Tíminn - 20.04.1980, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.04.1980, Blaðsíða 20
28 Sunnudagur 20. aprll 1980 ★ ★ ★ ★ ★ Frábœr - ★ ★ ★ ★ Eiguleg - ★ ★ ★ Áheyrileg - ★ ★ Sœmileg - .★ Afleit A „Dreams” eru 9 lög þar af 5 eftirGrace Slick sjólfa. Þetta er aö mörgu leyti fjölbreytt plata og er þaö ekki sist aö þakka lög- unum „Dreams” og „E1 Diablo”, sem eru eftir Sam Delany, þaö fyrrnefnda og Gary Gegan. Söngur Grace Slick er áægtur og eins og viö er aö búast af stórstjörnu, þá nýtur hún ekki aöstoöar annarra en úrvals- manna. Eitt vekur athygli viö þessa plötu, eöa réttara sagt útgáfu hennar, en þaö er þaö aö hún er ekki gefin út á vegum Grunt, sem er útgáfufyrirtæki „Star- ship fjölskyldunnar”, og gæti þaö bent til þess aö alvarleg vin- slit hafi oröiö er Grace Slick yfirgaf Starship. -ESE Bruford - Gradually going tornado EG Records/ EGLP 104 Breski trommuleikarinn Bill Bruford, sem geröi garöinn frægan hér á árum áöur meö hljómsveitunum King Crimson og Yes og siöar UK, hefur nú um rúmlega eins árs skeiö unniö meö sinni eigin hljómsveit Bru- ford. Þaö vekur athygli þegar hlýtt er á Bruford, aö Bill Bru- ford hefur söölaö um og i staö rokksins er komiö jazz-rock, og ef marka má þær plötur sem hljómsveitin hefur sent frá sér, Bruford þá er hún svo sannarlega á réttri leiö. Auk Bill Bruford, skipa eftir- taldir hljómsveitina: Dave Stewart (hljómborö), Jeff Berlin (bassi og söngur) og „Hinn óþekkti” John Clark, en hann tók nýlega sæti Allan Holdsworth I hljómsveitinni. „Gradually going tornado”, en svo nefnist hin nýja plata Bru- ford, er stórt skref fram á viö frá hinni fýrri, „One of a kind” sem útkom ifyrra, ogóhætt ætti aö vera aö spá Bruford glæstri framtiö á þessum vettvangi, ef svo heldur sem horfir. Af ein- stökum liösmönnum hljóm- sveitarinnar kemur Jeff Berlin einna sterkastur út aö þessu sinni, ágætur söngvari og prýöis bassaleikari, en nýi maöurinn John Clark stendur sig einnig meö miklum ágætum, auk þeirra Bill Bruford og Dave Stewart. —ESE Jon & Vangelis - Short stories Polydor/Pold 5030 ★ ★ + Söngvarinn góökunni úr Yes, Jon Anderson, hefur haft þaö fyrir siö aö gefa viö og viö út sinar eigin plötur, og er þar skemmst aö minnast plötunnar „Oiias of Sunhillow”, sem út kom áriö 1976. Nýjasta plata Jon Anderssons nefnist „Short stories” og er hún gefin út i fé- lagi viö tónlistarmanninn Vangelis, en hann sér jafnframt um allan hljóöfæraleik á plöt- unni, aö undanskildum kassa- gitarleik I einu lagi. „Short stories” er vissulega ekki auömelt plata fremur en „Olias of Sunhillow”, en höfuö- munurinn á þessum plötum er sá, aö á „Olias of Sunhillow” er sögö ein heilsteypt saga, en á „Short stories”, notast þeir Anderson og Vangelis eins og titillinn bendir til viö smásögu- formiö. Ekki getég mælt meö „Short stories” sem góöri afþreyingar- plötu og reyndar er hún tormelt- ari en góöu hófi gegnir og þvl ekkert sérstaklega aögengileg fyrir meginþorra almennings. Þó aö viss Yes áhrif liggi i loft- inu, vantar einnig mikiö upp á aö þessi plata standist saman- burö viö plötur Yes og reyndar eru flest lögin á þessari plötu óttalega lltilsigld. Þetta er þó ekki alvönd plata, því aö maöur getur ekki annaö en dáöst aö hljóöfæraleik Vangelis, sem leikur eins og áöur segir á nær þvl öll hljóöfærin sem koma