Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 6
Fjöldamargir þeirra sem dvöldu á Breiðavík og í Byrg- inu hafa leitað til Geðhjálpar af því að þeir eru á götunni, að sögn Sveins Magnússonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Stjórn Geðhjálpar hefur ritað ríkisstjórninni bréf, þar sem segir það hafa komið í ljós að þjónusta geðteymis á geðsviði Landspítala hafi aðeins nýst hluta þess fólks sem orðið hafi illa úti eftir dvöl sína í Byrginu og á drengjaheimilinu á Breiðavík. Til Geðhjálpar hafi þannig leitað einstaklingar sem segjast hafa mátt sæta harðræði, ofbeldi og kynferðislegri misnotk- un á meðan stofnanavistun þeirra á ábyrgð hins opinbera stóð. Geðhjálp geri alvarlegar athugasemdir við framkvæmd þeirrar þjónustu sem boðið sé upp á og telur að samhæfa hefði þurft mun betur aðgerðir af hálfu heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneytis frá byrjun. Einnig lýsir Geðhjálp því sjónarmiði sínu að rétt sé við þessar aðstæður, að hið opin- bera hafi frumkvæði að því að hafa milliliðalaust samband við fórnar- lömb hins meinta ofbeldis í stað þess að beina fólki á geðsvið LSH. Geðhjálp minnir á að íslenska ríkið skuldi því fólki sem þarna á í hlut, hvar sem það er á landinu, allan þann faglega stuðning sem best getur nýst og völ er á í landinu. „Hingað hafa leitað einstakling- ar sem komnir eru á götuna, fyrst og fremst vegna lokunar Byrgisins. Sumir eru í neyslu og hvergi stað- settir í hús,“ segir Sveinn. „Síðan eru skjólstæðingar sem vistaðir voru í Breiðavík. Stór hluti þeirra er þetta ógæfusama óreglufólk sem mælir hér göturnar.“ Sveinn bendir á að yfirvöld heil- brigðis- og félagsmála bjóði þetta fólk velkomið inn á geðdeild Land- spítala. Sumum sem hafi haft dug í sér til að fara þangað hafi verið úthýst. „Hinu opinbera, sem er með gagnagrunn um hverjir þessir ein- staklingar eru, ber að hafa frum- kvæði að því að kalla þá til, þar sem þeir fái heildstætt mat og viðeig- andi aðstoð í samræmi við það. Það þarf að taka mun heildstæðar á þessu máli heldur en nú er gert.“ „Öllum fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkur sem leitað hafa til geð- sviðs LSH hefur staðið til boða sál- fræðiaðstoð,“ segir í yfirlýsingu frá LSH og jafnframt að bráðaþarfir allra fyrrverandi vistmanna Byrg- isins sem leita til geðsviðs séu metn- ar og við þeim brugðist eins vel og hægt sé. „Það sem snýr að heilbrigðisþjónustunni varðandi fólkið sem dvaldi á drengjaheimil- inu í Breiðavík annars vegar og Byrgisins hins vegar, er í þeim farvegi sem við óskuðum eftir. Landlæknisembættið gerir engar athugasemdir við það,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir um framkomnar athugasemdir stjórnar Geðhjálpar varðandi þá þjónustu sem stendur umræddum hópum til boða. Hann segir land- læknisbættið hafa valið til teymis- vinnunnar það fólk sem hæfast hafi þótt og borið sé fullt traust til þess. Matthías segir það sína skoðun að heilbrigðismálaráðuneytið hafi brugðist vel í þeim þætti málsins sem að því snýr. „Ég skil ekki alveg þetta upp- hlaup í Geðhjálp því þaðan hefur ekki verið haft samband hingað. Þeim er fullkunnugt um að land- læknisembættið hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustunni, en frá þeim hefur ekki heyrst eitt ein- asta orð.“ Matthías kveðst hafa verið í sambandi við þau teymi á LSH sem sjái um að aðstoða umrætt fólk, sem þess óski. Allir sem þangað komi fái sín mál í einhvern farveg, en vandamálin séu oft mjög flókin og erfið og þau verði ekki leyst á einum degi. Sex konur úr Byrginu og sautján menn úr Breiðavík hafi nú leitað aðstoðar og fólkið séu hvatt til að hafa sam- band. Hingað leita einstakl- ingar sem komnir eru á götuna, fyrst og fremst vegna lokunar Byrgisins. Sumir eru í neyslu og hvergi staðsettir í hús.“ Ertu búin(n) að ákveða hvað þú munt kjósa í vor? Hefur þú notað stinningarlyf? Fjöldi fyrrum skjól- stæðinga á götunni Margir þeirra sem dvöldu í Byrginu og á drengjaheimilinu í Breiðavík hafa leit- að til Geðhjálpar. Þeir eru heimilislausir að sögn framkvæmdastjóra samtak- anna. Stjórn Geðhjálpar hefur ritað ríkisstjórninni harðort bréf vegna málsins. „Ég held að það sé orðið svolítið framorðið á þessu,“ segir Grímur Jón Grímsson, skip- stjóri á Suðurey VE, sem var að dæla loðnu úr nótinni utan við Snæ- fellsnes í skítabrælu í gærdag. Að sögn Gríms voru tólf skip að veið- um á loðnumiðunum sem áttu erf- itt með að athafna sig við veiðarn- ar vegna veðurs. „Það er hrikalegt að fá svona brælu á þessum tíma því loðnan leggst til hrygningar. Þetta er að verða búið, held ég, nema að það komi vestanganga,“ segir Grímur sem er í sínum síð- asta túr á þessari vertíð. Vertíðin hefur verið viðburða- rík hjá Grími og skipverjum hans því skip þeirra, Antares VE, bilaði á miðunum fyrir nokkru og þurfti að fá varðskip til að draga skipið til hafnar á Akranesi. Vegna bilunar- innar var brugðið á það ráð að klára vertíðina á Suðurey VE, gömlu nótaskipi í eigu Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum. „Skipið er gott þótt það sé gamalt. Það kann þetta eig- inlega sjálft og við þurfum lítið að gera annað en að lafa á,“ segir Grímur. Nú hafa veiðst um 230 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni af þeim rúmlega 300 þúsund tonna kvóta sem gefinn var út 1. febrúar. Þrátt fyrir lítinn kvóta eru útgerðar- menn almennt ánægðir með vertíð- ina því markaðir fyrir loðnuafurð- ir eru mjög sterkir, hvort sem um ræðir mjölafurðir, heilfrysta loðnu, dýrafóður eða hrogn. Loðnuvertíðinni senn lokið Vikuna 12. til 19. mars stendur Rauði kross Íslands fyrir átaksviku um átröskun. Vakin er athygli á hjálparsím- anum 1717. Í hann er hægt að hringja til að fá upplýsingar um hvert hægt sé að snúa sér vegna átröskunar, sinnar eigin eða nákominna. Hjálparsíminn hefur verið rekinn af Reykjavíkurdeild RKÍ í þrjú ár og að meðaltali er hringt í hann fimmtíu sinnum á sólar- hring. Árið 2006 var heildarfjöldi símtala liðlega 16.000. Flest erindin voru vegna sálrænna vandamála, svo sem þunglyndis, kvíða og geðraskana. Átaksvika 1717 um átröskun 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.