirkus | 2. maRS 2007 n Hvað á að gera um helgina? „Ég mæli með La Primavera veitingahúsi sem býður ítalskan mat á heimsmæli- kvarða. Nú þegar Food and Fun stendur sem hæst er tilvalið að bregða sér af bæ og prófa ítalskt eldhús hjá Leifi og gestakokkinum sem þar verður. Nammi namm.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrv. borgarstjóri „Ég mæli með Pétri Gaut, sýningu Þjóðleikhússins, væri gaman að sjá hana líka á ensku! Einnig mæli ég með Berlínarborg, kvikmyndinni Babel, alkemistanum eftir Paulo Coelho og íslenskum hestaferðum. Enn fremur mæli ég sterklega með því að gleðjast yfir því smáa, hugsa fallega til náungans og að finna hamingjuna innra með sér.“ Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður „Ég mæli með að allir drífi sig í Hafnarfjarðarleikhúsið að sjá abbababb. Þetta er stórskemmtileg sýning, fjörug og fyndin, og höfðar ekki síður til fullorðinna. Frábær skemmtun.“ Tinna Hrafnsdóttir leikkona „Ég mæli með tígrisrækjunum á Thorvaldsen, ótrúlega ljúffengar og góðar í munn og maga – mæli með því að allir verði hættir að reykja fyrir reykbann í sumar og að lokum mæli ég með því að allir skelli sér á leikritið Bar par sem sýnt er á Nasa.“ Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona Þ að má kannski segja að Regína sé komin á gelgjuskeiðið og sé frekar illa haldin,“ segir Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í söngleiknum Sextán sem nemendamótsnefnd Verslunarskóla Íslands stendur fyrir. Sigurbjörg Alma er Íslendingum að góðu kunn en hún lék Regínu í samnefndri söngva- og dansamynd. „Regína var frumsýnd fyrir sex árum,“ segi Sigurbjörg Alma sem var tíu að verða ellefu þegar hún lék Regínu. Nú er hún hins vegar að verða sautján og komin í framhaldsskóla. „ Í Regínu lék ég lék eiginlega á móti leikaralandsliðinu; Baltasar Kormáki, Halldóru Geirharðs og Rúrik Haraldssyni sem er dáinn núna. Það var rosalega gaman að leika í myndinni og mikil reynsla fyrir mig, sem hefur hjálpað mér mikið í sýningunni núna.“ Eftir Regínu fór minna fyrir Siddý en áður. Hún tók þó þátt í hæfileikakeppn- inni Skrekk en svo lá leiðin í Versló. „Mig hafði alltaf langað til að fara í Versló, alveg frá því að ég var lítil. Það voru margar vinkonur systur minnar sem höfðu verið í skólanum og eftir að ég hafði farið í kynningu í skólanum var ég staðráðin í að fara í hann,“ segir Siddý sem hreppti strax eitt af stóru hlutverkunum í Sextán. „Ég leik Alfí sem er leiðinlega „bitchið“ í Versló sem er með sætasta stráknum. Hún er moldrík og hundleiðinleg við alla enda illa haldin af unglingaveiki. Siddý segir að henni sé töluvert strítt á því að hafa leikið í Regínu, jafnvel þótt langt sé um liðið frá því myndin var sýnd. „Fólk þekkir mig betur undir Regínu nafninu en Siddýjar nafninu. Það er þó vonandi að ég losni við Regínu nafnið í framtíðinni - verð vonandi kölluð mínu rétta nafni,“ segir Sigurbjörg sem stefnir að því að starfa við söng og leiklist í framtíðinni. „Ég hef verið í námi í Söngskóla Reykjavíkur síðast liðin fjögur ár og draumurinn nú er að starfa við þetta í framtíðinni. Að getað lifað af listinni.