Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 80
48 2. mars 2007 FÖSTUDAGUR FóTbolTi Höskuldur Eiríksson, fyr- irliði Víkings, mun um helgina halda til Noregs þar sem hann æfir með úrvalsdeildarliðinu Vik- ing í Stafangri í vikutíma. Þetta hefur reyndar staðið til í lengri tíma en þjálfaraskipti hjá liðinu í haust urðu til þess að ekkert varð úr því að Höskuldur færi þá. Hann segir að enn eigi eftir að ganga frá öllum smáatriðum en að sér lítist vel á þetta. „Þetta kom mjög óvænt upp á þegar maður var loksins búinn að afskrifa þetta. Þetta er gríðarlega spennandi enda í fyrsta skipti sem ég legg í álíka ævintýri,“ sagði Höskuldur við Fréttablaðið í gær. Hann segir að þetta komi ekki á sem bestum tíma þar sem hann varð faðir í vikunni. „Stúlkan átti reyndar að koma á mánudaginn þannig að það var jákvætt að hún kom áður en ég fór út,“ sagði Höskuldur. „En ég nýt góðs stuðnings frá fjölskyldunni til að leggja í þessa för.“ Egil Östenstad, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, virð- ist gríðarlega hrifinn af Íslending- um ef eitthvað er að marka störf hans upp á síðkastið. Á síðustu vikum hefur hann fengið Hannes Þ. Sigurðsson til félagsins og hefur lýst yfir áhuga á að fá bæði Emil Hallfreðsson og Rúrik Gíslason til liðsins. Fyrir er ungmennalandsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hjá Viking. Þjálf- ari liðsins er hinn þýski Uwe Rösler. Ef Höskuldur gengur til liðs við norska liðið verður það mikill missir fyrir Víkinga enda hefur Höskuldur verið lykilmaður hjá liðinu síðustu ár. - esá í baráttunni Höskuldur berst hér við FH-inginn Tryggva Guðmundsson um boltann síðastliðið sumar. FréTTablaðið/sTeFán Höskuldur Eiríksson fer til reynslu til Viking í Noregi í vikutíma: Höskuldur frá Víkingi til Viking í Noregi FóTbolTi Dómari í leik Real Betis og Sevilla þurfti að blása leik liðanna af í spænsku bikarkeppn- inni í fyrrakvöld eftir að áhorf- andi kastaði hlut í höfuð Juande Ramos, þjálfara Sevilla. Ramos missti meðvitund og var fluttur á sjúkrahús. Þegar þangað var komið var hann búinn að ná meðvitund á ný. Mun hann hafa verið meðvitundarlaus í um ellefu mínútur. Atvikið átti sér stað eftir að Frederic Kanoute hafði komið Sevilla yfir í leiknum. Leikurinn fór fram á heimavelli Real Betis en fyrri leik liðanna, á heimavelli Sevilla, lauk með markalausu jafntefli. Del Nido var þó með báða fætur á jörðinni er hann ræddi við fjölmiðla um áðurnefnt atvik. „Það þarf að benda á þann seka og aðeins þann seka. Þetta hefði getað gerst hvar sem er. Það er ekki hægt að forðast svona hluti ef nokkrir vitleysingar leynast innan um þær þúsundir sem koma á völlinn. Því miður gerðist þetta hér,“ sagði Del Nido. - esá rotaður Juande ramos, þjálfari sevilla, er fluttur meðvitundarlaus af heimavelli real betis í fyrrakvöld. nordic pHoTos/aFp Leikur Betis og Sevillaf: Þjálfari Sevilla rotaðist FóTbolTi Wayne Rooney telur að félagi sinn hjá Manchester United, Portúgalinn Cristiano Ronaldo, sé besti leikmaður heims um þessar mundir. Hann nýtur þess að leika við hlið Ronaldo. „Ég er himinlifandi yfir því að hann spilar með okkur því þessa stundina er hann besti leikmaður heimsins,“ sagði Rooney. „Maður vill spila með þeim bestu og það er frábært að vera í sama liði og Ronaldo.“ Þessir tveir mættust sem andstæðingar á HM í Þýskalandi í sumar og endaði það með því að Rooney var rekinn af velli eftir viðskipti þeirra á vellinum. Í kjölfarið féll England úr leik á HM. Úr varð mikið fjölmiðlafár í kjölfarið þar sem gert var því skóna að Ronaldo væri á förum frá Manchester United til Real Madrid. Þær sögusagnir lifa reyndar enn góðu lífi en Ronaldo hefur sýnt og sannað á vellinum að hann lætur allt slíkt sem vind um eyru þjóta. - esá góðir félagar Wayne rooney og cristiano ronaldo fagna marki þess síð- arnefnda gegn Fulham í síðasta mánuði. nordic pHoTos/GeTTy Wayne Rooney: Ronaldo bestur í heiminum dagskrá: laugardagur 3. mars 2007 • ráðstefnustjóri: Tryggvi agnarsson www.xf.is Málefnaráðstefna Frjálslynda fl okksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.