Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 22
 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Svona erum við Virðisaukaskatt- ur á gistingu og veitingar lækkaði í sjö prósent í gær. Birna B. Berndsen er verkefnastjóri ráðstefnuþjón- ustunnar Cong- ress Reykjavík. Samkvæmt Alþjóða efnahagstofn- unni WEF er Ísland vinsælt ferðamannaland. En aukast vinsældirnar enn við verðlækkanir? Þetta er tvímælalaust skref í rétta átt, þó hefði lækkun tolla á áfenga drykki mátt fylgja í kjölfarið. Það er eðlilegt að erlendir ferðamenn beri saman verð á mat og drykk hér við sitt heimaland, það gerum við sjálf á ferðum okkar erlendis. Mun lækkað gistiverð breyta miklu? Nei, gistiverðið skiptir ekki sköpum, þar sem það er nú þegar sam- keppnishæft við aðrar höfuðborgir Evrópu. Verðlækkun er þó aldrei annað en jákvæð fyrir kaupendur, en bætt skipulag í ferðaþjónustu og ímynd landsins skiptir ekki síður máli. SpURT & SvARAð áhriF vErðlækkAnA á FErðAþjónuStu Skref í rétta átt BirnA B. BErndSEn Verkefnastjóri hjá Congress Reykjavík. hvað er vanskilaskrá? Vanskilaskrá er tölvutækur gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um vanskil. Ýmsar stofnanir sem stunda lánaviðskipti af einhverju tagi nota vanskilaskrá sem tæki til að ákvarða lánstraust þeirra sem óska eftir lánafyrir- greiðslu. hvernig er hægt að lenda á vanskilaskrá? Skuldir, kröfur eða gjöld sem ekki hafa verið greidd til baka á tilgreindum tíma geta lent á vanskilaskrá. Kröfurnar fara þó ekki samstundis á skrána ef greiðslufall verður af hálfu skuldara. En því lengur sem ekki er greitt af kröfu, þeim mun líklegra er að kröfuhafi fari með málið í löginnheimtu. Það fer svo eftir því á hvaða stigi krafan er hvenær hún lendir á vanskilaskrá. Í stuttu máli má því reikna með því að mál sé komið á vanskilaskrá þegar það hefur komið til kasta sýslumannsembætta eða héraðsdóms. hvernig falla mál af vanskilaskrá? Einfaldasta leiðin er að annað hvort greiða kröfuna eða senda upplýsingar um uppgjörið til Lánstrausts hf. Ef það er ekki gerlegt getur færslan verið á vanskilaskrá í allt að fjögur ár. Að þeim tíma liðnum fellur hún sjálfvirkt af skrá. Í sumum tilfellum má komast að þannig samkomulagi við kröfuhafa um greiðslu kröfunnar að hann telji óhætt að láta afskrá viðkomandi mál af vanskilaskrá áður en það er fulluppgert. Líkurnar á þannig afskráningu aukast ef gengið er frá stærstum hluta kröfunnar sem fyrst. hvaða áhrif hefur skráning á vanskilaskrá? Skráning á vanskilaskrá getur heft möguleika lánaumsækj- anda. Þeim getur annað hvort verið neitað um fyrirgreiðslu eða þeir látnir afla sér trygginga og ábyrgða umfram það sem óskað er af öðrum lánsumsækjendum. Ef viðkom- andi aðili þarf ekki á nokkurri lánafyrirgreiðslu að halda hefur skráning á vanskilaskrá þó takmörkuð áhrif. heimild: lánstraust hf. FBl-grEining: hVAð ER VANSKiLASKRá? Fellur sjálfvirkt af skrá eftir fjögur ár> Meðalaldur íslenskra togara Misnotkun á lyfseðilsskyld- um lyfjum er að verða meiri í heiminum en notkun ólöglegra fíkniefna. Þetta kemur fram í ársskýrslu Alþjóðlega fíkniefnaeftir- litsins (INBC) fyrir árið 2006. Þórarinn Tyrfingsson segir að þróunin hér á landi sé eins. Landlæknir segir niðurstöðuna áhyggjuefni en að átak gegn misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hafi