Fréttablaðið - 02.05.2007, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 02.05.2007, Qupperneq 47
Í ályktun Félags Transgend- er fólks á Íslandi er frétta- flutningur Eiríks Jónssonar á Séð og heyrt harðlega átalinn. Að auki vill félag- ið að horfið sé frá notkun orðsins „kynskiptingur“ og þess í stað notað „trans“ eða „transgender“. „Hvaða vitleysa er þetta? Ég talaði bara við manninn sem hitti konuna með tippið. Þetta er bara frétt,” segir Eiríkur Jónsson blaðamaður. Hart er nú að honum sótt af félagi fólks sem vill skipta um kyn. „Það er orðið fágætt í íslenskri blaðamennsku að sjá blaðamenn leggjast á sveif með árásarmönn- um og halda áfram að niðurlægja fórnarlömb ofbeldis í rituðu máli,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags transgender fólks á Íslandi á miðvikudag fyrir viku. Anna Jonna Ármannsdóttir er formaður félagsins en á fundinum (sem taldi tíu manns, „fámennt en góðmennt,“ að sögn Önnu), var álykt- að um tvö mál: Annars vegar er orðið „kyn- skiptingur“ talið niðrandi og nei- kvætt og sagt náskylt orðinu „kynvillingur“. Er farið fram á að notað sé orðið trans eða transgender um málefni fólks sem leit- ar leiðréttingar á kyni. „Við erum ekki að banna fólki að nota hitt orðið. En vekjum athygli á neikvæðri merkingu þess eins og segir í ályktuninni,“ segir Anna Jonna. Hins vegar er hörmuð árás á transgender-einstakling sem var 4. febrúar 2007 en frá henni var greint í Fréttablaðinu og síðar í Séð og heyrt en Eiríkur Jónsson byggði frétt á viðtali við árásár- manninn. Maður nokkur sem hafði kynnst konu á skemmtanalíf- inu komst að því síðar að hún var með kynfæri karlmanns. Sturlað- ist maðurinn þá og gekk í skrokk á viðkomandi. „Engin spurning. Þessi frétta- flutningur var fyrir neðan allar hellur. Vægast sagt,“ segir Anna Jonna. Eiríkur Jónsson segist aðspurður hvorki botna upp né niður í þessu máli. Honum finnst orðið kynskiptingur ágætt. „En það stóð ekkert um kyn- skipting í fréttinni. Ég var bara að skrifa frétt um mann sem lenti í vandræðum,” segir Eiríkur, sem hafnar því alfarið að hafa verið að niðurlægja þann sem varð fyrir árásinni. „Þetta var kona með tippi. Kannski er ég einn um að finn- ast það merkilegt. Ég er kannski svona fordómafullur? Þetta er frétt um mann sem stóð í þeirri trú að hann væri að fara á kvenna- far. Þetta er bara viðtal við mann sem lenti í þessu.“ Anna Jonna segist, spurð hvað hún vilji að gert sé, ekki hafa neina patent-lausn á þessu máli en það sé til skoðunar hjá félaginu. Félagið kærði málið til siðanefndar Blaða- mannafélagsins en málinu var vísað frá á þeim forsendum að þeir sem kærðu væru ekki málsaðilar. „Við erum að skoða málið. Eirík- ur hefur einhvern tíma tekið einhverjar sektirn- ar og hann veit að það er ódýrt,“ segir Anna Jonna. Í rómantísku gamanmyndinni Because I Said So er fylgst með yngstu dóttur (Moore) hinnar ill- þolanlegu Daphne (Keaton) sem ekki hefur gerst svo lukkuleg að festa ráð sitt ennþá. Móðirin er haldin sjúklegri stjórnfýsi og af- skiptasemi en hún elskar jú barn- ið sitt og sigtar því út draumam- akann handa henni með hjálp int- ernetsins. Auðvitað kemur babb í bátinn því fyrr en varir er örverp- ið, og meistarakokkurinn, Milly komin með tvo í takið og veit ekki hvorn hún á að velja, egósentríska arkitektaflónið eða gítarspilandi einstæðan föður. Þetta er nokkuð sniðug mynd með skemmtilega skrifuðum per- sónum, systurnar þrjár eru heill- andi og hjartaknúsararnir líka en Akkilesarhællinn er sjálf aðal- stjarnan því móðirin er svo óþol- andi að mann langar mest að tjarga hana og fiðra og senda þangað sem sólin ekki skín. Þessi týpa er allt of fyrirsjáanleg og lexíur hennar þar af leiðandi líka. Vísanir til bæling- ar og iðandi hvatalífs fundust mér frekar ósmekklegar og sér í lagi að draga gæludýr heimilisins inn í þann subbulega veruleika. Sviðsetningarnar og útlit mynd- arinnar voru afbragðshressandi, þetta er mjög litrík og „hlý“ mynd sem getur líka gert mann svang- an og vakið upp þörf kvenna til að hringja í mæður sínar. Leikarnir standa sig með ágæt- um og þau eru öll voða sæt og hnyttin í tilsvörum. Ég held mikið upp á Lauren Graham sem stund- um sést á RÚV-skjánum í gaman- þáttunum um Gilmore-mæðgurn- ar og hún heldur uppi fjörinu í þessari mynd. Moore er ekki mikil grínleikkona en samleikur henn- ar og Keaton er mátulega gljáð- ur. Draumaprinsarnir tveir náðu ekki að gera neinar gloríur nema hvað maður gæti hlakkað til að sjá meira af Gabriel Macht í framtíð- inni. Þessi ágæta mynd fellur ann- ars í sömu gryfju og svo marg- ar aðrar amerískar rómóræmur og fer gjörsamlega yfir strikið í vemmilegheitunum – verður eins og frómas með bæði ís og rjóma. Þegar mæðgurnar byrjuðu að syngja saman tók steininn úr og þá hefði verið gott að vera frekar með fjarstýringu. Með bæði ís og rjóma SENDU SMS JA SP3 Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR Á SPID ERMAN, SPIDERMAN TÖLVULEIKIR, TÓNLIS T ÚR SPIDERMAN, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA SMS LEIKUR SJÁÐU MYND INA! SPILAÐU LEI KINN!J I ! I I I ! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. DIANE KEATON MANDY MOORE HVER ÞARF UPPHÆÐIN AÐ VERA SVO ÞÚ SVÍKIR ÞJÓÐ ÞÍNA... SANNSÖGULEG MYND UM STÆRSTA HNEYKSLISMÁL Í SÖGU FBI ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA.... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU ! / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI SV MBL MMJ KVIKMYNDIR.COM SPRENGHLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER ! SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! BLADES OF GLORY kl. 8 - 10 Leyfð SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 THE MESSENGERS kl.10:10 B.i.16 MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 Leyfð ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 4 Leyfð WILD HOGS kl. 8 b.i 7 BECAUSE I SAID SO kl. 6 Leyfð BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 BLADES... VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12 THE GOOD SHEPERD kl.10:10 B.i.12 NEXT kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 BLADES OF GLORY kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i.12 BREACH kl. 8 B.i.12 ROBINSON... M/- ÍSL TAL kl. 6 Leyfð 300. kl. 10:20 B.i.16 DIGITAL-3D DIGITAL BLADES OF GLORY kl. 8 - 10 B.i.12 MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 8 Leyfð BECAUSE I SAID SO kl. 10 Leyfð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.