Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 10
Nokkur von hefur vaknað um að efla megi minnisgetu Alzheimersjúklinga með lyfjum og aukinni virkni. Vísindamenn við MIT-háskólann í Bandaríkjunum skýra frá þessu í tímaritinu Nature. Li-Huei Tsai og félagar hennar gerðu tilraunir með mýs. Músunum var fyrst kennt að forðast raflost og ferðast um völundarhús til að komast í mat. Að því búnu var heila- starfsemi þeirra skert nægilega mikið að þær gleymdu því sem fyrst var lært. Í ljós kom að mýs sem látnar voru dveljast í fjölbreytilegu „leikum- hverfi“ innan um aðrar mýs fengu langtímaminni sitt að nokkru aftur, en engar framfarir urðu hjá saman- burðarhópi sem látinn var dúsa í fábreyttum búrum án félagsskapar. Vísindamennirnirnir náðu einnig sambærilegum árangri með því að gefa músunum lyf sem ekki hefur áður verið notað á Alzheimer- sjúklinga. Lyfið er svonefndur HDAC-hemill, sem auðveldar til- tekna prótínframleiðslu í frumum líkamans. Með þessu batnaði bæði minni og námsgeta músanna og vekur þetta vonir um að svipuð áhrif geti náðst fram í mönnum. Tsai, sem er prófessor í taugavís- indum, telur tilraunina hugsanlega gefa til kynna að Alzheimersjúk- dómurinn þurrki ekki út minning- ar, heldur geri þær með einhverjum hætti óaðgengilegar. Nýtt lyf bætir úr minnistapi Jarðboranir sömdu í gær um kaup á risavöxnum jarðbor og um kauprétt á tveimur borum til viðbótar, sem fyrirtækið hyggst fyrst um sinn nýta til jarðhitabor- ana í Suður-Þýskalandi. Reiknað er með að boranir í Þýskalandi muni hefjast í haust. Framleiðandi boranna, þýska fyrirtækið Herrenknecht Vertical GmbH, mun afhenda fyrsta bor- inn í haust og munu Jarðboranir greiða um tvo milljarða króna fyrir, segir Bent S. Einarsson, for- stjóri Jarðborana. Í samningnum er kveðið á um kauprétt á tveimur borum til viðbótar, og því heildar- virði samningsins um sex millj- arðar króna. „Raforkufyrirtækin [í Þýska- landi] eru tilbúin að kaupa alla þá orku sem framleidd er með vist- vænum hætti, eins og jarðhitinn er,“ segir Bent. „Það hefur verið ákveðin vakning í gangi í Þýska- landi varðandi umhverfismálin, við sjáum þarna gríðarleg tæki- færi á næstu árum.“ Borarnir eru sérhannaðir fyrir jarðhitaboranir, og eru tvöfalt öfl- ugri en Óðinn, stærsti borinn sem Jarðboranir eiga hér á landi. Nauðsynlegt er að beita svo öflug- um borum þar sem dýpra er niður á heitt vatn í Þýskalandi en hér á landi. Nýju borarnir komast niður á allt að 5.000 metra dýpi, en hér er algengt að borað sé niður á 2.500 metra dýpi. Bent segir stöðu Jarðborana sterka í Þýskalandi þar sem ekkert annað fyrirtæki þar í landi einbeiti sér að borunum eftir jarð- varma, enda hafi jarðvarmi ekki verið nýttur þar hingað til. Olíu- og gasfyrirtæki sem stundi jarð- boranir þar í landi hafi ekki sömu sérþekkingu á þeirri tegund bor- ana og Jarðboranir, sem séu stærsta borfyrirtæki á heimsvísu sem sérhæfi sig í jarðvarma. Raforkuverð í Þýskalandi er margfalt hærra hér á landi, og segir Bent að orka sem aflað er með jarðvarma geti verið vel sam- keppnishæf við aðra orku þar í landi, þótt það þurfi að bora dýpra eftir henni en hér á landi. Það sé ekki síst vegna þess að hennar verði aflað á umhverfisvænan hátt. „Þarna erum við að nýta okkur þá þekkingu sem við höfum verið að afla hér vegna þess að hér hefur verið mikil orkuöflun til stóriðju. Það er meginforsendan fyrir þessari nýju markaðssókn, við gætum ekki verið í þessari stöðu nema vegna þess að við erum með sterkan heimamarkað á bak við okkur,“ segir Bent. Bora eftir jarðhita í Suður-Þýskalandi Jarðboranir sömdu í gær um kaup á þremur hátæknivæddum stórborum. Borarnir eru tvöfalt öflugri en stærsti bor Jarðborana í dag og komast á 5.000 metra dýpi. Fyrstu verkefni boranna hefjast fyrir lok árs í Suður-Þýskalandi. „Svo til ómögulegt er að hefta frjálsa för á vinnumarkaði nema einfaldlega að fara í stríð við Evrópusambandið sem við getum ekki unnið,“ segir Ragnar Árnason forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, SA, en sú umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið, fyrst og fremst runnin undan rifjum frambjóðenda Frjálslynda flokksins, að fresta beri frjálsri för erlends launafólks. Málið var til umræðu á ráðstefnu um útlendinga og vinnumarkaðinn á vegum SA á Grand hóteli í liðinni viku. Þar sagði Ragnar að Íslendingar gætu ekki aftur tekið upp þær heimildir sem þeir áður höfðu. „Við erum búin að hoppa af þeim vagni,“ sagði hann. „Ef Ísland ætlar að hefta frjálsa för eða taka aftur upp atvinnuleyfi þá verðum við að grípa til þeirra gagn-vart öllum 27 ríkjum samningsins, líka Norður- löndunum og þá getum við allt eins sagt upp EES- samningnum.“ Rannveig Sigurðardóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankanum, benti á að erlent vinnuafl hefðu aukið framleiðslugetu hagkerfisins verulega. Dregið hefði úr launa- og verðbólguþrýstingi. Fyrirtæki gætu brugðist við tímabundinni eftirspurnaraukn- ingu án þess að þurfa að hækka laun og verð og aðlögun að nýju jafnvægi ætti að verða auðveldari. Rannveig fór einnig yfir það hvernig staðan væri ef erlent starfsfólk hefði ekki komið til Íslands. Þá hefði verðbólgan verið hærri, stýrivextir hærri, hagvöxtur allt að 2,5 prósentum minni, einkaneysla allt að sex prósentum minni, fjárfesting atvinnuvega nokkrum prósentum minni og kaupmáttur ráðstöfun- artekna allt að 4,5 prósentum minni. „Fátt hefði verið betra án erlenda vinnuaflsins. Framlag þess hefur skipt sköpum,“ sagði hún. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.