Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 23
Sumarstörf erlendis geta verið spennandi leið til að fjármagna ferðalög og eru líka góð leið til að kynnast betur þjóðarsál þeirra landa sem ferðast er til. Á ferðalögum upplifir maður gjarnan land og þjóð sem hrein- ræktaður ferðamaður og nær ekki að kynnast íbúum landsins að ráði. Fyrir þá sem langar að komast nær þjóðarsálinni á ferðalögunum er tilvalið að fá sér sumarvinnu erlendis og jafnvel nota þannig tækifærið til að fjármagna ferða- lagið. Hjá ferðavefnum Lonely Planet er gott yfirlit yfir störf sem gætu hentað ferðamönnum undir kaflan- um „travel jobs“. Þar er einnig hægt að augýsa eftir starfi. Störfin sem þar eru í boði eru úti um allan heim, meðal annars á veitingastöð- um, hótelum, við þýðingar, barna- pössun og sem leiðsögumenn. Vinnumálastofnun er einnig með samskipti við vinnumiðlanir úti um allan heim og geta miðlað sumarstörfum erlendis, sérstak- lega á Evrópska efnahagssvæðinu. Nordjobb sem er á vegum Nor- rænu samtakanna, miðlar vinnu fyrir ungt fólk innan Norðurland- anna á aldrinum 18-28 ára þar sem markmiðið er að styrkja samskipti ungs fólks á Norðurlöndunum. Unga fólkið kynnist landi og þjóð gegnum sumarvinnu og frí- tíma í félagsskap annarra ung- menna og fær einnig húsnæði á vegum félagsins. Nordjobb er með allar upplýs- ingar varðandi sumarstörf á þeirra vegum. Lonly Planet tekur enga ábyrgð á sínum atvinnuaug- lýsingum og það borgar sig að kanna vinnureglur sérhvers lands hjá Vinnumálastofnun á Íslandi áður en lagt er í hann og jafnvel leita upplýsinga hjá sendiráði eða -herra viðkomandi lands. Nordjobb, www.nordjobb.net, Lonly Planet, www.lonlyplanet. com, Vinnumálastofnun, www. vinnumalastofnun.is Sumarstörf í útlöndum KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 6. – 20. september Fararstjóri: Magnús Björnsson 27. september – 12. október Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálfur mánuður í Kína, mjög vel skipulögð ferð þar sem það sem Kína er frægust fyrir verður skoðað. Hér má nefna Terrakotta herinn, einn merkilegasta fornleifafund veraldar, siglingu á skemmtiferðaskipi um Yangtze fljót sem er þekkt fyrir gljúfrin þrjú og að sjálfsögðu Kínamúrinn. Helstu borgir Kína, Shanghai og Beijing sóttar heim. Hér gefst tækifæri til að kynnast bæði hinu þjóðlega Kína en einnig þeim ótrúlega miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum. Sagan er heillandi og menningin ólík okkar, við kynnumst hefðum og smökkum á þjóðlegum réttum. Verð 288.200 kr. á mann í tvíbýli...allt innifalið! Nánari ypplýsingar í síma 570 2790 eða www.baendaferdir.is Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum í fjögurra nátta helgarferð til Tallinn í Eistlandi 19. apríl. Gríptu þetta frábæra tækifæri á helgarferð til þessarar fegurstu borgar Eystrasaltsins á frábærum kjörum – fyrstur kemur fyrstur fær. Helgarferð til Tallinn 19. apríl frá kr. 44.990 kr. 44.990 – L’Ermitage *** Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel L’Ermitage ***. Allra síðustu sætin - takmörkuð gisting! kr. 54.990 – Grand Hotel Tallinn **** Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Grand Hotel Tallinn ****. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.