Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 39
Alheimsfegurðardrottningin fyrr- verandi, Unnur Birna Vilhjálms- dóttir, leikur í nýjasta myndbandi Garðars Thors Cortes við lagið Luna en ráðgert er að það verði tekið til sýningar í Bretlandi á næstunni. Myndbandið var tekið upp í óspilltri náttúru Íslands og má meðal annars sjá Unni Birnu uppi á jökli. Jafnframt var söng- konan Heather Small Garðari til halds og trausts en einhverjir tón- listaráhugamenn ættu að kann- ast við hana úr hljómsveitinni M- People sem gerði lagið One Night in Heaven nánast ódauðlegt á skemmtistöðum landsins. Blaðamaður frá sjónvarpsstöð- inni Classic FMTV fylgdist með upptökum myndbandsins og að sögn Einars hélt sá ekki vatni yfir náttúrufegurðinni og mynd- bandinu en í bígerð er klukkutíma- langur þáttur um Garðar Thor og feril hans. Unnur í myndbandi með Garðari Thor AAAAAAAAAAAAAAAA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.