Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 2
 „Við þurfum að setja upp kerfi fyrir þetta fólk til að greiða því allar leiðir sem hægt er varðandi aðra atvinnu,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar. Um 120 manns var sagt upp störfum hjá Kambi á Flateyri í gær. Um er að ræða sjómenn á fimm bátum og starfsfólk í land- vinnslunni. Ástæða uppsagnanna er sögð vera slakt rekstrarumhverfi auk sterkrar stöðu krónunnar og hás vaxtakostnaðar. Fyrirtækið hafi að þessum orsökum safnað mikl- um skuldum á undanförnum árum. Kambur á um 3.000 tonn af afla- heimildum en hefur leigt til sín kvóta og unnið átta til níu þúsund tonn á ári. „Við erum sem betur fer með öfluga útgerðarmenn á okkar svæði og þeir eru að skoða hvað af þessum aflaheimildum þeir geta keypt. Vonandi ná þeir einhverju til sín,“ segir Halldór. Að sögn bæjarstjórans er atvinnuástandið á norðanverðum Vestfjörðum nokkuð tvískipt. Á meðan erfiðleikar séu í fiskvinnslu vanti fólk í ýmis önnur störf. Eins sé von á 80 nýjum störfum á svæð- ið eftir tillögum Vestfjarðanefnd- arinnar. „Hluti af þessu fólki getur kannski snúið sér að slíku. Tíma- bundnar afleiðingar af þessu eru alveg skelfilegar en til langs tíma eigum við að geta náð okkur út úr þessu. Uppgjöf er ekki í orðabók- inni.“ Uppgjöf er ekki í orðabókinni „Mér sýnist nú líklegra en ekki að sátt náist um þetta,“ segir Oddgeir Einarsson, lögmaður þeirra sem stóðu að baki klámráðstefnu sem úthýst var af Hótel Sögu í mars. Oddgeir krafði hótelið um bætur fyrir hönd hópsins og segir samninga í smíðum. „Þau eru að kasta á milli hugmyndum og stefnan er að halda þessu utan dómstóla. Ég held þetta verði alveg klárað á endanum,“ segir hann. Viðræður mjakist áfram. Lögmaðurinn vill ekki tjá sig um upphæðina sem krafist er, en hún mun byggð á verði flugmiða fyrir hátt á fimmta tug manna, launagreiðslum og fleira. Líkur á að sátt náist um bætur Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, segir ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið geti flutt inn nýsjá- lenskt lambakjöt. Landbúnaðar- ráðuneytið synjaði beiðni Aðfanga um að flytja inn sýnishorn af kjöti á dögunum. „Umsókninni var hafnað á þeirri forsendu að ráðuneytið fékk ekki öll gögn áður en varan var send af stað,“ segir Lárus. „Við höfum pantað aðra sendingu og sendum inn umsókn eftir helgi. Við uppfyllum öll skilyrði, það er ekki hægt að neita okkur um þetta,“ segir Lárus Óskarsson. Nýsjálensk lömb flutt inn á ný Framtíð Jóns Sigurðs- sonar, formanns Framsóknar- flokksins, gæti ráðist á vorfundi miðstjórnar flokksins. Fundurinn hefur ekki verið boðaður, en Jón sagði í gær að það færi að styttast í hann. Framtíð Jóns er óviss þar sem hann náði ekki kjöri á þing, og þar sem útlit er fyrir að hann verði ekki ráðherra hefur hann enga aðkomu að Alþingi. „Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af minni framtíð, því ég mun sjá um hana eins og mína fortíð,“ sagði Jón í gær. Spurður hvort hann hefði tekið einhverja ákvörðun um framhaldið sagði hann: „Ég mun skýra framsóknar- mönnum frá því fyrst, og aðrir verða að frétta það frá framsókn- armönnum.“ Fundur í mið- stjórn bráðlega Hrafn, varstu að skoða óðal feðranna? Leiðtogar Rússlands og Evrópusambandsins deildu um ástand mannréttindamála í Rúss- landi undir lok fundar þeirra í Samara í Rússlandi í gær. Enginn áþreifanlegur árangur náðist á fundinum og hann sýndi glögglega sídýpkandi ágreining milli Rúss- lands og Vesturlanda. