Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 11
Kvenfélagið Hringurinn
afhenti Sankti Jósefsspítalanum í
Hafnarfirði magagreini að gjöf í
fyrradag. Tækið, sem heitir
Gastropanel, er hið fyrsta sinnar
tegundar á Íslandi og mun verða
notað til aðstoðar við sjúkdóms-
greiningu hjá þeim sem leita til
læknis vegna meltingarónota.
Í fréttatilkynningu segir að
rannsóknir bendi til þess að fækka
megi magaspeglunum um helm-
ing með þessari nýju greiningar-
tækni. Kvenfélagið Hringurinn
gaf tækið í tilefni af 95 ára afmæli
félagsins sem er í dag.
Ásgeir Theodórs, yfirlæknir
spítalans, sagði nýju tæknina skila
nákvæmum niðurstöðum fyrir
aðeins þriðjung af kostnaði við
hefðbundna magaspeglun. Tæp-
lega tíu þúsund slíkar séu fram-
kvæmdar hérlendis á ári hverju
og kosti um 190 milljónir króna.
Hann sagði magagreininn hafa
í för með sér að árlega gætu marg-
ir sloppið við magaspeglun, sem
spari sjúklingnum sjálfum og
þjóðfélaginu fé og fyrirhöfn.
Tæknin sé mjög góð viðbót við
hefðbundnar greiningaraðferðir á
algengu vandamáli.
Magagreinirinn verður fyrst
um sinn notaður til greiningar á
um sjötíu einstaklingum á spítal-
anum, en stefnt er að því að koma
rannsókninni í almenna notkun
innan fárra mánaða.
Ásgeir sagði spítalann afar
þakklátan Kvenfélaginu Hringn-
um í Hafnarfirði fyrir þennan
mikilvæga stuðning, enda geti
verið mjög erfitt að fá fjármagn
fyrir nýjungum. Heimasíðan
gastropanel.is var opnuð samhliða
afhendingunni.
Helmingi færri magaspeglanir
Umhverfisráð íhugar
hvort gjald skuli tekið af þeim
sem aka á nagladekkjum.
Leyfilegan tíma nagladekkja-
notkunar mætti einnig stytta, að
mati ráðsins.
Þetta er gert til að sporna við
svifryksmengun.
Fleiri úrræði koma til greina,
svo sem sértilboð í strætó þegar
mengun er mikil, tímabundin
lækkun hámarkshraða og að nota
slitsterkari efni til gatnagerðar.
Einnig verður haldið áfram að
rykbinda umferðaræðar borgar-
innar þegar ástæða þykir til, eins
og segir í tilkynningu frá
Umhverfissviði.
Gjald lagt á
nagladekkin
Landhelgisgæslan
hefur nú fengið tvö tilboð í
mengunarvarnabúnað um borð í
nýja varðskipið
sem er verið að
smíða í Chile og
eru bæði
tilboðin í
skoðun, annað
frá Noregi og
hitt frá Lamar í
Finnlandi. Um
sams konar
búnað er að
ræða.
„Við leggjum
áherslu á að fá svipaðan búnað og
er í nágrannalöndunum. Ef hér
verður stórt mengunarslys við
land þá er það alþjóðlegt verk-
efni. Við erum að láta smíða
nánast systurskip norsks
varðskips. Búnaður Norðmanna
og okkar verður að geta unnið
saman,“ segir Halldór B. Nellet,
framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
Landhelgisgæslunnar.
Tvö tilboð í hús
Úrvinnslugjald á
nokkrum vöruflokkum lækkaði
töluvert 1. mars síðastliðinn.
Meðal annars lækkar það um
fjórðung á hjólbarða, um 30
prósent á pappa og 70 prósent á
plast. Lækkunin er að hluta til
tilkomin vegna þess að meira
hefur verið flutt inn af hjólbörð-
um og smurolíu en gert var ráð
fyrir þegar gjaldið var tekið upp í
byrjun árs 2006.
Úrvinnslugjald á að virka sem
hagrænn hvati til að auka
verðgildi flokkaðs úrgangs svo að
eftirsóttara verði að endurvinna
og endurnýta hann.
Úrvinnslugjald
lækkaði 1. mars
AFL OG HAGKVÆMNI
SAMEINAST
TÆKNIUNDRIÐ TDI® DÍSILVÉLIN EYÐIR AÐEINS 4,9 LÍTRUM
SIMPLY CLEVER
GullnaStýrið
Skoda Octavia hefur meðal annars
hlotið Gullna stýrið, einhver
eftirsóttustu bílaverðlaun heims.
SkodaOctavia
Skoda Octavia með 1,9 lítra TDI® dísilvél sannar að afl
og hagkvæmni getur farið saman. Vélin skilar 105
hestöflum en eyðslan er einungis 4,9 lítrar í blönduðum
akstri á hverja 100 km.
Svo er Octavia TDI® einnig fáanleg fjórhjóladrifin og
meira en tilbúin í átök vetrarins. Hvort sem hindrunin er
háir snjóskaflar eða hátt eldsneytisverð þá ertu í
toppmálum á Skoda Octavia TDI®.
Í ágúst 2006 tókst Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra FÍB
blaðsins, að ná eyðslu bílsins í 3,63 lítra þegar hann ók
rúmlega hringveginn, alls 1.515 km, í áheitaakstri HEKLU
fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.