Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 25
Sigrún Sif Jóelsdóttir fór í hugleiðsluferð til Ind- lands og varð djúpt snortin af lífsgleði íbúanna. Sigrún Sif Jóelsdóttir sálfræðinemi hefur verið með- limur í Ananda Marga í sex ár, hreyfingu sem leggur áherslu á hugleiðslu, jóga og hjálparstarf. Hún hefur ferðast víða í tengslum við starfsemi hreyfingarinn- ar og segist hvergi hafa hitt jafn andlega fullnægt fólk og á ferðalögum sínum um Indland. „Það var einstök lífsreynsla að fara til Indlands,“ segir Sigrún, sem fór ásamt syni sínum og vinum. „Ég fékk fyrst algjört menningarsjokk eins og við mátti búast og fannst erfiðast að sjá þær ömurlegu aðstæð- ur sem fólk býr við í fátækrahverfunum. Ég var þó jafn hissa að sjá hversu fáir voru beygðir. Meira að segja þeir sem voru líkamlega illa á sig komnir. Fólk- ið hafði mikið að gefa, ólíkt andlegu fátæktinni sem ríkir á Vesturlöndum.“ Sigrún telur andlega fullnægju Indverja, jafn- vel þeirra sem hafi það hvað verst, sprottna upp af þeirri rækt sem lögð er við andlega vellíðan í land- inu. „Þetta eru ákjósanlegustu aðstæður sem ég hef komist í til að stunda hugleiðslu. Mér fannst rosalega gott að upplifa það að vera í samfélagi þar sem íbúun- um finnst andleg ástundun svona eðlilegur og nauð- synlegur hluti af mannlegri tilveru.“ Tímanum á Indlandi vörðu Sigrún og félagar í ferðalög og hugleiðslu. Þau hófu ferðina í höfuðborg- inni Delí og fóru þaðan suður á bóginn og höfðu meðal annars viðkomu í Varnassi, borg sem hindúar telja heilaga, og enduðu í Puri. „Við dvöldum í athvörfum á vegum Ananda Marga, stunduðum þar hugleiðslu, oftast tvisvar á dag, og sungum kirtan, sem eru eins- konar möntrur, til að komast í æðra lífsástand og senda frá okkur jákvæða orku. Þetta var frábær tími og það er ekki spurning að ég ætla að fara aftur til Indlands um leið og tækifæri gefst.“ Andleg auðæfi í fátækra- hverfum Indlands KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 20.500 Vika í Bretlandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Ford Fiesta eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.