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands sem nú gegnir formennsk- unni í ESB, kvartaði yfir því að mótmælendum úr röðum stjórnar- andstöðunnar í Rússlandi var meinað að ferðast á fundarstað- inn. Þeirra á meðal var Garrí Kasparov, fyrrverandi heims- meistari í skák sem nú er í forystu fyrir gagnrýnendum stjórnar Vla- dimírs Pútín forseta. „Ég hef áhyggjur af því að sumt fólk á í erfiðleikum með að ferðast milli staða hérna,“ tjáði Merkel fréttamönnum. „Ég vona að því verði gefið tækifæri til að tjá skoðun sína.“ José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði við þetta tækifæri að lýðræði og réttarríki væru „Evrópusamband- inu helg gildi“. „Ég var vankaður eftir áreksturinn. Fyrst reyndi ég að biðja þá um að hætta en þeir skildu ekki neitt, þá bað ég þann sem mest hafði sig í frammi um að róa sig á ensku en ekkert þýddi,“ segir Einar E. Sigurðsson, útgerð- armaður frá Raufarhöfn, sem varð fyrir árás fimm manna um tvítugt eftir að bílar þeirra rákust saman í Grafarvogi í fyrrakvöld. Einar segist hafa verið á leið yfir gatnamót Strandvegar og Hallsvegar á grænu ljósi þegar bifreið fimmmenninganna ók á bíl hans. Honum hafi skiljanlega brugðið þó nokkuð við viðbrögð mannanna en sárast þyki sér að þeir hafi ráðist að vegfarendum sem urðu vitni að slysinu. „Það er brýnt að veita fólki sem lendir í slysi aðstoð en það er skiljanlegt að fólk verði óttaslegið þegar það getur átt von á að lenda í svona,“ segir Einar. Hann segir fólkið sem ætlaði að koma honum til aðstoðar hafa þurft að flýja af vettvangi en það hafi kallað til hjálp og komið aftur þegar um hægðist. Lögreglumennirnir sem komu til að skakka leikinn urðu svo einnig fyrir barðinu á ungu mönn- unum og þurfti að kalla út liðs- auka vegna þeirra. Margeir Sveinsson, lögreglufulltrúi umferðardeildar, segir mennina hafa verið ölvaða en ekkert bendi til þess að þeir hafi verið undir áhrifum annarra vímugjafa. Hann segir áverkana sem hlutust af barsmíðum mannanna sem betur fer hafa verið minniháttar. „Það er því miður nokkuð um að menn missi stjórn á sér þegar svona kemur upp,“ segir Marg- eir. Hann segir rannsóknina langt á veg komna og fimmmenningun- um var sleppt úr haldi seinni hluta dags í gær. Þeir hafi engar skýringar getað gefið á hegðun sinni. „Það var bara gott að engin alvarlega slys urðu á fólki, hvorki í árekstrinum né í slagsmálun- um,“ segir Margeir. „Ég er ekki mikið meiddur, bara tognaður og snúinn eftir þetta. Það sem situr kannski mest í mér er að svona nokkuð geti gerst. Svona hegðar fólk á Rauf- arhöfn sér ekki,“ segir Einar, bæði í gríni og alvöru. Hann seg- ist fegnastur verða þegar hann kemst aftur heim og segist vona að viðlíka atburðir endurtaki sig ekki. Börðu slasaðan mann, vitni og lögreglumenn Fimm menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að þeir réðust á mann sem var í bíl sem þeir óku á, vitni að slysinu og lögreglumenn. Fórnarlambið, Einar E. Sig- urðsson, segir að sér þyki verst að hjálpsamir vegfarendur hafi ekki verið öruggir. Femínistafélag Íslands hefur sent frá sér áskorun í tilefni af stjórnarmyndunarvið- ræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem hefjast í dag. Í yfirlýsingu félagsins segir að samþykkja þurfi ný lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna, sporna gegn klámvæðingu, kynbundnu ofbeldi og vændi. Stórefla þurfi Jafnréttisstofu og útrýma kynbundnum launamun. Skorað er á nýja ríkisstjórn að sýna jafnrétti í verki með því að hafa jöfn kynjahlutföll í ráðherra- liði. Jafnrétti ein- kenni sáttmála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.