Fréttablaðið - 07.03.2007, Page 18

Fréttablaðið - 07.03.2007, Page 18
greinar@frettabladid.is Ég opna morgunútvarpið og út streymir boðskapur launaðs áróðursmeistara Landsvirkjunar: Íslendingar búa svo vel að eiga hreinar orkulindir í heimi sem er á heljarþröm vegna loftslagshlýn- unar, sem stafar af brennslu jarðefna eins og kola og olíu. Í þágu heimsbyggðarinnar, já gjörvalls mannkynsins, ber því þessari þjóð að fórna þessari guðsgjöf og virkja þessa orku sem allra fyrst, já ekki seinna en strax, til framleiðslu á áli sem annars kynni að vera framleitt með miklu óvistvænni hætti annars staðar. Hins lét áróðurs- fulltrúinn ekki getið, að með stækkun álversins í Straumsvík einu og sér mundum við að vísu í leiðinni auka mengun í landinu sem svarar öllum útblæstri alls bílaflota landsmanna eða alls bátaflotans. Þeir einu drættir myndarinnar sem honum hentar að draga fram í sína áróðurs- mynd, eru samanburður á subbulegustu kola- eða olíukyntu álverum heims og þeirri heiðríku orku sem beisla má í íslenskum fallvötnum eða með gufuorkunni í iðrum jarðar. Hann nefnir ekki einu orði að þessar orkulindir Íslands eru takmarkaðar. Mannkynið allt telur um þessar mundir 6 milljarða manns. Allar orkulindir Íslands mundu rétt nægja til að sjá einni meðalstórri Evrópuborg með um 6 milljónir íbúa fyrir þeirri orku sem hún þarfnast. Neytendur í þeirri borg greiða nú sennilega fimm-sexfalt álvera- verð fyrir þá orku – og það verð getur aðeins farið hækkandi. Það hentaði heldur ekki áróðursmeistaranum að geta þess að þau málmbræðsluver, sem verið er að yfirfæra hingað til lands á vegum Alcan, Alcoa og Elkem, eru öll knúin með raforku frá vatnsorkuverum. Að því leyti er ekki verið að draga úr mengun. Ástæðan fyrir flutningnum hingað til lands er fyrst og fremst tvíþætt. Annars vegar vilja fyrirtækjasamsteypurnar geta selt þessa raforku á fullu heimsmarkaðsverði á neytenda- markaði heima fyrir, meðan málmbræðslunum er séð hér fyrir orku á útsöluverði, jafnvel niðurgreiddu af íslenskum neytendum. Hins vegar að losna við mengun af völdum flúors og brennisteins af heimaslóðum. Það er svo sjálfsagt hluti af þeirri fórn í þágu mannkyns, sem okkur Íslendingum er lögð á herðar með eignarhaldi á hreinustu endurnýj- anlegu orkulindum heims og tærasta andrúmslofti heims að bjóða lungu og öndunarfæri okkar og barna okkar til hreins- unar á þessum skaðvænlegu loftttegundum! Auk þessa hefur í bæklingum söluskrifstofu Framsóknarflokksins í iðnaðar- ráðuneytinu til skamms tíma verið tekið fram að vinnuafl sé hér ódýrt, vel menntað og þjált í meðförum. Íslendingum hefur löngum verið ósýnt um alla kaupsýslu. Við létum útlenda kaupmenn um þá iðju um nærri þúsaldar skeið og jafnvel hötuðum þá og fyrirlitum fyrir vikið. Menn áttu ekki að hagnast á viðskiptum með nauðsynjar; orð eins og gróði, ágóði og arður voru skammaryrði og gáfu til kynna að óheiðarlega væri að verki staðið. Pöntunarfé- lagshugsjónin féll vel að þessu lífsviðhorfi. Best af öllu var ef einhver fórnaði sér í þágu hugsjónarinnar, annaðist innkaup og bókhald og geymslu vörunnar ókeypis. Það er með ólíkindum, eftir alla sögu samvinnuhreyfingarinn- ar og reynsluna af kaupfélögun- um, að enn skuli eima eftir af þessu viðhorfi og fólk telja sér trú