Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 10
Grunnskólar Reykjavík- urborgar munu ekki lækka verð á skólamáltíðum að fullu vegna lækkunar virðisaukaskatts 1. mars, heldur verður verðlækkun- in nær fimm prósentum. Ragnar Þorsteinsson, sviðs- stjóri menntasviðs Reykjavíkur, segir þetta vegna þess að inn í kostnað mötuneytanna komi margt annað en verð á hráefni: „Sjö prósentin skila sér ekki beint vegna launakostnaðar og minni háttar rekstrarkostnaðar.“ Spurður hvort launa- og rekstr- arkostnaður ætti ekki að koma í veg fyrir lækkun hjá fleiri fyrir- tækjum, til að mynda hjá Bónus, svarar Ragnar að hann þekki ekki til rekstursins í Bónus en svona sé þessu farið í mötuneytunum. Lækkunin sé í samræmi við verð- lækkun hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur og tilkynningu frá Velferðarráði. „Þetta er ekki í samræmi við þær tölur sem við höfum verið að vinna eftir, það liggur fyrir. Þjón- usta og rekstrarkostnaður hefur alltaf verið inni í verðinu,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég vek athygli á því að Sam- tök ferðaþjónustunnar hafa metið að þetta sé á bilinu sjö til tíu pró- sent á veitingastöðum. Þessi tala, fimm prósent, kemur mér nú dálítið á óvart og ég vil heyra betri rökstuðning fyrir henni.“ Matur fyrir börn lækkar minna Samkeppnisstaða íslenskrar ferðaþjónustu er í fjórða sæti af 124 löndum sam- kvæmt könnun Alþjóðlegu efna- hagsstofnunarinnar, World Econ- omic Forum. Þetta kemur fram á heimasíðu samgönguráðuneytis- ins. Alþjóðlega efnahagsstofnunin hefur frá árinu 1979 sinnt rann- sóknum á samkeppnishæfni landa og er samkeppnisvísitalan mæld út frá allmörgum stoðum, svo sem umhverfisreglugerðum, öryggi, hreinlæti, skipulagi samgangna og ferðamennsku. Ein stoðin er stefnumótandi reglur en samgönguráðuneytið hefur undanfarin ár farið nýjar leiðir í að móta stefnu í ferðaþjón- ustu enda greinin vaxandi atvinnu- vegur. Ísland í fjórða sæti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.