Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 1
Þykir best að búa á
Íslandi
STÓRI
BÓKAMARKAÐURINN
Perlunni 1. – 11. mars
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18
50 stk á einstöku verði
aðeins í dag!
12.980,- 4.990,-
FYRSTURKEMURFYRSTURFÆR!
LAGERSALA
SKÍFUNNAR
SKEIFUNNI 17
OPIÐ ALLA
DAGA
VIKUNNAR
11-19
Diljá Magnea Oddsdóttir er sex ára nemandi í Breiða-
gerðisskóla.
Diljá byrjaði í skólanum síðasta haust og segir að það sé
bara fínt í honum. „Ég er búin að læra að lesa og líka búin að
læra að reikna,“ segir hún.Eftir skóla á daginn fer Diljá á frístundaheimili sem heit-
ir Sólbúar. „Það er rosalega gaman því þar má leika sér úti
um allt og stundum er sjónvarp sem við megum horfa á.“
Besta vinkona Diljár heitir Tara og hún er líka í Breiða-
gerðisskóla. „Við sitjum samt ekki saman því hún er í öðrum
hóp. Af því að það er gulur, rauður og grænn og blár og hún
er í bláa og ég er í rauða og svo eru tvær stofur og guli og
rauði eru saman í stofu og græni og blái eru saman í
stofu.“
Diljá hefur í nógu að snúast þegar hún er ekki í skólanum
því hún er í Barnakór Bústaðakirkju og svo æfir hún dans.
„Ég er búin að æfa svolítið lengi og kann að dansa enskan
vals og cha cha cha,“ segir hún. Diljá finnst líka gaman að horfa á dans í sjónvarpinu og
henni finnst kjólarnir í dansinum mjög flottir. „Ég á bara
svona sparikjóla sem ég dansa í. Stundum eru danssýningar
og þá á ég að dansa og það er svo flott þegar stóru krakkarn-
ir dansa.“
Þegar Diljá var minni átti hún heima um tíma í Dan-
mörku og síðasta sumar fór hún í heimsókn þangað. „Ég fór
í Tívolí og þar fór ég í rennibraut og svona sem að maður á
að veiða fiska og svan sem er svona bátur. Þegar ég var svo-
lítið lítil fór ég líka í Lególand og ég hef líka farið í annað
tívolí sem ég mátti næstum því ekki fara í neitt því ég var
svo lítil en ég fór samt í smá, pabbi þurfti bara að koma
með.“
Diljá segir að henni finnist samt alltaf best að vera á
Íslandi. „Það eru svo fáir í Danmörku og ég á fleiri vinkonur
hér,“ segir hún og þó að hún geti alveg hugsað sér að skreppa
til Danmerkur annað slagið er hún ákveðin í því að héðan í
frá ætli hún að búa á Íslandi.
SjávarútvegurMIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007
Sérhannaðar lausnir fyrir sjávarútveginn! www.kaelitaenki.is S. 440-1800
Okkar þekking nýtist þér..
Vinstrihreyfingin -
grænt framboð og Sjálfstæðisflokk-
urinn hafa lagt fram sameiginlega
bókun úr starfi Evrópunefndar.
Þetta staðfestu nefndarmenn við
Fréttablaðið í gær. Skýr afstaða
gegn Evrópusambandsaðild kemur
fram í bókuninni.
Í drögum af niðurstöðum nefnd-
arstarfsins, sem stýrt er af Birni
Bjarnasyni dómsmálaráðherra,
kemur fram að engar líkur séu á
því „að samist geti um milli Íslands
og ESB, að 200 mílna efnhagslög-
sagan umhverfis Ísland verði í
heild sinni viðurkennd sem sér-
stakt fiskveiðistjórnunarkerfi
undir stjórn Íslendinga [...] Það er
niðurstaða nefndarinnar að Íslend-
ingar geti ekki framselt yfirráðin
yfir þeim miklu auðæfum sem þar
er að finna til Evrópusambands-
ins, án þess að hafa nokkra vissu
fyrir hvaða reglum verði fylgt í
sjávarútvegsmálum á komandi
áratugum.“
Í niðurstöðunum er einnig frá
því greint að réttur ríkja til þess
að gera sjálfstæða viðskiptasamn-
inga við önnur ríki myndi niður
falla við aðild að Evrópusamband-
inu. „Nefndin telur því afar
óhyggilegt fyrir Íslendinga að
glata réttinum til að gera fríversl-
unarsamninga við önnur ríki.“
Framsóknarflokkurinn hyggst
leggja fram sérstaka bókun líkt og
Samfylkingin. Brynjar Sindri Sig-
urðsson, fulltrúi Frjálslynda
flokksins í nefndinni, og Guðjón
Arnar Kristjánsson, formaður
flokksins, útilokuðu ekki í gær að
flokkurinn tæki undir með Vinstri
grænum og Sjálfstæðisflokki en
sögðu líklegra að flokkurinn léti
nægja að leggja fram sérstaka
bókun.
