Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 2
Foreldrar barna, þar sem annað foreldrið hefur ekki afskipti af barninu frá fæðingu, geta að hámarki þegið fæðingar- styrk í sex mánuði. Þetta þýðir að börn, sem búa við fyrrnefndar aðstæður, geta í flestum tilfellum ekki verið alfarið hjá foreldri í níu mánuði eins og gert er ráð fyrir í lögum. „Mér finnst þetta óréttlátt, svo ekki sé meira sagt. Þarna er augljós gloppa í kerfinu sem þarf að huga betur að því börnin eiga ekki að þurfa að líða fyrir aðstöðumun með þessum hætti,“ segir Edda Hrund Guðmundsdóttir sem elur dreng sinn, Nicolas Örn Skagfield, upp ein. „Ég fæ ekki fæðingarstyrk í níu mánuði þó að faðir drengsins míns komi ekkert að uppeldinu. Að hámarki get ég fengið sex mánaða styrk og í því felst óréttlætið, og það bitnar mest á barninu.“ Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra segir þessi málefni hafa verið skoðunar í ráðuneytinu. „Við vitum af þessari stöðu. Í þessu málum er um þrískipt kerfi að ræða. Móðir fær styrk í þrjá mán- uði, faðir í þrjá mánuði og svo eru þrír mánuðir þar sem hægt er að skipta á milli. Í lögunum er réttur feðra sjálfstæður og því ekki deil- anlegur,“ segir Magnús og nefnir að lagabreytinga gæti verið þörf. „Það er alveg rétt að börnin þurfa að líða fyrir þessa stöðu og það er okkar að skoða þessi mál betur, og það verð- ur gert.“ Leó Örn Þorleifsson, forstöðu- maður fæðingarorlofssjóðs, segir þetta undantekningatilvik. „Það eru um 90 prósent feðra sem nýta sér rétt sinn og taka feðraorlof þannig að þetta eru ekki mörg tilvik. Það liggur fyrir að réttur móður og föður er ekki deilanlegur enda er markmið laganna að börnin njóti samvista við föður og móður. Und- antekningatilvik þarf að meðhöndla með viðeigandi hætti.“ Algengast er að móðir nýti sex mánuði af orlofinu en feður þrjá. Samkvæmt upplýsingum frá fæð- ingarorlofssjóði færist það í vöxt að foreldrar skipti jafnt á milli sín þremur mánuðum sem eru til skipt- anna, lögum samkvæmt. Börnin líða fyrir gloppur í kerfinu Móðir drengs segir börn líða fyrir að einstæðir foreldrar geti ekki verið hjá börnum sínum í níu mánuði á styrk. Óréttlátt gagnvart börnum og það kemur vel til greina að ráða bót á þessu, segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Júlíus, heldur þú upp á daginn í Svíþjóð? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS OPEL VECTRA COMFORT Nýskr. 11.03 - Beinskiptur - Ekinn 51 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.350 .000. - „Þarna er augljós gloppa í kerfinu sem þarf að huga betur að því börnin eiga ekki að þurfa að líða fyrir aðstöð- umun,“ Væntanleg er bók um fyrirtækið Baug Group, og eru tveir breskir blaðamenn staddir hér á landi til að viða að sér efni um Baugsmálið. Blaðamaðurinn Ian Griffiths, sem starfar hjá breska dagblað- inu Guardian hluta úr ári, leit við í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að sjá hvernig málarekstur fyrir dómi gengi, ásamt sjálfstætt starfandi kollega sínum. Griffiths sagði að umsvif Baugs Group í Bretlandi væru orðin slík að það væri full ástæða til að skrifa bók um félagið. Ekki væri hægt að skrifa þá bók nema kynna sér Baugsmálið ítarlega, en hann hafi reyndar fylgst með þróun málsins frá upphafi. Breskir blaða- menn í efnisleit Umsókn Kópavogs- bæjar um framkvæmdaleyfi vegna vatnslagnar í Heiðmörk verður tekin til afgreiðslu í skipulagsráði Reykjavíkur í dag. „Nú liggja fyrir allar umsagnir sem óskað var eftir vegna umsókn- arinnar og í framhaldi af því verður framkvæmdaleyfið lagt fram til afgreiðslu, með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögnum umhverfisráðs og Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs. Hún segir þetta gert til að lágmarka þann skaða sem hafi orðið á svæðinu. Hún muni mæla með því að umsóknin verði samþykkt. Framkvæmda- leyfi veitt Bæjarstjórn Seltjarn- arness hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld. Grunngjald verður lækkað um tíu prósent, systkinaafsláttur tvöfaldast og framlög til einkarekinna leikskóla hækka um 30 til 60 prósent. