Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 27

Fréttablaðið - 29.03.2007, Page 27
FL Group hefur færst úr iðn- aðarvísitölu Kauphallarinnar (ICEX20) yfir í vísitölu fjármála- fyrirtækja (ICEX40). Félagið er orðið hreint fjárfestingafélag eftir að það seldi Icelandair og Sterling á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Í Vegvísi Landsbankans er bent á að vægi fjármálafyrirtækja í Að- allista Kauphallarinnar aukist þar með úr 69 prósentum í 77 prósent. Fyrir færslu FL Group var iðnað- arvísitalan tólf prósent af heildar- vægi Aðallistans en nemur aðeins fjórum prósentum eftir breyting- una. FL færist um flokk Fjármálafyrirtæki vega 77% af Aðallista Kauphallar. Vísitala framleiðslukostnaðar hækkaði um 1,3 prósentustig á milli ára í síðasta mánuði, sam- kvæmt útreikningum Vinnumála- stofnunar Bandaríkjanna. Til sam- anburðar dróst framleiðslukostn- aður saman um 0,6 prósent á milli ára í janúar. Hækkunin er meiri en búist var við. Helsta ástæða hækkunarinn- ar eru vöruverðshækkanir á mat- vælum, orkuverði og leikföngum. Greinendur segir þessar upplýs- ingar sýna að sé til staðar verð- bólguþrýstingur í bandarísku efnahagslífi og þörf á frekari stýrivaxtahækkunum til að knýja verðbólguna niður. Aukinn þrýst- ingur í BNA Hagnaður bresku verslanakeðj- unnar Woolworths nam einung- is 16 milljónum punda, jafnvirði tæplega 2,1 milljarðs íslenskra króna, á síðasta ári. Breskir fjöl- miðlar segja þetta ekki góðar fréttir fyrir hluthafa fyrirtæk- isins enda dróst hagnaðurinn saman um 73 prósent á milli ára. Afkoma Woolworths hefur aldrei verið verri og er undir vænting- um greinenda. Dagblaðið The Scotsman hefur eftir Trevor Bish Jones, forstjóra Woolworths, að staðan sé fjarri því að vera ákjósanleg. Í uppgjöri verslanakeðjunnar kemur hins vegar fram að hagræðingaað- gerðir keðjunnar og fjárfesting- ar muni skila sér í betri afkomu á árinu. Versta ár Woolworths Greiningardeild Landsbankans mælir með kaupum í Kaupþingi. Samkvæmt nýjasta verðmati metur hún hlutinn í Kaupþingi á 1.058 krónur og sér markgengi eftir tólf mánuði í 1.170 krónum á hlut. Þar kemur meðal annars fram að árið hafi farið vel af stað hjá Kaupþingi en rekstur nýrra eininga í dótturfélögum gangi betur en reiknað var með. Búist er við miklum tekjuvexti hjá FIH á árunum 2008 og 2009. Þá er geta Kaupþings til ytri vaxtar mikil og bendir Lansbankinn á að fjárhags- legur styrkleiki tvíeykisins Kaup- þings og Existu, stærsta hluthaf- ans, gefi bankanum færi á að láta mikið til sín taka við þær hrær- ingar sem munu verða á norræn- um fjármálamarkaði. Landsbankinn mæl- ir með Kaupþingi Kaupþing banki hagnast um sem nemur um fjórum milljörðum króna við sölu á eignarhlut sínum í Eik fasteignafélagi hf. Bankinn hefur gengið til samn- inga við Eikarhald ehf. um sölu á öllu hlutafé í Eik, en gengið verð- ur frá viðskiptunum næsta mið- vikudag, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Eikarhald er í eigu Baugs Group sem á tæp 23 pró- sent, FL Group sem á 49 prósent, Fjárfestingafélagsins Primus sem á rúm 10 prósent og Saxbyggs sem á rúm 18 prósent. Velta Eikar fasteignafélags var tæplega 1,2 milljarðar króna í fyrra og hagnaður fyrir skatta nam 582 milljónum króna. Eiksalan gefur fjóra milljarða Nordica hotel Su›urlandsbraut 2 S. 444 5050 VOX Restaurant Opi› flri.- lau. 18.30 - 22.30 VOX Bistro Opi› alla vikuna 11.30 - 22.30 www.vox.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 9 11 Tilbo› á gistingu á www.icehotels.is Páskablús Blúshátí› á Nordica hotel 3.-5. apríl (sjá www.blues.is) Páskabrunch 5., 6., 8. og 9. apríl kl. 11.30-14.00 Happy Hour alla daga á barnum kl. 17-19 MATSE‹ILL 1 Sesarsalat Romaine salat, kjúklingur, brau›kru›ur, parmesanostur Lambakótelettur Grilla› grænmeti, kartöflusalat 2.750 kr. MATSE‹ILL 2 Andalæri Sulta› me› appelsínugljáa, klettasalat Hl‡ri Bygg, rau›vínssósa, rótargrænmeti 2.700 kr. MATSE‹ILL 3 Norrænn tapas Rækjur, birkireyktur lax, síld, kavíar, rúgbrau› Svínalundir Gratin me› nor›lenskum grá›aosti, salat 3.150 kr. 3.-5. apríl Girnileg páska- og blúshátí› Bor›apantanir í síma 444 5050.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.