staðið yfir hér á Íslandi síðustu ár. Í ársskýrslu Alþjóðlega fíkniefna- eftirlitsins (INBC) kemur fram að í mörgum löndum Evrópu, Afríku og Suður-Asíu er misnotkun á lyf- seðilsskyldum lyfjum orðin meiri en notkun ólöglegra fíkniefna eins og kókaíns, heróíns og e-taflna. Í Bandaríkjunum eru næstum því tvöfalt fleiri sem misnota lyfseð- ilsskyld lyf en fyrir rúmum áratug. Árið 1993 voru þeir tæpar átta milljónir en eru rúmlega fimmtán milljónir árið 2003. Mikil aukning á Íslandi Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að sama þróun hafi verið hér á landi síðastliðin ár. Tæp fjörutíu prósent af sjúkling- unum á Vogi árið 2005 greindust með fíkn í lyfseðilsskyld lyf. Þór- arinn segir að fyrir þrjátíu árum hafi Íslendingar nær einungis mis- notað róandi ávanalyf af lyfseðils- skyldu lyfjunum. „Misnotkun á örvandi lyfjum eins og rítalíni og amfetamíni hefur aukist mikið á liðnum árum. Þessi lyf eru notuð miklu meira utan sjúkrahúsa en áður því eftirlit hins opinbera með ávísun þessara lyfja hefur minnk- að,“ segir Þórarinn. átak gegn misnotkun á lyfseðils- skyldum lyfjum Matthías Halldórsson landlæknir segir að aukin misnotkun á lyfseð- ilsskyldum lyfjum sé áhyggjuefni alls staðar í heiminum. Hann segir að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafi farið í átak gegn misnotkun slíkra lyfja fyrir tveimur árum. Tilkoma lyfjagagnagrunnsins hafi auðveldað yfirvöldum að fylgjast með þessari misnotkun. Landlæknir segir að nokkrir neytendur fíkniefna sem hann hafi rætt við að undanförnu hafi sagt honum að nú sé erfiðara að verða sér úti um ávanabindandi lyfseð- ilsskyld lyf en áður. „Þetta fólk segir mér að það sé erfitt að fá ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf hjá læknum á Íslandi að ástæðu- lausu,“ segir Matthías. Hann segir að eftirlit með ávísun lyfseðla fyrir ákveðin lyf hafi aukist, meðal annars svefnlyfsins róhýpnóls. Matthías telur að heilbrigðisyfir- völd séu á réttri leið með að reyna að koma í veg fyrir misnotkun slíkra lyfja. ólögleg framleiðsla lyfseðils- skyldra lyfja Alþjóðlega fíkniefnaeftirlitið telur að samfara aukinni eftirspurn eftir lyfseðilsskyldum lyfjum hafi ólögleg framleiðsla slíkra lyfja aukist. Framleiðendur efnagreina lyfseðilsskyld lyf og búa til eftir- líkingar sem þeir selja á svörtum markaði eða í gegnum internetið. Matthías Halldórsson segist ekki þekkja mörg dæmi þess að lyfseðilsskyld hafi verið fram- leidd hér á landi en að ekki þurfi að búa yfir mikilli þekkingu til að framleiða mörg lyf, meðal annars amfetamín. Aukin neysla róhýpnóls Höfundar ársskýrslunnar leggja áherslu á að ólögleg framleiðsla og sala á lyfinu fentaníli, sem svip- ar til heróíns, hafi leitt af sér aukningu á dauðsföllum vegna lyfjamisnotkunar í Bandaríkjun- um. Í Skandinavíu hefur aukin eft- irspurn eftir róhýpnóli leitt til aukinnar ólöglegrar framleiðslu og sölu á lyfinu. Hér á landi hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að nauðgarar hafi notað róhýpnól til að slæva fórnarlömb sín. Þórarinn Tyrf- ingsson segir að Íslendingar hafi misnotað róhýpnól um árabil. Hann segir að ekki hafi orðið merkjanleg aukning á misnotkun á róhýpnóli hjá sjúklingum á Vogi. grefur undan baráttu við fíknefni Philip O. Emafo, forseti Alþjóðlega fíkniefnaeftirlitsins, segir að aukið framboð