“ REGína komin Á GElGjuSkEiðið Siddý Það hefur verið í nógu að snúast hjá Siddý og félögum í Sextán enda nánast uppselt á allar sýningar. krakkarnir hafa þó ekki fengið frí frá skólanum. „Það hefur bara verið harkan sex við að læra heima á milli æfinga og sýninga,“ segir Siddý. REGína Sigurbjörg alma lék Regínu í samnefndri dans- og söngvamynd sem margrét Örnólfsdóttir gerði. E f fólki finnst þetta kynferðisleg áreitni þá ættu þessar teprur að fara að hugsa sinn gang um það hvaða skilning þær leggja í það sem ég læt út úr mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, dómari í sjónvarpsþættinum X-factor. Einar Bárðarson, kollegi Páls Óskars í X-Factor, sakaði hann um kynferðislega áreitni í viðtali sem birtist í Sirkus fyrir viku síðan. Í viðtalinu sagði Einar: „Rétt eins og ef ég myndi tala um kvenkyns keppendurna eins og Palli talar um strákana þá væri ég náttúrlega í skýrslutöku hjá Stígamótum og ég væri líklega á leið út úr Smáralind í handjárnum,“ sagði Einar í viðtalinu við Sirkus. „Palli er bara með kynferðislega áreitni og öllum finnst það voðalega sætt. Jógvan á í stórum vandræðum þarna uppi því Palli lætur hann ekki í friði. Auðvitað á þetta að vera voða fyndið en mér finnst þetta vera komið gott.“ Páll Óskar þvertekur fyrir það að vera með kynferðislega áreitni. Segist hafa sagt mun verri hluti við Ellý, þriðja dómarann í X-Factor, enda hafi þau eldað saman grátt silfur alla þættina. „Ef ég man rétt sagði ég við Jógvan að hann væri með svo þægilega söngrödd að ég gæti hugsað mér að hlusta á hana heima hjá mér á sunnudögum og svo getum við gert allt hitt á virkum dögum,“ rifjar Páll Óskar upp og skilur ekki alveg hvert Einar Bárðarson er að fara „Mér finnst það vera tvöföld skilaboð hvernig Einar bregst við Jógvani miðað við allt það sem ég hef látið flakka um Ellý. Ég er ekki stoltur af því sem ég sagt um hana.“ Páll Óskar neitar því þó ekki að Jógvan sé heillandi drengur. „Hann er fullorðinn karlmaður og getur tekið þessu. Hann hefur húmor fyrir þessu sjálfur,“ segir Palli. „Mér finnst Jógvan alveg rosalega sætur og ef hann væri hommi væri ég búinn að bjóða honum á deit. Það er bara staðreynd lífsins. Jógvan hefur ákveðna gjöf sem hann er að gefa áfram í þessum þáttum. Við höfum meira að segja staðið í svipuðum sporum. Ég hef fengið athygli frá kvenþjóðinni í mínu starfi og fæ hana enn þann dag í dag. Og þær konur sem eru skotnar í mér mega alveg vera það í friði. Staðreyndin er hins vegar sú að Jógvan er „straight“ og það mun aldrei neitt fara í gang á milli okkar að sama skapi og ég er „gay“ og það mun aldrei fara neitt í gang á milli mín og kven- kynsaðdáenda minna.“ Palli segir að Einar hafi brugðist illa við því að missa Sigga kaftein út úr keppninni en það var fyrsti keppandinn sem Einar missti. „Þessar ákúrur hans um að ég og Ellý værum í samsæri gegn honum eru svo fjarri lagi. Ég hef haft mikið álit á honum en ég missti það næstum því eftir þetta. Ég gæti ekki hugsað mér að vera með umboðsmann sem bregst svona við minnsta mótlæti.“ PÁLL ÓSKaR SEGiR EiNaR BÁRðaRSoN VERa TEPRU Ef jÓGVan VæRi Hommi myndi éG BjÓða Honum Á dEiT jógvan væri búinn að fá tilboð um deit frá Palla ef hann væri „gay“. Páll Óskar Hjálmtýsson segir Einar Bárðar vera að bregðast illa við. Hann hafi sjálfur misst tvo keppendur og hafi þá tekið í hönd kollega sinna. n Við mælum með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.