um að það sé einhver mann- gæska og göfugmennska í því fólgin að fórna sér í þágu óljóss en „göfugs“ málstaðar, eins og þess að Íslendingum beri að leggja sitt af mörkum til frelsun- ar öllu mannkyni – helst án þess að hagnast! Það er borðleggjandi að þótt öllum álverum heimsins yrði safnað saman hér á landi og þau knúin með hinni hreinu íslensku orku mundi það tæpast fresta náttúruhamförum af völdum loftslagshlýnunar um margar vikur, hvað þá bjarga heiminum. Og af hverju ættum við sökum manngæsku og göfuglyndis að afneita þeim lögmálum framboðs og eftir- spurnar, sem á næstunni eiga eftir að hækka verð orkulindanna jafnt og þétt og verða komandi kynslóðum ómetanlegur höfuð- stóll, hvernig svo sem þær kjósa að ganga á hann eða hvenær? Hver vegna að sóa því núna, sem hægt verður að selja margföldu verði í ekki svo fjarlægri framtíð? Hér er það bæði okkur og heiminum í hag, að við tökum kaldhugsað bissnisssjónarmiðið fram yfir slappa hugsun um íslenska þjóð í gervi mannkyns- frelsara. Bissniss og manngæska Hvers vegna að sóa því núna, sem hægt verður að selja margföldu verði innan tíðar? Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 2003 um að sett verði stjórnar- skrárákvæði um „sameign íslensku þjóðarinnar að fiskveiðiauðlindinni“ hefur komið til umræðu síðustu daga. Hugmyndina má raunar rekja til laga um fiskveiðistjórn allt frá 1988, en eink- um var það álit auðlindanefndar árið 2000 sem gaf henni byr undir báða vængi. Nú er það ekki verkefni lögfræðinga að skipta sér af því hvaða efnisreglur eru settar í stjórnarskrá á hverjum tíma. Það heyrir hins vegar til lögfræði að útfæra stefnumið stjórnmálamanna í lagatexta þannig að tilætluð markmið þeirra náist. Í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að benda á eft- irfarandi: Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslu- laus dýr, þ.á m. fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar“ eða „þjóðareign“ á nytjastofnunum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar“, hvorki eignar einstaklinga né ríkisins. Það sem auðvitað er fyrir mestu er hvernig nýtingarrétti á fiskveiðiauðlind- inni er háttað. Í krafti almenns lagasetn- ingarvalds (fullveldisréttar) hefur íslenska ríkið það í hendi sér hvaða reglur eru settar um nýtingu á fiskveiðiauðlind- inni, eins og kvótakerfið og þróun þess sýnir best. En hvaða réttaráhrif á þá ákvæðið um „sameign þjóðarinnar“ að hafa á þessar heimildir löggjafans svo og nýtingarrétt einstaklinga? Af einhverjum ástæðum hefur ekkert skýrt svar komið fram þótt tilefnið hafi lengi verið ærið. Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar“ eða „þjóðareign“ er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu eftir pólitískri vild. Slíkt ákvæði gengur því gegn því almenna markmiði laga og stjórnarskrár að skapa frið og öryggi í samfélaginu með skýrum og afdráttarlausum reglum. Það má heita nógu slæmt að „skreyta“ stjórnarskrár með ýmsum lagalega marklausum stefnuyfirlýsingum, eins og nú er í tísku víða um lönd. Það keyrir um þverbak þegar setja á í stjórnarskrá ákvæði sem enginn veit hvað þýðir! Höfundur er lögfræðingur. Auglýst eftir efnislegu inntaki! S tundum er tíðarandinn þannig að stjórnmálamenn telja yfir- borðsmennsku, upphrópanir og