Fréttablaðið - 02.05.2007, Page 26

Fréttablaðið - 02.05.2007, Page 26
Toyota er orðinn stærsti bíla- framleiðandi heims. GM fellur í annað sæti. Íslendingar eru á undan samtím- anum í ýmsum efnum. Þar á meðal dálæti á Toyota-bílum en nú hafa aðrar þjóðir heimsins tekið við sér. Toyota er orðinn stærsti bílafram- leiðandi í heimi. Lengi hefur legið fyrir að Toyota myndi ná fram úr GM. Það gerð- ist loksins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og eins kaldhæðið og það er þá er þar fyrst og fremst vel- gengni Toyota á Ameríkumarkaði að þakka. Samkvæmt vef FÍB er Toyota nú metið á 13 þúsund milljarða ís- lenskra króna, og er það tólf sinn- um hærri upphæð en GM er metið á. Hagnaður Toyota á síðasta ári var 7.700 milljarðar króna. Toyota stærstir HEKLA afhenti Sorpu sjö metanknúna bíla á degi um- hverfisins. Eldsneytiskostnað- ur er 30 % lægri. Sorpa hefur fengið afhenta sjö nýja metanknúna Volkswagen-bíla. Bíl- arnir eru með tvíbrennihreyfli, sem þýðir að þeir geta gengið bæði fyrir metani og bensíni. Þeir eru fyrst og fremst knúnir metani en þrjóti það skiptir sjálfvirkt stýrikerfi yfir á bensínkerfið. „Athuganir sem gerðar hafa verið hér á landi sýna að eldsneytiskostn- aður metanbíla er 30% lægri en bensínbíla. Það kostar um 50 krón- um minna á hverja selda eldsneyt- iseiningu að aka á metanbíl. Þá er mikilvægt að hafa í huga að metan er hreinasta ökutækjaeldsneyti sem völ er á og það eina sem fram- leitt er hér á landi,“ sagði Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, er hann afhenti bílana. Hann bætti einnig við að í sam- anburði við bensínbíl er 20% minna af koltvísýringi í útblæstri metan- bíla, 74% minna af kolsýringi, 36% minna af köfnunarefnisoxíði og 60% minna af sóti. Fleiri metanbílar á götuna Sendum frítt um land allt! P IP A R • S ÍA • 7 0 62 3 Felgustærðir: 15", 16" og 17" Úrval jeppadekkja upp í 38" Næsta námskeið byrjar 9.mai.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.