Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég held ég hafi verið að reyna
að safna hári á þessum tíma, ég
hef reynt það nokkrum sinnum.
Jakkinn er væntanlega skærasta
flík sem ég hef átt í gegnum tíð-
ina. Ég man að kjóllinn sem ég
held á er búinn til úr angóruull-
arnærbolum. “
Þeir sem horfðu á fréttaskýringa-
þáttinn 60 mínútur á sunnudags-
kvöld hjuggu margir hverjir eftir
nýyrði í innslagi um þáttastjórn-
andann umdeilda Bill O‘Reilly, þar
sem hugtakinu „right conservati-
ve“, eða hægrisinnaður íhalds-
maður, var snarað yfir á hið ást-
kæra ylhýra sem „hólmsteinska“.
„Þetta er léttlyndisleg þýðing
sem við höfum stundum notað hér
á kontórnum og kastað á milli
okkar,“ segir Matthías Kristians-
en þýðandi, sem þýddi téðan þátt.
Í þýðingunni er auðvitað verið að
vísa til doktors Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar, eins ötulasta
talsmanns frjálshyggjunnar á
Íslandi um árabil. Sérfræðingar
sem Fréttablaðið ræddi við voru á
einu máli um að þýðingin væri vel
heppnuð; tilvísunin og merkingin
væru skýr og orðið félli vel að
íslensku beygingakerfi.
Matthías vill þó sem
minnst úr málinu gera og
telur ólíklegt að orðið fest-
ist í sessi. „Ég held að þeir
sem horfa á 60 mínútur séu
almennt með svo þroskaða
málvitund að það er ólíklegt
að hugmyndaheimur þeirra
raskist út af einni gal-
gopalegri þýðingu og á
ekki von á að þetta
nýyrði eigi eftir að
gera sig gildandi, frek-
ar en mörg önnur.“
Sjálfur er doktor
Hannes hæstánægður
með þýðinguna. „Mér
er mikill sómi sýndur,“
segir hann og bætir við
að sér þætti það ekki ónýtt að
hafa áhrif á tungumálið. „Það
væri mér sannarlega mikill
heiður ef þetta orð tæki sér
bólfestu í tungumálinu í þess-
ari merkingu.“
Nýyrði tileinkað dr. Hannesi Hólmsteini
„Mér líst æðislega á þetta. Ég verð með svipað-
an þátt og ég var með, leiki og skemmtileg-
heit,“ segir Kristján Þórðarson útvarpsmaður,
eða Stjáni stuð eins og hann er jafnan kallaður.
Stjáni mun stjórna helgarþætti á nýrri útvarps-
stöð þeirra Capone-bræðra, Búa
Bendtsen og Andra Freys Við-
arssonar. Stöðin kallast Reykja-
vík FM og fer í loftið á allra
næstu dögum. Tíðni nýju
stöðvarinnar verður að
líkindum 105.
Þónokkuð er liðið
síðan Stjáni stuð var
síðast á öldum ljósvakans. Það er því mikið til-
hlökkunarefni fyrir hann og aðdáendur hans
að von sé á endurkomu meistarans. Aðdáend-
urnir þurfa þó ekki að kvíða því að kappanum
hafi farið aftur meðan á fjarveru hans stóð.
Stjáni er nefnilega með æfingastúdíó heima
hjá sér sem hann kallar Bylgjan 2. Eins
og áður verður eiginkona hans honum
stoð og stytta í útsendingum.
„Já, Soffía verður með mér og svar-
ar í símann. Henni finnst mjög
gaman að vera með mér,“ segir
Stjáni kokhraustur. Hann fagn-
ar því sérstaklega að mega
spila gamla og góða músík eins
og Rolling Stones og Bítlana.
„Þarna má ég spila tónlist sem
ég fíla, ég mátti það aldrei á X-
inu enda hef ég aldrei fílað tón-
listina á X-inu.
„Stjáni er góður vinur
minn og á skilið að vera
í loftinu,“ segir Búi
Bendtsen sem
verður
útvarpsstjóri
á stöðinni.
Auk Capone-
bræðra
verða þeir
Doddi litli og
Ómar Bonham
með þætti á
Reykjavík FM.
Stjáni stuð aftur á öldur ljósvakans
Mikil leynd hvílir yfir komu stór-
leikarans Leonardo DiCaprio hing-
að til lands í myndatöku fyrir tíma-
ritið Vanity Fair. Fréttablaðið
greindi frá því að von væri á
DiCaprio í gær og var upphaflega
reiknað með honum síðdegis. Tals-
verðar breytingar hafa þó átt sér
stað á ferðatilhögun DiCaprio, en
áður en blaðið fór í prentun var talið
líklegt að leikarinn myndi lenda að
næturlagi til að forðast óþarfa
áreiti.
Meðal þeirra sem eru í föruneyti
DiCaprio eru fjölmiðlafulltrúi leik-
arans og unnusta, fyrirsætan Bar
Rafaeli, en hún sat fyrir í einu vin-
sælasta tímaritaeintaki heims, bað-
fatablaði Sport Illustrated.
Annie Leibovitz, einhver fræg-
asti ljósmyndari heims, tekur mynd-
irnar en hún er hálfgerður hirðljós-
myndari þotuliðsins í Hollywood.
Starfsmenn Leibovitz komu hingað
fyrir nokkrum dögum og leituðu
heppilegra staða og voru augljós-
lega mjög ánægðir með það sem
fyrir augu bar. Upphaflega stóð til
að stjörnuhersingin héldi til Alaska
fyrir myndatökuna en þegar frá því
var horfið kom upp sú hugmynd að
fara til Íslands. Í fyrstu var þó ein-
ungis reiknað með stuttu stoppi og
að leikarinn myndi ekki einu sinni
hafa næturdvöl hér á landi en
DiCaprio krafðist þess að fá að
kynnast næturlífi Reykjavíkur sem
og landinu.
Samkvæmt upp-
lýsingum Frétta-
blaðsins mun
DiCaprio, starfs-
fólk Vanity Fair
og True North
eyða stærstum hluta dvalarinnar í
að ferðast um landið og finna heppi-
lega tökustaði en heimildir blaðsins
hafa verið á reiki um hvar þær færu
fram. Upphaflega var talið að
DiCaprio yrði myndaður á Snæfells-
jökli og þá voru einnig sögusagnir á
kreiki um að þær færu fram við Jök-
ulsárlón. Og var því fleygt fram að
leikaranum yrði komið fyrir úti á
ísjaka í miðju lóninu. Ekkert fékkst
þó staðfest í þessum efnum og Einar
Björn Einarsson, staðarhaldari í
Jökulsárlóni, kannaðist ekki við
komu True North eða stórrar kvik-
myndastjörnu þegar Fréttablaðið
hafði samband við hann. Starfs-
fólk True North var þögult sem
gröfin þegar Fréttablaðið leit-
aði svara og Finnur Jóhann-
esson, sem unnið hefur
baki brotnu við að undir-
búa komu leikarans
hingað, vildi ekkert
láta hafa eftir sér.
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is