Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 42
KVEF? NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR VERKJALYF FRUNSUKREM Það er engin ástæða til að láta sér líða illa. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Við hlustum! Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða infl úensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfi ð ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Otrivin nefúðinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstífl u og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fl jótt og áhrifi n vara í 6-10 klst. Otrivin getur valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatilfi nningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn.Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Strepsils töfl ur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu.Venjulega er ein tafl a látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst fresti. Lyfi ð þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. Einnig má leysa upp 1-2 töfl ur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur engin áhrif á önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöfl ur, sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu fylgja viðurkenndar leiðbeiningar á íslensku um notkun lyfsins, sem gott er að kynna sér vel. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töfl ur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum.Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfi ð er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfi ð ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Fyrri leikur Lille og Manchester United hafði mikil eftirmál en enska liðið vann leik- inn 1-0 á umdeildu sigurmarki Ryan Giggs sem tók þá auka- spyrnu án þess að leikmenn franska liðsins væru tilbúnir. Lille-menn hafa síðan keppst við að mótmæla frá því að þeir hótuðu því að ganga af velli strax eftir markið. Í kvöld fá þeir hins vegar tækifæri til þess að hefna sín inni á vellinum en um leið þurfa þeir að endurskrifa söguna því Manchester United hefur aldrei tapað fyrir frönsku liði á heima- velli. Í kvöld kemur líka í ljós hvort mark Mark van Bommel tveimur mínútum fyrir leikslok verði afdrifaríkt fyrir leikmenn Real Madrid sem mæta til München með 3-2 sigur í farteskinu úr fyrri leiknum. „Áhorfendurnir geta verið okkar tólfti maður í leikn- um,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálf- ari Bayern, fyrir leikinn. „Við vitum að við verðum að skora ann- ars er þetta búið,“ sagði Fabio Cannavaro hjá Real Madrid. Arsenal gæti dottið út úr þriðju keppninni á tveimur vikum þegar liðið tekur á móti PSV Eindhoven en hollenska liðið vann fyrri leik- inn 1-0 og nægir því jafntefli á Emirates-vellinum í kvöld. Það er óvíst hvort Thierry Henry getur spilað en það er ekk- ert nýtt fyrir Lundúnaliðið sem hefur verið án fyrirliða síns stærsta hluta tímabilsins. Arsene Wenger sagði hins vegar að ef Henry væri klár myndi hann velja hann í liðið. „Þeir spila varlega og unnu okkur á skyndi- sókn í fyrri leiknum. Við verðum að skora sem fyrst.“ Síðasti leikur kvöldsins er heim- sókn Celtic til AC Milan en fyrri leik liðanna lauk með jafntefli og heimamenn mega því passa sig gegn Skotunum í kvöld. Hefna leikmenn Lille á Old Trafford? Fáum alvöruandstæðing í fyrsta leik DHL-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Birgir Leifur Hafþórsson keppir á móti á Hainan-eyju í Kína í næstu viku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni sem hann er þátttakandi í. Hann hefur tekið þátt í þremur mótum á þessu tímabili og komist í gegnum niðurskurðinn í tveimur þeirra, síðast í Indónesíu. Birgir til Kína Síðari umferð 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu hófst í gær þar sem hæst bar leik- ur Evrópumeistara síðustu tveggja ára, Liverpool og Barcelona. Fyrr- nefnda liðið vann 2-1 sigur í Barce- lona í fyrri leiknum. Í gær unnu hins vegar Börsungar með marki varamannsins Eiðs Smára Guð- johnsen en það dugði ekki til. Liverpool komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fyrri hálfleikur var að stærst- um hluta eign Liverpool. Þeir áttu að nýta sér þau fjöldamörgu tæki- færi sem leikmenn Liverpool fengu til að komast yfir í leiknum en þeir voru vissulega gríðarlega óheppnir. John Arne Riise byrjaði á því að skjóta í slá og svo á 27. mínútu var gerð stórhríð að marki Börsunga. Valdes varði í tvígang frá Dirk Kuyt og Craig Bellamy og svo varði Carles Puyol skalla frá Riise á marklínu. Nokkru síðar gerði Valdes sig sekan um slæm mistök er hann hljóp út í teig til að hreinsa boltann en það gekk ekki betur en svo að hann lagði boltann fyrir Sis- soko. Hann skaut að auðu markinu en boltinn hafnaði í slánni. Liverpool stjórnaði leiknum algerlega fyrsta hálftímann. Síð- asta stundarfjórðunginn lögðust heimamenn aftar á völlinn og reyndu að loka á allar hugsanlegar leiðir sem Börsungar gætu nýtt sér að marki sínu. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vissi vel að það yrði erfitt fyrir gestina að skora tvö mörk á Anfield og því lagði hann ofurkapp á að stöðva sóknir Börsunga. Stórstjörnur Barcelona áttu gríðarlega erfitt uppdráttar. Samu- el Eto’o átti hörmulegan dag í sókn- inni, sem og Deco á miðjunni. Ron- aldinho var týndur og fátt virtist ganga upp hjá Xavi. Iniesta og Messi reyndu en máttu sín lítils. Leikmenn Liverpool létu hins vegar engan bilbug á sér finna. Þegar hálftími var til leiksloka skipti Rijkaard Eto‘o út af fyrir Ludovic Giuly. Við það lifnaði sóknarleikur Börsunga eitthvað. Rijkaard vildi þó bæta um betur og skipti Eiði Smára inn á tíu mín- útum síðar. Þetta virkaði. Eiður Smári sýndi að hann átti að vera löngu kominn inn á þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Liverpool frá Messi, lék á Reina og skilaði boltanum í netið. Glæsilegt hjá landsliðsfyrirliðanum. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora annað mark sem þeir þurftu til að komast í fjórð- ungsúrslit. En það var frekar Liverpool sem var nærri því að jafna metin. Gerrard átti gott skot að marki og varamennirnir Penn- ant og Crouch unnu vel saman þegar skot þess síðarnefnda fór fram hjá af stuttu færi. Það eru því enn og aftur von- brigði hjá Eiði Smára í Meistara- deildinni. Liverpool sló út Evrópumeistara Barcelona þrátt fyrir 1-0 tap á Anfield í gær. Niðurstaðan er sanngjörn en heimamenn voru óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sigurmarkið í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.