Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 74
 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR42 Helen Mirren þótti stórglæsilega- klædd á nýafstaðinni Óskarsverð- launahátíð, þar sem hún hlaut verð- laun fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Englandsdrottning í The Queen. Mirren ljóstraði því nýlega upp að hún hefði verið nærfatalaus undir gylltum kjólnum, sem Christian Lacroix hannaði sérstaklega á hana. Eins og leikkonan greindi spjall- þáttadrottningunni Oprah Winfrey frá var kjóllinn sniðinn á hana með það að markmiði að hún gæti sleppt hamlandi nærfatnaði. Leikkonan greip um brjóst sín og sagði „Hann passaði á mig eins og tvær engla- hendur. Ég grét þegar ég fór í hann, hann er listaverk.“ Buxnalaus á Óskarnum listaverkið Helen Mirren sagði kjól Christian Lacroix hafa verið sniðinn á hana með það að markmiði að hún gæti sleppt nærfötum. fréttabLaðið/getty iMages Sjö keppendur eru eftir í X-Factor og enn kólnar sambandið á milli dómaranna. Einar Bárðarson sendi Jóhönnu heim eftir að söngkonan klikkaði illa á texta lagsins With or Without you og stráði síðan salti í sárin með yfirlýsingum á netinu um að söngkonan hefði getað náð langt undir hans handleiðslu en Jóhanna var í yngri hópnum henn- ar Ellýar. Páll Óskar Hjálmtýsson skilur hins vegar ekkert í þjóðinni og vill sjá meiri stuðning við stúlknadú- ettinn Gís en þær hafa vermt tvö neðstu sætin undanfarin tvö kvöld. Baráttan harðnar Hara Papa Don‘t Preach uPPHafLegur fLytjanDi: MaDonna HóPur: PaLLi síManúMer: 900 9001 Gylfi Ástin dugir að eilífu uPPHafLegur fLytjanDi: PÁLL óskar og unun HóPur: eLLý síManúMer: 900 9002 alan Lately uPPHafLegur fLytjanDi: stevie WonDer HóPur: einar bÁrðarson síManúMer: 900 9003 GuðbjörG stop uPPHafLegur fLytjanDi: jaMeLia HóPur: eLLý síManúMer: 900 9004 inGa the Winner takes it all uPPHafLegur fLytjanDi: abba HóPur: einar síManúMer: 900 9005 jóGvan vertigo uPPHafLegur fLytjanDi: u2 HóPur: einar síManúMer: 900 9006 Gís Livin‘ on a Prayer uPPHafLegur fLytjanDi: bon jovi HóPur: PaLLi síManúMer: 900 9007 „Eftir uppklappið var ekki laust við að spennu- fall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tækni- menn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvölds- ins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt upp- færslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu. Leikstjórinn Baltasar Kormákur var enda að vonum ánægður með viðtökurnar, áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu leikhópnum lof í lófa. „Þetta voru frábærar viðtökur,“ sagði Baltasar, stoltur af sínu fólki sem hefur lagt allt sitt að veði svo að sýningin gengi fullkom- lega upp. Og það virðist hún hafa gert ef marka má frásagnir leikstjór- ans og leikarans Ólafs Egils af viðbrögðum áhorfenda. Baltasar upplýsir jafnframt að for- svarsmenn leikhússins hefðu ólmir vilj- að bæta við sýningum en uppselt er á allar sem fyrirhugaðar eru. „Þau vilja bara bjóða okkur aftur út með þessa sýn- ingu,“ segir leikstjórinn enda er Pétur Gautur eða Peer Gynt eins og verkið heitir á ensku það eina í leikhúsinu sem ekki er hægt að fá miða á. Mikil og stór veisla var síðan haldin eftir frumsýningu þar sem leikararnir gátu varpað öndinni léttar eftir mikil átök. „Þarna var mikið af góðu fólki, allar helstu stjörnurnar úr leikhúslífinu í London,“ segir Baltasar en Íslendingarnir gátu ekki verið lengi að enda er dagskráin þétt og næsta sýning strax kvöldið eftir. -fgg Frábærar viðtökur á Pétri Gaut Pétur Gautur Áhorfendur risu úr sætum og hylltu þreytta en ánægða leikara. baltasar kormákur stoltur af sínu fólki sem lagt hefur hjarta og sál í verkið. Vakningadagar fjölbraut- arskólans Flensborg hafa staðið yfir í þessari viku. Morfís-lið skólans skoraði á þrjá gamla nemendur í ræðukeppni en urðu að láta í lægra haldi fyrir gömlu kempunum. Ræðulið hinna eldri var skipað þremur þjóðþekktum einstakling- um sem allir eru frægir fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Radíusbræðurnir Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magúns- son ásamt Einari Sveinbjörnssyni voru síður en svo ryðgaðir í ræðu- stólnum þótt nokkuð væri liðið síðan að þeir stigu síðast í pontu. Umræðurefnið var hvort breyta ætti Vestmannaeyjum í fanga- nýlendu og fengu þeir sem eldri voru að vera á móti en hinir yngri með. „Við snýttum þessum drengj- um. Þeir töluðu um okkur sem gamla liðið en hefðu betur sleppt því. Þeir voru rassskelltir,“ segir Steinn Ármann sem var nokkuð rogginn eftir keppnina enda var ekki fyrirfram búist við því að þeir sem eldri væru stæðu uppi í hárinu á yngri kynslóð- inni. En það fór á annan veg. „Davíð var bestur, Einar gríðarlega rök- fastur en ég var fyndnastur,“ útskýrir Steinn sem var þó bara rétt að hitna þegar ræðutíman- um var lokið „Við létum þá bara vaða yfir okkur,“ segir Freyr Árnason, lið- stjóri ræðuliðs Flensborgarskólans og oddviti nemendafélagsins. Hann sagði að liðið sitt hefði nú tekið þessari keppni frekar létt. „Ég verð hins vegar að viðurkenna ósigurinn,“ segir Freyr. „Við tókum þetta ekki nógu alvarlega enda var þetta ekki upp á líf og dauða,“ bætir hann við. „Þeir tóku þessu hins vegar mjög alvarlega,“ bætir Freyr við og hlær. Oddvitinn segir að Vakninga- dagarnir hafa gengið vonum fram- ar en miklu balli var slegið upp í gærkvöldi en þar léku Milljóna- mæringarnir og Rottweilerhund- arnir fyrir dansi. -fgg Menntskælingar rassskelltir Davíð Þór Þótti manna snjallastur í ræðupúltinu. einar sveinbjörnsson veðurfræðingurinn góðkunni sýndi mikla rökfestu á vakningadögunum. steinn ármann tók ræðulið flensborg- arskólans í bakaríið. Skólavörðustígur 2. Sími: 445-2020 www.birna.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.