viö sögu á plötunni. Jon Anderson er hvorki betri né verri en menn eiga aö venjast þegar hann á i hlut, en hér hefur hann vissu- lega ekki úr eins miklu aö moöa og endranær — og þaö gerir gæfumuninn. —ESE Grace Slick - Dreams RCA/AFLI - 3544 ★ ★ ★ + Þaö var mikiö áfall fyrir bandarisku rokkhljómsveitina Jefferson Starship er söngkonan Grace Slick yfirgaf hana skyndilega á siöasta ári. Grace Slick haföi þá um nokkurt skeiö átt viö eiturlyfja- og áfengis- vandamál aö striöa, þannig aö hún varö aö draga sig i hlé og leita sér lækningar. Þaö má meö sanni segja aö þaö skarö sem Grace Slick skildi eftir sig I Jefferson Starship hafi veriö vandfyllt og þaö kemur reyndar best fram á nýjustu plötu Star- ship, „Freedom at point Zero” sem út kom fyrir skömmu. Ferill Grace Siick sem söng- konu hófst meö San Francisco hljómsveitinni Great Society, en áriö 1966 tók hún sæti Signe Anderson I annarri San Francisco hljómsveit, Jefferson Airplane, sem þá haföi gefiö út eina plötu. — í plötudómi um nýjustu plötu Jefferson Starship fyrir u.þ.b. einum mánuöi var f jallaö itarlega um sögu þessar- ar áhrifamiklu hljómsveitar, þannig aö óþarfi er aö tíunda feril hennar og Grace Slick hér. (nafnbreytingin Airplane — Starship átti sér staö f kjölfar mikilla mannabreytinga i hljómsveitinni I kringum 1971). Eins og greint er frá hér aö framan var þaö mikil blóötaka fyrir Jefferson Starship er GraceSlick hætti, en hún viröist nú hafa náö sér á strik á ný, ef marka má sólóplötu hennar, „Dreams”, sem út kom fyrir skömmu, en sú plata er sist lak- ari en hin nýja plata Starship. ★ ★ ★ ★ Kemur Nina Hagen eða Bob Marley á Listahátíð 1980? Enn er aiit óvist um hvaöa popptónlistarmenn munu sækja okkur tslendinga heim á Lista- hátiö I júni, en samkvæmt upp- lýsingum örnólfs Arnasonar, fra mk væmdastjóra Lista- hátiöar hefur veriö leitaö til bæöi austur-þýsku söngkonunn- ar Ninu Hagen og Bob Marleys i þessu sambandi. Enn hafa ekki borist svör frá umboösmönnum þessara aöiia, þannig aö á þessu stigi er ekkert vitaö hvort þaö veröur Nina Hagen cöa Bob Marley sem koma á Listahátiö, eöa hvort þau koma yfirleitt. Að sögn Órnólfs Arnasonar er Nina Hagen að setja saman nýja hljómsveit i Hollywood um þessar mundir og ef að likum lætur ætti hún aö vera að velta vöngum yfir tilboði Lista- hátfðarmanna. Bob Marley var gert tilboð snemma i fyrrasumar og sagði örnólfur Arnason þá að þaö mál væri að fullu frágengið og að Bob Marley kæmi nær örugg- lega á Listahátið. Eitthvað fór þá öðruvisi en ætlað var i þvi máli og hefur Bob Marley þvi ekki verið orðaður aftur við Listahátið, þar til nú. Vissulega væri það ánægjuefni, ef Marley sæi sér fært aö koma hingaö til lands, en hvort af þvi verður munu sem sagt framtföin og Listahátiö 1980 leiöa f ljós. 1 samtali Timans við örnólf Árnason kom fram að þeir Listahátiöarmenn hafa ýmis- legt i pokahorninu, ef fyrr- greindir listamenn bregðast. Mörgum þeim sem til þessara mála þekkja, þykir þó óliklegt að hægt sé að útvega fram-bæri- lega listamenn á þeim stutta tima sem er til stefnu — Listahátið hefst jú eftir aðeins rúman mánuð. Annars er vist réttast að biða og sjá hverju fram vindur, en vonandi færir sú bið landsmönnumm ekki aðra Smokie, eins og henti á Listahátið 1978. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.