Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 8
 Hver er stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf.? Hver hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í gær? Hvaða bandaríski kvik- myndaleikari var væntanlegur til landsins í gær? Hita og njóta Nú getur þú framreitt ljúffenga súpu frá Knorr úr úrvals hráefni á augabragði. Tilvalin í forrétt eða sem hressandi aðalréttur fyrir tvo. Hún er tilbúin – bara að hita og njóta!F í t o n / S Í A F I 0 2 0 2 3 5 Mjóeyrarhöfn í Reyð- arfirði verður önnur stærsta höfn landsins þegar álver Fjarðaáls verður komið í full afköst. Um 3.500 tonn verða flutt daglega um höfnina eða um 1,3 milljónir tonna á ári. Til samanburðar má geta þess að um tvær milljónir tonna fara árlega um Reykjavíkurhöfn og 900 þúsund tonn um Grundar- tangahöfn. Alcoa Fjarðaál og Eim- skip hafa undirritað samning um hafnarstarfsemina eystra. Skipaafgreiðslusamningurinn felur í sér lestun og losun á um 17.000-20.000 gámaeiningum á ári. Rúmlega 30 ný störf skapast á svæðinu til viðbótar þeim 40 störf- um sem þegar eru til staðar hjá Eimskip á Austurlandi en þessi störf koma öll til vegna álvers- framkvæmda Alcoa Fjarðaáls. Að sögn Tómasar Más Sigurðs- sonar, forstjóra Alcoa Fjarðaáls, munu margvíslegir möguleikar opnast með tilkomu samkomu- lagsins við Eimskip, enda sé mikið rými fyrir frekari uppbyggingu við höfnina. „Einnig er ljóst að höfnin verður mjög mikilvæg í framtíðinni vegna nálægðar henn- ar við Evrópu.“ Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segist sjá fyrir sér að aðstaðan í Reyðarfirði muni keppa við Sundahöfn og höfuðborgar- svæðið um söfnun og dreifingar- þjónustu fyrir inn- og útflutning. Samningurinn, sem er til 5 ára, er einn sá stærsti sem Eimskip hefur undirritað á Íslandi. Gert er ráð fyrir að árlega verði flutt út um 340 þúsund tonn af áli. Innflutn- ingur um höfnina verður hins vegar um 700 þúsund tonn af súráli og 220 þúsund tonn af raf- skautum og tengdum afurðum fyrir Alcoa Fjarðaál. Ljóst er að aukning skipaum- ferðar í Reyðarfirði eykst mjög mikið með umsvifum tengdum álveri Reyðaráls. Í matsskýrslu Alcoa Fjarðaáls er áætlað að 102 skip komi til Reyðarfjarðar árlega með aðflutninga, en 45 skip fari þaðan með útfluttar afurðir. Skip- in sem um ræðir eru á bilinu 5.000 til 45.000 tonn að stærð. Fyrsta skipið með súrál til framleiðslunn- ar er væntanlegt á allra næstu dögum og þá hefst hafnarstarf- semin í raun og veru, að sögn Tóm- asar Más. Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, bindur miklar vonir við aukin umsvif og bætta hafnaraðstöðu í Fjarðabyggð. „Við fögnum þeim styrk sem þessi ákvörðun Eimskips hefur í för með sér. Þetta kallar á aukna þjón- ustu á svæðinu og við gerum ráð fyrir að vel verði gert við bæði fólk og fyrirtæki,“ segir Helga. Næststærsta höfnin á Reyðarfirði Alcoa Fjarðaál og Eimskip hafa gert skipaafgreiðslu- samning fyrir Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. 1,3 millj- ónir tonna af vörum og varningi fara um höfnina árlega. Fyrsta súrálsskipið er væntanlegt. Einnig er ljóst að höfn- in verður mjög mikilvæg í framtíðinni vegna nálægðar hennar við Evrópu. Saksóknari sér ekki til- efni til að ákæra Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkis- ráðherra, fyrir að nota orðið „alræmdur“ um látinn embættis- mann í sjónvarpsþætti. Jón hafði verið kærður af upp- komnum börnum Sigurjóns heit- ins Sigurðssonar, fyrrverandi lög- reglustjóra, fyrir að kalla föður þeirra „alræmdan lögreglustjóra“ í Kastljóssþætti hinn 10. október. Björn Þorvaldsson, settur sak- sóknari, segir að orðið „alræmd- ur“ eitt og sér segi ekki mikið. Skilningur Jóns á orðinu virðist vera annar en almennur skilning- ur sé nú á dögum. Hann hafi ekki verið að lýsa Sigurjóni sem slæm- um manni. „Þetta fullyrðir hann og það er ekkert hægt að segja við því,“ segir Björn. Jón Magnússon, lögmaður barna Sigurjóns, þeirra Soffíu, Sigurðar, Magnúsar Kjaran, Birgis Bjarnar, Jóhanns og Árna, hafði ekki heyrt í skjólstæðingum sínum þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Málið hafi átt að reka sem opin- bert mál, en ljóst sé að enn geti þau farið í einkamál, segir Jón. „Eins og málið horfir við sýnist mér að Jón Baldvin hafi í raun fært fram ákveðna afsökun á þeim ummælum [sínum] eða skýrt þau með þeim hætti að það hlýtur að koma til skoðunar hjá mínum umbjóðendum hvort það er full- nægjandi eða ekki,“ sagði Jón Magnússon í gær. Jón Baldvin ekki ákærður Hópur fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar hf. og Hópbíla/Hagavagna hf. kaupir allan hlut FL Group í Kynnis- ferðum ehf. Áætlaður söluhagnaður FL Group er um 450 milljónir króna. Tilboðið er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og er kaupverðið sagt vera trúnaðar- mál. Í tilkynningu um söluna kemur fram að með þessu hafi FL Group lokið sölu á öllum dótturfyrirtækjum sínum sem tengdust gamla ferðaþjónustu- hluta Flugleiða. FL Group selur Kynnisferðir hf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.