Fréttablaðið - 07.03.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 07.03.2007, Síða 20
Bónstöðin Bón og þvottur hjá Jobba, Skeifunni 17, á tuttugu og fimm ára afmæli. Jósef Kristjánsson hóf rekstur á bónstöðinni Bón og þvottur hjá Jobba árið 1987. Fyrirtækið fagn- ar því tuttugu og fimm ára afmæli í ár og er þar með elsta bónstöð landsins. „Ég stofnaði bónstöðina fimm árum eftir að ég hóf störf hjá fyr- irtækinu Sveini Egilssyni hf., við bón og standsetningu á bílum,“ segir Jósef og bætir við að þar hafi hann öðlast talsverða þekk- ingu á bílavörum og lakktegund- um. „Þegar ég stofnaði Bón og þvott hjá Jobba var að ég held bara ein bónstöð fyrir, niðri við Skúlagötu. Landsmenn tóku því stöðinni fagn- andi hendi og sumir kúnnanna hafa verið í viðskiptum hjá okkur um árabil.“ Jósef segir bransann hafa tekið miklum breytingum frá stofnun fyrirtækisins. „Bóntegundum hefur fjölgað og lakkið breyst. Hér hafa rúllað í gegn allar bíla- tegundir, tól og tæki, svo sem skemmtibátar, snjósleðar, mótor- hjól, kappakstursbílar og go kart bílar. Flugvélar eru það eina sem við höfum ekki bónað,“ segir hann og hlær. Að sögn Jósefs er meðallíftími bónstöðva á bilinu tvö til þrjú ár. Hvert skyldi því leyndarmálið vera á bak við langlífi Bóns og þvottar hjá Jobba? „Hér áður fyrr fór fjöldi manna út í rekstur bón- stöðva í þeirri von að það yrðu mikil uppgrip líkt og með síldina í sjónum,“ svarar Jósef. „Flestir gáfust upp og seldu eftir nokkra mánuði. Eigendaskipti eru enn tíð. Menn skortir þolinmæðina sem þarf til að endast í þessum bransa.“ Jósef segir vönduð vinnubrögð líka spila inn í velgengni bónstöðv- arinnar. „Maður hefur lært tölu- vert á bíla í gegnum árin og skilar þeim ekki af sér nema í topp- ástandi. Ætli þetta tvennt ráði því ekki að fyrirtækið hefur enst svona lengi.“ Spurður um hvernig aldarfjórð- ungsafmælinu verði fagnað, vill Jósef sem minnst gefa upp. „Sem stendur er ekkert skipulagt. Ætli það verði bara ekki að koma í ljós,“ svarar hann af hógværð og biðst undan því að ræða lengur við blaðamann, sem hefur haldið honum alltof lengi frá viðskipta- vinunum. roald@frettabladid.is Hef bónað allt nema flugvél Önnur umferðin í WPSA-móta- röðinni í snjókrossi. Segja má að keppnisliðin frá Pol- aris, SkiDoo og Lynx hafi deilt sig- urlaununum bróðurlega á milli sín þegar önnur umferð í WPSA móta- röðinni í snjókrossi fór fram á Vaðlaheiði síðasta laugardag. Einkenni var á keppninni á Vaðlaheiðinni að gott start hafði allt að segja um endaröðunina því framúrakstur var erfiður í braut- inni. Meistaraflokkurinn var mikil skemmtun á að horfa. Reynir Stef- ánsson á SkiDoo hafði vinninginn í flestum ræsingum og sigraði í tveimur af þremur hítum, sem og úrslitahíti dagsins en Ásgeir Frí- mannsson á Artic Cat sigraði í fyrsta hítinu. Í sportflokknum var ekki slegið af frekar en fyrri daginn. Þar bit- ust þeir um sigurinn í undanúr- slitahítunum, Sæþór Sigursteins- son á Arctic Cat og Kári Jónsson á Lynx og vann Sæþór tvo af hítun- um en Kári eitt. Í úrslitahítinu kvittaði Kári fyrir daginn með fínum akstri og öruggum sigri og hirti þar með sigurlaun dagsins. Í unglingaflokknum öttu liðsfé- lagarnir í Polarisliðinu kappi, þeir Baldvin Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson, en Bjarki sigraði tvö af þremur undanhítunum. Í úrslitahítinu virtist hann ætla enn og aftur að tryggja sér sigur með góðu starti en eftir tvo hringi tókst Baldvini loks að komast fram úr og eftirleikurinn var auðveldur. Baldvin situr á toppnum í stiga- keppni unglinganna. Of snemmt er að segja til um hverjir standa uppi sem sigurveg- arar í lokin en fram undan eru þrjár keppnir til viðbótar. Sú næsta verður á hinu árlega móti vélsleðamanna í Mývatnssveit 10. mars. Sigurlaununum deilt Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.