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. apríl næstkomandi. Í fréttatilkynningu segir að eftir breytingu verði gjald fyrir vistun með fullu fæði 26.244 krónur án afsláttar. Systkinaaf- sláttur fer úr 25 prósentum í 50 prósent fyrir annað barn og úr 50 prósentum í hundrað prósent fyrir þriðja barn. Breytingunni er ætlað að bæta afkomu barnafjöl- skyldna á Seltjarnarnesi. Leikskólagjöld lækka á Nesinu Hermenn á vegum NATO hófu á mánudaginn stórsókn á hendur herskáum talibönum í Helmand-héraði, sem er sunnan til í Afganistan. Aðgerðirnar eru þær viðamestu sem NATO hefur stjórnað í landinu frá upphafi. Alls munu 4.500 erlendir NATO-hermenn og þúsund íraskir hermenn taka þátt í aðgerðunum, sem miða að því að „bæta öryggisástandið á svæðum þar sem tali-banskir öfgamenn, eiturlyfjasalar og erlendir hryðjuverkamenn eru nú virkir“, að því er Tom Collins ofursti, talsmaður herliðs NATO í Afganistan, sagði í gær. „Strax og öryggisástandið batnar hefjum við uppbyggingarstarf til skemmri og lengri tíma,“ bætti hann við. Bandaríkjaher sendi helmingi stærra lið á vettvang til Helmand-héraðs í fyrra til þess að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum. Collins segir ástandið nú allt annað en þá og NATO eigi auðveldara með að ná fótfestu í héraðinu heldur en Bandaríkjamenn í fyrra. Strax í gær lést þó einn hermaður á vegum NATO í Helmand-héraði, þótt ekki hafi verið upplýst hvort hann hafi tekið þátt í þessum aðgerðum. Stærsta sóknin frá upphafi Ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leyti laga- frumvarp sem ætlað er að hvetja til aukinnar notkunar á vistvænum bifreiðum. Er ráð fyrir því gert að vörugjöld verði felld tímabundið niður af metan- og rafmagnsbifreið- um, auk þess sem mælst verður til þess að ríkisstofnanir kaupi vistvænar bifreiðar þegar þær endurnýja bifreiðar sínar. Markmiðið með breytingunni er að í lok árs 2008 verði tíu prósent af bifreiðum í eigu ríkisins knúnir vistvænum orkugjöfum, 20 prósent í lok árs 2010 og 35 prósent í lok árs 2012. Ríkisstjórnin segir ljóst að aðgerðir sem þessar séu til þess fallnar að draga úr losun gróður- húsalofttegunda, það er mengun. Vilja vistvæna ríkisbifreiðar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir vinnubrögð borgarstjórnar við sölu fjögurra fasteigna borgarinnar ekki standast skoðun. Milljarðasamn- ingur við Eykt hafi verið gerður án útboðs eða auglýsingar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá að borgin stefni að því að selja fasteignir í eigu borgarinn- ar fyrir 1,2 milljarða króna til Eyktar. „Borgarráð var ekki upplýst um þessa þróun mála og þegar ég spurði fékk ég loðin svör. Það er mörgum spurningum ósvarað í þessu máli.“ Gagnrýnir sölu fasteigna borgar Menntaskólinn í Reykjavík hefur fengið leyfi menntamálaráðuneytis til að inn- rita nemendur sem lokið hafa níunda bekk á komandi skólaári í tilraunaskyni. „Við höfum haft áhuga á að bjóða upp á þennan val- kost í þeim tilgangi að bjóða upp á sveigjanlegri námsleiðir og koma þannig til móts við nemendur sem hefðu hug á að stytta námstíma sinn til stúdentsprófs,“ segir Yngvi Pétursson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík. Yngvi segir ætlunina að innrita einn til tvo bekki á næsta skólaári á mála- og náttúrufræðibraut. Nemendur verði þeir sem taldir eru hafa getu til að fást við verk- efni sem ætluð eru 10. bekk jafn- framt námsefni sem ætlað er nem- endum á fyrsta ári í menntaskólanum. Umsjónarkennurum tilrauna- bekkjanna sé ætlað umfangsmeira starf en gerist í við hefðbundna kennslu, að sögn Yngva og sam- starf verði haft við forráðamenn fyrstu tvö árin. Fjöldi nemenda verður tak- markaður og verða þeir nemendur sem hann telur hæfasta valdir úr hópi umsækjenda. Meðal skilyrða sem nemendur verða að uppfylla eru að hafa hlotið yfir 8 í einkunn í níunda bekk grunnskóla, þreytt samræmt grunnskólapróf í íslensku auk þess sem mat grunn- skólans á námslegum og félags- legum þroska nemandans verður að fylgja. Níundu bekkingar í MR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.