Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 34
Ég var á netkaffihúsi í Salamanca á Spáni þegar ég fékk skeyti úr pósthólfi stúlku sem var nemandi í Kenn- araháskóla Íslands. Í póstinum stóð: „You´ve got the virus.“ Þetta var um eftirmiðdag að vori: Spánarmollan var komin. Pólóbolurinn límdist við bakfituna á mér í stólnum fyrir framan tölv- una. Það er vont að vera feitur, sveittur og vænisjúkur í hita- stækju. Ég lokaði pósthólfinu og gekk heim. Hvað er stelpan að segja mér? Ég lagðist í rúmið mitt og hélt áfram að hugsa um tölvupóstinn. Á endanum áttaði ég mig: Stelpan var að segja mér að ég væri með HIV. Hún var vinkona gamallar kær- ustu sem hafði smitað mig. Kær- astan þorði ekki að hafa samband við mig sjálf af ótta við að ég yrði brjálaður af reiði. Pósturinn var á ensku af því að ég hefði getað þekkt stíl vinkonunnar og hann var auðvitað ekki undirritaður. Ég átti ekki að komast að því hver gamla kærastan var. En hún gat ekki fengið það af sér að segja mér ekki frá dauðadóminum; hún vildi ekki hafa tvö líf eða fleiri á samviskunni. Eftirleikurinn var auðveldur. Ég ætlaði að fljúga til Íslands dag- inn eftir og segja foreldrum mínum fréttirnar. Svo ætlaði ég að nota tímann og ferðast til allra landanna sem ég hafði ekki komið til. Fyrst ætlaði ég að fá staðfest- ingu á því sem ég vissi; ég þurfti að hringja í vinkonuna. Ég fór aftur á netkaffihúsið og fann símann hennar. „Já, sæl. Þetta er Ingi Vilhjálmsson hérna. Þú varst að senda mér tölvupóst.“ „Ha, nei,“ sagði stelpan. „Skeytið kom úr pósthólfinu þínu,“ sagði ég. „Heldur þú að þetta hafi ekki bara verið tölvuvírus,“ sagði hún. – Mér hafði ekki dottið það í hug. Ég þakkaði stúlkunni kærlega fyrir upplýsingarnar og lagði á. Mér var létt. Tölvuvírusinn hafði orðið að HIV-vírusi í huganum á mér: Martröð sem endaði í myrkri. Hjálpa til við að flytja? Mánudaginn 12., ætla bara að athuga í dagbókina hjá mér! Nei, því miður, held ég komist ekki þá! Hey nálapúði! Haha, já, nálapúði! Hvenær missti mamma þín þig ofan í nálakassann? Hey! Hann heitir Nóri og er vinur minn! Ef þið eruð með einhver leiðindi við hann er mér að mæta! Skilið? Afsakaðu! Fyrirgefðu! Svona á að gera þetta! Takk, en framvegis skal ég sjá um krakkana í fjórða bekk! Treystu mér Jón, það er ekki svo auðvelt að næla sér í tíkur þegar maður heitir Snúlli! Já ... En ... Lalli ... Grasið Er Grænna! En hvað það er skrítið að borða án barnanna ... Ég sakna þeirra smá! Splass! Betra? Vi nn in ga r v er Ða af he nd ir hj á B T S m ár al in d. K óp av og i. M eÐ þ ví aÐ ta ka þ át t e rtu ko m in n í S M S k lú bb . 1 49 kr /s ke yt iÐ . * A Ða lvi nn in gu r e r d re gi n úr ö llu m in ns en du m SM S s ke yt um . 12. HVER VINNUR! FULLT AF AUKAVINNINGUM: PSP TÖLVUR · SONY ERICSSON FARSÍMAR · PS2 TÖLVUR · TÖLVULEIKIR BÍÓMIÐAR Á TEENAGE MUTANT NINJA TURTLES · DVD MYNDIR · FULLT FULLT AF PEPSI OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS BTC PS3 Á NÚMERIÐ 1900 SVARAÐU EINNI SPURNINGU UM PLAYSTATION OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGURINN PS3 + 23”SONY LCD + LEIKIR FYRIR PS3 SPILAÐU Í BESTU GÆÐUM! Gleðilegar ræstingar – og farsælan vinnudag! R V 62 26 Rekstrarvörur 1982–200725ára TASKI Swingo 450 Einstakleg lipur vél sem hentar vel þar sem er þröngt. Raunhæf afköst 450m2/klst TASKI Swingo 1250 B Hentar meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum. Raunhæf afköst 1250m2/klst Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar hjá RV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.