Fréttablaðið - 07.03.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 07.03.2007, Síða 16
fréttir og fróðleikur Ein helsta orsök heilbrigðiskvilla Gana varð fyrsta nýlendan í Afríku sunnan Sahara til þess að hljóta sjálfstæði eft- ir seinni heimsstyrjöldina. Næstu árin sigldi í kjölfarið hver nýlendan á fætur ann- arri og smám saman hrundi nýlenduveldi Evrópuríkj- anna í Afríku. Sannkallaður hátíðardagur var í Gana í gær þegar þess var minnst að fimmtíu ár voru liðin frá því landið fékk sjálfstæði. Mann- fjöldinn safnaðist saman, veifaði fánum og söng af hjartans lyst milli þess sem hlýtt var á ræður af öllum gerðum og lengdum. Leiðtogar margra Afríkuríkja komu til að taka þátt í hátíðahöld- unum, þar á meðal Thabo Mbeki frá Suður-Afríku, Olusugun Obas- anjo frá Nígeríu og Robert Mugabe frá Simbabve. Einnig mætti tónlistarmaður- inn Stevie Wonder á svæðið og söng nýja útgáfu af lagi sínu Happy Birthday, sem sérstaklega var lagað að tilefni dagsins. Ekki eru þó allir íbúar landsins á eitt sáttir um hátíðahöldin. Sumir neituðu hreinlega að taka þátt í fagnaðinum til að mót- mæla því að mönnum sem áttu stóran þátt í að móta sögu lands- ins síðustu áratugina hafi ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Öðrum finnst ástandið í land- inu síðan ekkert til að hrópa húrra fyrir. Íbúar Gana eru 22 milljónir, landið er rúmlega 238 þúsund ferkílómetrar að stærð eða ríflega helmingi stærra en Ísland. Þjóðartekjurnar nema um 2.500 dollurum á mann, sem er miklu meira en fátækustu ríki Afríku afla sér en samt langt fyrir neðan það sem Gana ætti að geta staðið undir, enda er landið ríkt að náttúruauðlindum. Rafmagnsleysi og vatnsskort- ur hrjáir marga íbúa höfuðborg- arinnar Accra og örugg atvinna er nokkuð sem stór hluti íbúanna getur aðeins látið sig dreyma um. Maðurinn sem átti stærstan þátt í að Bretar veittu Gana sjálfstæði árið 1957 hét Kwame Nkrumah. Sá var fæddur árið 1909 en hélt ungur til háskólanáms í Banda- ríkjunum. Hann sneri aftur til Gana árið 1947 og tók þegar að berjast af alefli fyrir sjálfstæði landsins. Árið 1950 var honum stungið í fangelsi en tveimur árum síðar gerðu Bretar hann að forsætis- ráðherra nýlendustjórnarinnar í þeirri von að hann léti sér það nægja. Árið 1957 sáu Bretar sig hins vegar nauðbeygða til að fallast í einu og öllu á sjálfstæðiskröfur Nkrumahs, sem þá hafði unnið málstað sínum öflugt fylgi meðal landsmanna. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ hefur fréttastofan AP eftir Ruth Botsio, áttræðri konu sem man vel eftir hátíðlegri athöfn í Gana fyrir fimmtíu árum þegar sjálfstæðið var loks í höfn. Eiginmaður hennar var ráð- herra í fyrstu ríkisstjórn Nkrumahs. Hún tárast þegar hún minnist gleðinnar þegar mann- fjöldinn hrópaði í sigurvímu: „frelsi, frelsi, frelsi!“ Gana hét áður Gullströndin og hafði verið nýlenda Breta frá því á fyrri hluta nítjándu aldar. Danir áttu reyndar um langt skeið nokkrar litlar nýlendur við ströndina, þar á meðal kastalann Christiansborg sem enn í dag er aðsetur stjórnarinnar í Gana, rétt fyrir utan höfuðborgina Accra. Danir seldu hins vegar Bretum allar þessar nýlendur árið 1850. Með sjálfstæði Gana urðu mikil tímamót í Afríku. Árið áður höfðu reyndar þrjú arabaríki norðan til í Afríku, Marokkó, Túnis og Súdan, fengið sjálfstæði en Gana var fyrsta ríkið í hinum svarta hluta álfunnar til að hrista af sér nýlendustjórnina og eftir það varð sú þróun ekki stöðvuð. Árið 1958 bættist Gínea í hóp- inn og síðan kom holskeflan árið 1960 þegar hvorki meira né minna en 17 ríki sunnan Sahara urðu sjálfstæð á einu bretti. Þessi þróun hélt svo áfram og næstu árin voru eitt og eitt ríki jafnt og þétt að bætast í hóp sjálfstæðra Afríkuríkja. Sjálfstæðishetjan Nkrumah hafði stóra drauma ekki aðeins fyrir hönd Gana, heldur fyrir hönd Afr- íku allrar. Hann sá fyrir sér að þegar ríkin hefðu fengið sjálf- stæði hvert af öðru myndu þau sameinast í stórt bandalag að bandarískri fyrirmynd, réttnefnd Bandaríki Afríku sem gætu orðið eitt af stórveldum heimsins. Þeir draumar rættust ekki og Nkrumah stóð ekki heldur undir væntingum heima fyrir, sýndi fljótlega af sér heldur óhugnan- lega einræðistilburði og kom á flokkseinræði árið 1964. Tveimur árum síðar steypti her landsins honum af stóli og sendi hann í útlegð til Gíneu þar sem hann dvaldist til æviloka árið 1972, en hann lést rétt rúmlega sextugur. Stjórnmálaástandið í Gana var eftir þetta lengst af harla óstöðugt eins og víðar í Afríku. Fimm sinn- um hafa verið gerðar stjórnar- byltingar í landinu, síðast árið 1981 þegar John Rawlings herfor- ingi tók til sín völdin. Hann kom hins vegar á lýðræðislegum kosn- ingum og lét af hendi völdin til núverandi leiðtoga landsins, John Kofi Agyekum Kufuor, sem sigr- aði Rawlings í frjálsum kosning- um árið 2000 og var síðan endur- kjörinn árið 2004. Í hátíðarræðu sinni í gær við- urkenndi Kufuor fúslega að von- brigði landsmanna með það hversu hægt hefur miðað hafi sett stóran svip á hátíðahöldin. Hann hvatti sérstaklega unga fólkið, bæði í Gana og öðrum Afríkuríkj- um, til að beita kröftum sínum heima fyrir frekar en að flýja land og reyna að komast í velmeg- unina í Evrópu, eins og þúsundir manna gera á hverju ári. „Álfan ykkar og löndin ykkar þurfa á orku ykkar, krafti ykkar, sköpunargáfu ykkar og fyrst og fremst draumum ykkar að halda,“ sagði hann. Hálfrar aldar sjálfstæði fagnað © GRAPHIC NEWS Réttlætanlegt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.