Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 19
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
Diljá Magnea Oddsdóttir er sex ára nemandi í Breiða-
gerðisskóla.
Diljá byrjaði í skólanum síðasta haust og segir að það sé
bara fínt í honum. „Ég er búin að læra að lesa og líka búin að
læra að reikna,“ segir hún.
Eftir skóla á daginn fer Diljá á frístundaheimili sem heit-
ir Sólbúar. „Það er rosalega gaman því þar má leika sér úti
um allt og stundum er sjónvarp sem við megum horfa á.“
Besta vinkona Diljár heitir Tara og hún er líka í Breiða-
gerðisskóla. „Við sitjum samt ekki saman því hún er í öðrum
hóp. Af því að það er gulur, rauður og grænn og blár og hún
er í bláa og ég er í rauða og svo eru tvær stofur og guli og
rauði eru saman í stofu og græni og blái eru saman í
stofu.“
Diljá hefur í nógu að snúast þegar hún er ekki í skólanum
því hún er í Barnakór Bústaðakirkju og svo æfir hún dans.
„Ég er búin að æfa svolítið lengi og kann að dansa enskan
vals og cha cha cha,“ segir hún.
Diljá finnst líka gaman að horfa á dans í sjónvarpinu og
henni finnst kjólarnir í dansinum mjög flottir. „Ég á bara
svona sparikjóla sem ég dansa í. Stundum eru danssýningar
og þá á ég að dansa og það er svo flott þegar stóru krakkarn-
ir dansa.“
Þegar Diljá var minni átti hún heima um tíma í Dan-
mörku og síðasta sumar fór hún í heimsókn þangað. „Ég fór
í Tívolí og þar fór ég í rennibraut og svona sem að maður á
að veiða fiska og svan sem er svona bátur. Þegar ég var svo-
lítið lítil fór ég líka í Lególand og ég hef líka farið í annað
tívolí sem ég mátti næstum því ekki fara í neitt því ég var
svo lítil en ég fór samt í smá, pabbi þurfti bara að koma
með.“
Diljá segir að henni finnist samt alltaf best að vera á
Íslandi. „Það eru svo fáir í Danmörku og ég á fleiri vinkonur
hér,“ segir hún og þó að hún geti alveg hugsað sér að skreppa
til Danmerkur annað slagið er hún ákveðin í því að héðan í
frá ætli hún að búa á Íslandi.
Best á Íslandi