útúrsnúninga vera þá eigin- leika sem best þjóni því markmiði að ná athygli kjósenda. Þessi hlið stjórnmálabaráttunnar er bæði gömul og ný. Að sama skapi er andóf gegn henni ævinlega jafngilt. Umræður um nýafstaðinn landsfund Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eru ágætt dæmi um pólitíska yfirborðsmennsku. Því er vitaskuld ekki að leyna að þessi stjórnmálaflokkur stendur lengst til vinstri og þaðan kemur boðskapur um meiri ríkisafskipti en annars staðar frá sem auðvelt er að gagnrýna. Málefnaumræða á landsfundi Vinstri grænna bar um sumt svip- mót meiri trúar á ríkisafskipti en um nokkurn tíma hefur sést í íslenskri stjórnmálaumræðu. Ef til vill er það fyrst og fremst vottur um að forystumenn flokksins þykjast ekki vera annað en þeir eru. Athyglisverðast er að nánast öll umræða andstæðinga Vinstri grænna hefur snúist um eitt orð sem hrökk af vörum Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins. Það er orðið: Netlögregla. Slíkt orð er að vísu ágætlega fallið til útúrsnúninga. Það hefur verið ótæpi- lega gert með aðdróttunum um að hugsjón formannsins snúist um meiri háttar „stóra bróður“ eftirlit með samborgurunum á netinu. Ef menn á hinn bóginn kjósa málefnalega umræðu um þetta efni er stóra spurningin þessi: Var eitthvað í samþykktum Vinstri grænna eða ummælum formannsins sem gefur tilefni til að leggja á þann veg út af notkun þessa orðs? Þegar að því er gáð kemur í ljós að svo er ekki. Auðvitað getur verið gáleysi af reyndum stjórnmálamanni að nota orð sem er jafn vel fallið til útúrsnúninga eins og það sem hér er vitnað til. En hitt er ómerkilegri pólitík að nota það af engu tilefni til útúrsnúninga og villandi ályktana um það sem augsýnilega var átt við. Nær sanni er að þessi ummæli fólu í sér viðurkenningu á mikil- vægi þess að efla löggæslu á þeim nýja tæknivettvangi sem netið er. Það er auðvitað fyrst og fremst tæknibylting til góðs. En hinu er ekki að leyna að hún hefur orðið vettvangur afbrota sem ógna einstaklingsfrelsi. Hefðbundin átakalína í stjórnmálum hefur verið sú að borgara- flokkar hafa verið málsvarar laga og reglna og traustrar og virkrar löggæslu. Vinstriflokkar hafa þar á móti andæft slíkum sjónarmið- um. Þetta eru klassísk átök í pólitík. Þegar formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ræðir í alvöru um að efla verði löggæslu á þessu nýja tæknisviði, þar sem margt bendir til að afbrotamenn standi feti framar en löggæslan, eru það pólitísk tíðindi. Það eru pólitísk tíðindi vegna þess að þau eru merki um að róttækur vinstriflokkur er að teygja sig inn að miðjunni í átt til borgaralegra viðhorfa á þessu sviði. Hugmyndafræði einstaklingsfrelsins felur ekki í sér rétt eins til þess að ganga á rétt annars. Sá réttur nær ekki lengra en að nefi næsta manns. Einstaklingsfrelsi án siðferðilegra viðmiða og leik- reglna er ekki mannlegt samfélag. Virk löggæsla sem lýtur lýðræð- islegu eftirliti og valdatakmörkunum er því þáttur í að treysta frelsi einstaklinga en ekki brjóta það niður. Vinstri grænt hefur ugglaust um sumt færst lengra til vinstri, en að þessu leyti færðist flokkurinn nær miðju. Fullyrðingar um annað eru dæmi um útúrsnúning. Einstaklingsfrelsi og löggæsla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.