Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 22
Tákn með tali er tjáningar- máti sem skilað hefur góðum árangri hjá börnum með frávik í málþroska. „Tákn með tali er tjáningarform, ætlað heyrandi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða,“ segir Eyrún Ísfold Gísla- dóttir, talmeinafræðingur og frumkvöðull.. „Farið er í kringum hindranir í máli með því að nota tákn samhliða tali og þannig fá þessir einstaklingar verkfæri til að tjá sig,“ segir Eyrún og útskýr- ir að Tákn með tali byggist á nátt- úrulegri tjáningu líkamans og grundvallist fyrst og fremst á lát- bragði og svipbrigðum sem kalla má náttúruleg tákn. „Það er okkur eðlilegt að tjá okkur með fleiru en orðum. Við til dæmis bendum og gefum til kynna hvort okkur er heitt eða kalt. Sam- ræmdu táknin koma síðan til við- bótar. Táknin eru oft mjög mynd- ræn og auðvelda barninu að gera sig skiljanlegt,“ segir Eyrún. Notkun þeirra hefur því í för með sér meiri og markvissari boðskipti og eflir það sjálfstæði og eykur lífsgæði. Eyrún segir í raun auð- veldara að tala með höndunum en talfærunum þar sem byggt sé á virkjun sjónskyns sem sé áhrifa- meira en heyrnarskyn og unnt sé að leiðbeina barninu með hand- stýringu. „ Útfærsla táknanna tekur mið af taltakti sem auðveldar fram- burð lengri eða erfiðari orða. Þetta er auðveld og árangursrík boð- skiptaleið sem hefur hjálpað mörgum, ekki síst börnum með mikil frávik í málþroska og fjöl- skyldum þeirra.“ Táknin á alltaf að nota með tal- máli en aldrei ein og sér þar sem þau eru viðbót við talað mál en koma ekki í staðinn. „Þetta er ekki það sama og táknmál heyrnar- lausra. Tákn með tali styður við þróun máls og tals og því fyrr sem farið er af stað því betra, en það er aldrei of seint,“ útskýrir Eyrún og leggur áherslu á að þátttaka og virkni umhverfisins (t.d. heimilis og skóla) séu lykilatriði. „Lokatakmarkið er talað mál og er þetta því hugsað sem nokk- urs konar brú. Tákn með tali er mjög auðvelt að nota og oftar en ekki ber aðferðin fljótt árangur.“ Mikilvægt er fyrir foreldra og fagfólk að sækja námskeið í notk- un Tákna með tali til að öðlast meira öryggi og fá nánari leiðsögn um notkun. Námsgagnastofnun hefur gefið út sérstaka Tákn með tali orðabók eftir Björk Alfreðsdóttur og Sig- rúnu Grendal og bent er á vefsíðu Vigdísar Einarsdóttur www.tmt.is þar sem táknin eru sett fram á lif- andi hátt með viðeigandi hreyf- ingum. Dýrmæt boðskiptaleið Laugavegi 67 · 101 Reykjavík · Sími: 551 8228 ÚtsölulokAllt á að seljast! Lokað í Kringlunni vegna breyting a opnum aftur 15.mars kl.10 Opið á Laugarvegi 17 alla daga Iðu-húsinu • Lækjargötu 2 • sími 552 7682 • www.glingglo.is NOSE & BLOWS Fæst í verslunum og apótekum um land allt. Ofnæmisprófuð lína sem er sérstaklega hönnuð fyrir kvefaða litla nebba. Mild formúla sem svíður ekki undan. Nebbaþurrkur og nebbakrem Blautklútar sem hjálpa til við að hreinsa nefgöngin. Inniheldur rakagefandi B5 vítamín og náttúrulegt mentol til þess að auðvelda öndun. Inniheldur hvorki litarefni né alkohól. Kremið inniheldur ilmkjarnablöndu af piparmyntu og eucalyptus auk nornaheslis sem er mjög græðandi. Fæst í apótekum um land allt Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.