og misnotkun lyfsseðils- skyldra lyfja geti grafið undan þeirri baráttu sem háð hafi verið gegn fíkniefnum á alþjóðavett- vangi síðastliðna fjóra áratugi. Emafo segir að mörg lyfseðils- skyld lyf séu það sterk að hættan á að neytendur þeirra taki of stóran skammt af þeim geti verið meiri en hættan á því að neytendur ólög- legra fíkniefna geri slíkt hið sama. Ásgeir Karlsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að misnotkun á lyfseðils- skyldum lyfjum komi sjaldnast til kasta lögreglunnar því hún flokk- ist sem brot á lyfjalögum en ekki fíkniefnalögum. Hann segir að þess vegna geti verið mjög erfitt að taka á slíkum málum. Matthías Halldórsson segir að ef heilbrigðisyfirvöld gruni fólk um misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum, meðal annars ef fólk falsi lyfsseðla eða reyni að kaupa lyf í annarra nafni, bendi þau lögregl- unni á að rannsaka málið. grípa þarf til aðgerða Í skýrslu Alþjóðlega fíkniefnaeft- irlitsins er komist að þeirri niður- stöðu að lönd heimsins eigi að standa saman í því að fylgjast með og deila upplýsingum um útbreiðslu lyfseðilsskyldra lyfja sem fram- leidd eru á ólöglegan hátt. Ástæðan er meðal annars sú að ekki eru til neinar upplýsingar um umfang þessarar ólöglegu framleiðslu og dreifingar á lyfseðilsskyldum lyfj- um. Það er álit höfunda skýrslunnar að framboð og eftirspurn hafi auk- ist gríðarlega og því þurfi lönd heimsins að sameinast í því að stemma stigu við þeirri þróun því meðal annars sé auðvelt að kaupa slík lyf á internetinu. Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist gríðarlega fRéttASKÝRiNg IngI Freyr VIlhjálmsson ingifreyr@frettabladid.is Í APótEki Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist en landlæknir segir að heilsbrigðisyfirvöld hafi farið í átak til að bregðast við því. MAtthÍAS hAlldórSSOn Landlæknir segir niðurstöðu skýrslunnar áhyggjuefni en íslensk heilbrigð- isyfirvöld hafi verið í átaki gegn misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum síðustu ár. þórArinn tyrF- ingSSOn Yfir- læknirinn á Vogi segir misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hafi aukist hér á landi, meðal annars vegna þess að neysla rítalíns sé meiri en áður. Sótt Í rÍtAlÍn Og AMFEtAMÍn tæp fjörutíu prósent af sjúklingum Vogs árið 2005 greindust með fíkn í lyfseðilsskyld lyf. Þórarinn tyrfing- insson, yfirlæknir á Vogi, segir mis- notkun á örvandi lyfjum eins og rítalíni og amfetamíni aukist mikið á liðnum árum. Þórarinn segir þróunina á Íslandi vera hina sömu og erlendis, en í mörgum löndum Evrópu, Afríku og Suður-Asíu er misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum orðin algengari en notkun ólöglegra fíkniefna. Ólögleg framleiðsla lyfseðils- skyldra lyfja hefur aukist mikið í heiminum og segir forseti Alþjóðlega fíkniefnaeftirlitsins að slíkt geti grafið undan baráttunni við fíkniefni. V in ni ng ar v er ða a fh en di r hj á BT S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t er tu k om in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey ti ð. Aukavinningar eru: Sims 2 Seasons leikir · Aðrir Sims leikir PS2 stýripinnar · PS2 minniskort · DVD myndir Fullt af öðrum tölvuleikjum og margt fleira. 2000 2002 2004 2006 heimild: hagstofa Íslands 21 22 24 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.