Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 14
 Ríkisstjórnin sam- þykkti í gær tillögur nefndar for- sætisráðherra þar sem öryrkjum er gert kleift að „gerast jafn öfl- ugir þátttakendur á vinnumarkaði og aðrir þjóðfélagsþegnar án þess að eiga það á hættu að örorkubæt- urnar falli niður“. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir samþykkt ríkisstjórnarinnar mik- ilvæga en ítrekar að ekki sé allri vinnu lokið. „Þessar tillögur eru ánægjulegar, og skipta sköpum, en þær eru ekki enn orðnar að lögum og því er vinnu við þessi málefni alls ekki lokið. Atriðin sem þarna eru lögð fram hafa verið baráttumál hjá öllum sam- tökum fatlaðra árum saman og að því leytinu til eru þetta ánægjuleg tímamót,“ segir Sigursteinn en leggur jafnframt áherslu á að unnið verði hratt og örugglega að málinu. „Ef þessar tillögur verða að lögum þá er það mikill og merk- ur áfangi.“ Lagt er til í tillögum nefndar- innar að núgildandi örorkumat verði fellt niður og að í stað þess komi sveigjanlegra mat sem taki öðru fremur mið af starfsgetu ein- staklingsins en örorku. „Í þessu felst að öryrkjar eigi að geta stundað vinnu án þess að eiga á hættu að missa allar bætur vegna veikinda sinna,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra er hann kynnti tillögurnar að loknum rík- isstjórnarfundi í stjórnarráðshús- inu í gær. Bolli Þór Bollason, formaður nefndar forsætisráðherra, sem vann að málinu í samstarfi við Öryrkjabandalagið, Alþýðusam- band Íslands, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Samtaka atvinnulífsins og Landssambands lífeyrissjóða, telur breytinguna verða þjóðhagslega hagkvæma til lengri tíma litið. „Það er óumdeilt í mínum huga að mikill fjárhags- legur ávinningur er í því fólginn að efla endurhæfingarúrræði. Kostnaður verður vitanlega ein- hver til þess að byrja með en á móti vegur minni kostnaður vegna lækkunar bótagreiðslna þegar ein- staklingar fara út á vinnumarkað- inn eftir endurhæfingu.“ Öryrkjum gert auðveld- ara að vinna Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur nefndar sem felur í sér eflingu starfsendurhæfingar öryrkja. ÚTBOÐ Norræna Húsið í Reykjavik óskar eftir tilboðum í endurnýjun neysluvatnslagna og hreinlætistækja í húsinu, ásamt þeim verkum sem af því leiðir. Útboð þetta tekur til, að fjarlægja núverandi hreinlætistæki og neysluvatnslagnir ásamt óhjákvæmilegu múrbroti og niðurtekt timburlofta. Þá skal leggja nýjar lagnir , endurmúra í niðurbrot, flísaleggja, koma fyrir timburloftum og gera við málningu. Neysluvatnslagnir liggja að langmestu leyti undir kjallaralofti, upp í gegn um gólf og eftir gjallveggjum upp að tækjum. Nýjar stofnlagnir gerist úr ryðfríu stáli, en lagnir að tækjum með plastlögnum í ídráttarrörum. Helstu áætlaðar magntölur eru: R yðfrí klemmd rör 370 m. Tengidósir og kistur 56 stk. Hreinlætistæki 22 2 stk. Endurflísalögð gólf 12 m Endurflísalagðir veggir 90 m2 Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu Norræna Hússins, án endurgjalds, frá og með 08.03.2007. Vettvangsskoðun verður 15.03 .2007, k1.1 1 .00 f.h. Tilboðum skal skila á sama stað og verða þau opnuð þar þann 26.03.2007, kl. 1 1 .00 f.h. að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Miðað er við að húsið verði ekki opið almenningi meðan á verktíma stendur , en hugsanlegt að einhverjir starfsmenn hússins verði við störf. Hefja skal verkið 1 8.06.2007 og skal því lokið eigi síðar en 05.08.2007 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6,3 á richter reið yfir indónesísku eyjuna Súmötru í gær. Nokkrir eftirsjálftar fylgdu í kjöl- farið, sá öflugasti 6 á richter. Að minnsta kosti 70 manns lét- ust í skjálftanum og hundruð slös- uðust að sögn yfirvalda sem spáðu því strax að tala látinna myndi fara hækkandi. Skjálftans varð einnig vart í nágrannalöndunum Malasíu og Singapúr þar sem háhýsi voru rýmd. Upptök skjálftans voru við borgina Padang sem liggur við sjávarsíðuna. Þúsundir íbúa borg- arinnar óttuðust að flóðbylgja væri á leiðinni og flúðu í ofboði á svæði hærra yfir sjávarmáli. Sá ótti reynist þó ástæðulaus. Indónesía er staðsett á einu mesta jarðskjálftasvæði í heimi og undanfarin ár hefur röð nátt- úruhamfara dunið þar yfir. Mann- skæðasti atburður síðari ára er flóðbylgjan sem reið þar yfir árið 2004 þegar að 160.000 íbúar norð- urhluta Súmötru fórust. Á árinu 2006 létust tæplega fimmþúsund manns í flóðbylgjum af völdum jarðskjálfta á annan í jólum. Stóð heimsbyggðin á önd- inni þegar myndir birtust í fjöl- miðlum á sama og jólahátíðin stóð sem hæst. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, Lewis Libby, var í gær sakfelldur fyrir hindrun réttvísinnar, meinsæri og að hafa logið að alríkislögregl- unni (FBI) við rannsókn á leka á nafni útsendara leyniþjónustunnar (CIA). Árið 2003 var nafni útsendar- ans Valerie Plame lekið til fjölmiðla. Mikið var rætt um að hugsanlega hefði það verið hefnd vegna harðrar gagnrýni eigin- manns Plame á Íraksstríðið. Dómur yfir Libby verður kveðinn upp í maí og gæti hann átt yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi. Sakfellt í leka- málinu í gær Styrking krónunnar upp á 1,3 prósent í gær er rakin að hluta til krónubréfaútgáfu austurríska ríkisins. Útgáfan nam 25 milljörðum króna og er með þeim stærstu frá upphafi. Áður hafði krónan veikst um sem nemur fjórum prósentum frá því hún var hvað sterkust í síðustu viku. Greiningardeild Kaupþings bendir þó á í hálffimmfréttum sínum í gær að fleiri þættir en krónubréfaútgáfan hafi stutt við krónuna. „Má þar nefna að jenið hefur veikst lítillega eftir talsverða veikingu undanfarna viku,“ segir Kaupþing. Enn eru gefin út krónubréf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.