Nefndarmenn funda í Þjóð-
menningarhúsinu í hádeginu í dag.
Björn Bjarnason var ekki tilbúinn
til þess að greina frá vinnu nefnd-
arinnar þar sem nefndarvinnu
væri ekki lokið.
Í lokaorðum í drögum að niður-
stöðum nefndarinnar kemur fram
að þótt aðild að ESB fylgi ýmsir
kostir sé „hitt fullljóst að þeir
hagsmunir og réttindi sem glatast
við aðild vegi miklu þyngra en
kostirnir“.
Sjálfstæðisflokkur og
VG samstiga gegn ESB
Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Sjálfstæðisflokkur hafa lagt fram sameigin-
lega bókun í Evrópunefnd um einarða afstöðu gegn Evrópusambandinu.
Hreiðar Már Sigurðsson,
forstjóri Kaupþings, og Sigurður
Einarsson stjórnarformaður fengu
hvor um sig rúmar 140 milljónir í
laun fyrir árið 2006. Einnig nýttu
þeir sér báðir forkaupsrétt síðan
2003, og græddu hvor um sig 674
milljónir á því. Samtals höfðu þeir
því um einn og hálfan milljarð
króna í tekjur frá bankanum á síð-
asta ári.
Í ársskýrslu Kaupþings fyrir
árið 2006, sem kom út í gær, segir
að laun og launatengd gjöld
fyrirtækisins hafi verið samtals
33,5 milljarðar króna á árinu, en í
lok ársins störfuðu 2.719 hjá
bankanum í fullu starfi.
Af þessum 33,5 milljörðum
fara rúmar sex hundruð milljónir
í laun og bónusa til forstjórans,
stjórnarmanna, forstjóra á Íslandi
og í Danmörku og fimm fram-
kvæmdastjóra. Þá er ótalinn
hagnaður af forkaupsrétti sem
stjórnendur fá í sinn hlut.
„Kaupþing er alþjóðlegt
fyrirtæki og því er eðlilegt að
borga stjórnendum laun í
samræmi við það,“ segir Jónas
Sigurgeirsson, framkvæmda-
stjóri samskiptasviðs bankans.
„Það þarf að hafa í huga að hluti
launanna er árangurstengdur og
það náðist afar góður árangur á
síðasta ári.“
Einn og hálfan milljarð í tekjur
Skaðabótamál er í
undirbúningi gegn Hótel Sögu,
fyrir að hafa meinað aðstandend-
um „klámráðstefnunnar“ um
gistingu og aðstöðu á hótelinu á
dögunum. Ætluðu yfir 100 manns
að koma hingað til lands, ferðast
og ræða
viðskipti. Mætti
það mikilli
gagnrýni og
vísaði Hótel
Saga þeim frá.
Oddgeir
Einarsson,
héraðsdómslög-
maður hjá
lögfræðiskrif-
stofunni Opus,
staðfesti við Fréttablaðið í gær að
stofan hefði tekið að sér að kanna
grundvöll slíkrar lögsóknar.
„Já, þetta er í fullri vinnslu og
við erum í gagnaöflun. Þetta
byrjar svo væntanlega með
kröfugerð á hótelið,“ segir
Oddgeir. Ákvörðun um framhald-
ið verði tekin á næstunni.
Skaðabótamál í
undirbúningi
Sigurmark Eiðs
dugði ekki til
Landsliðsfyrirliðinn
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði
sigurmark Barcelona gegn
Liverpool á heimavelli enska
liðsins í síðari viðureign liðanna
í 16-liða úrslitum Meistaradeild-
ar Evrópu í gær.
Eiði Smára var skipt inn á á
71. mínútu og skoraði markið
fjórum mínútum síðar eftir að
hafa leikið glæsilega á mark-
vörð Liverpool, José Reina.
Mark Eiðs dugði þó liði hans
ekki til að komast í 8-liða úrslit
þar sem Liverpool vann fyrri
leikinn, sem fór fram í Barce-
lóna, 2-1, og kemst því áfram á
fleiri mörkum skoruðum á
útivelli.
Fjórir leikir fara fram í
Meistaradeildinni í kvöld og
verða þrír þeirra sýndir beint á
Sýn.
Valdi Ísland fram
yfir Alaska
Vilja framleiða
vistvænt eldsneyti