Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 86
Vålerenga vill halda Árna Gauti í sínum röðum Efnilegasti handknatt- leiksmaður landsins, Björgin Hólmgeirsson, mun fara frá upp- eldisfélagi sínu ÍR á næstu dögum. Björgin hefur verið í viðræðum við nokkur lið en svo virðist vera sem Stjarnan leiði kapphlaup- ið um Björgin sem hefur einn- ig rætt við Hauka. Björgvin vildi ekki staðfesta að um Stjörnuna væri að ræða en sagði að málið myndi skýrast fljótlega. Hann staðfesti þó að hann væri búinn að taka ákvörðun um hvar hann muni spila næstu árin. Björgin er samn- ingsbundinn ÍR til 1. júní. „Mig langar ekkert að fara frá ÍR en eins og staðan er núna er best fyrir mig að fara. Það er ótrúlega erfitt, erfiðara en margur heldur. Allir vinir mínir eru þarna sem ég hef þekkt alla ævi. Félagið er frábært og pabbi minn [Hólmgeir Einarsson] hefur gert frábæra hluti þarna auk þess sem systkini mín og mamma mín hafa verið hjá ÍR,“ sagði Björgin við Fréttablað- ið í gær en bróðir hans, atvinnu- maðurinn Einar Hólmgeirsson sem spilar með Großwallstadt, er Björgvini innan handar. „Við tölum mikið saman og hann hjálpar mér mikið,“ sagði Björgvin um bróður sinn en at- vinnumennskan er einnig mjög ofarlega í huga hinnar nítján ára gömlu skyttu. „Ég hef stefnt að at- vinnumennskunni frá því síðan ég man eftir mér. Það er draumurinn að vinna við eitthvað sem manni finnst gaman að gera. Ég stefni á atvinnumennskuna eftir nokkur ár en ég er ekkert að flýta mér,“ sagði Björgin Hólmgeirsson sem skoraði 145 mörk í 21 leik fyrir ÍR á tímabilinu. Það er ótrúlega erfitt að fara frá ÍR Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er ósáttur við þær aðferðir sem Sheffield United beitir en félag- ið leitar nú allra leiða til að sleppa við fall. United vonast eftir því að West Ham verði kært á nýjan leik fyrir að standa ólöglega að kaup- unum á Carlos Tevez og Javier Mascherano. Hamrarnir fengu 5,5 milljóna punda sekt fyrir athæfið en engin stig voru tekin af þeim og héldu þeir sér þar með naumlega uppi á kostnað Sheffield. „Mér finnst ýmislegt sem sagt hefur verið um þennan frábæra klúbb vera óréttlætanlegt. Frá mínu sjónarhorni séð voru bæði Tevez og Mascherano skráðir lög- lega. Það þarf ekkert að deila um þetta. Margt hefur verið skrif- að um málið til að koma á okkur höggi en það eru allir sammála um þetta, meðal annars FIFA og stjórn ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Eggert. Ósáttur við Sheffield Utd. Argentínumanninn Car- los Tevez langar að breyta til og fara frá West Ham. Þessi snjalli sóknarmaður var besti leikmaður Hamranna á tímabilinu en hann sagði á blaðamannafundi í heima- landi sínu í gær að hann langaði til að ganga til liðs við „risa í Evr- ópufótboltanum“, en Tevez hefur meðal annars verið orðaður við Real Madrid. „Ég veit ekkert um áhuga Real Madrid en ef það er orðrómur í gangi hlýtur að vera eitthvað til í þessu,“ sagði Tevez. „Spænsku og ítölsku liðin eru ekki búin að spila í deildunum og ensku liðin eiga enn eftir að spila úrslitaleiki og því eru þau líklega ekki að hugsa um leikmannakaup. Hvað sem líður ræður West Ham ferðinni en ég held að það sé tími til að fara í nýtt lið,“ sagði Arg- entínumaðurinn. Mig langar að breyta til Stefán Gíslason seg- ist vera spenntur fyrir því að prófa nýja hluti. Stefán er á mála hjá Lyn í Noregi en hann verð- ur samningslaus í árslok. Hann horfir til þess að færa sig út fyrir Skandinavíu með England sem sinn fyrsta kost. „Það eru þreifingar í gangi en það er ekkert öruggt ennþá. Það verður spennandi að sjá hvað ger- ist í félagaskiptaglugganum í júlí en hversu auðveldlega Lyn slepp- ir mér fer eftir gengi liðsins. Þeir hafa líka sagt mér að fari ég myndu þeir helst ekki vilja selja mig innan Noregs,“ sagði Stefán við Fréttablaðið í gær. „Ef það býðst eitthvað spenn- andi væri gaman að breyta til. Ég er kominn með fjölskyldu og því yrði þetta stór ákvörðun en að sjálfsögðu horfi ég til Englands. Ef eitthvað slíkt myndi bjóðast yrði það frábært,“ sagði Stefán. Horfir spenntur til Englands Roland Valur Eradze hefur samþykkt að leika áfram í Stjörnunni, næsta tímabil að minnsta kosti. Samningur hans við félagið rann út í vor en nú stefnir í að nýr samningur verði undirrit- aður á næstu dögum. „Það á enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ég mun spila í Stjörnunni á næsta ári, það er rétt,“ sagði Roland við Fréttablaðið í gær. Það er mikið um að vera í leik- mannamálum Stjörnunnar þessar vikurnar en í gær var staðfest að þeir Guðlaugur Arnarsson, Heimir Örn Árnason og Hlynur Morthens ganga til liðs við félagið og spila með því næstu tvö árin. Þá hefur Patrekur Jóhannesson samþykkt að spila áfram með lið- inu og Kristján Halldórsson verð- ur áfram þjálfari þess. Þorsteinn Johnsen, formað- ur handknattleiksdeildar Stjörn- unnar, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. Enn frem- ur sagði hann ekki frágengið að Björgvin Hólmgeirsson myndi semja við Stjörnuna. „Það er hins vegar klárt að þrír aðrir leikmenn munu ganga til liðs við félagið og verður greint frá því í næstu viku hverjir það eru,“ sagði Þorsteinn. Björn Óli Guðmundsson og Tite Kalandadze verða ekki áfram hjá Stjörnunni og þá hefur horna- maðurinn Elías Már Halldórsson samið við þýska 2. deildarliðið HC Empor Rostock. Það er ljóst að lið Stjörnunnar verður afar vel mannað á næstu leiktíð og mun án vafa gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Sem fyrr segir hefur Hlynur Morthens markvörður gengið til liðs við Stjörnuna en hann og Rol- and munu deila markvarðarstöð- unni. „Mér líst vel á að fá Hlyn til Stjörnunnar. Hann er góður mark- vörður og við munum verða vinir, ekki mótherjar, enda erum við í sama liðinu. Það verður einhver góð lausn fundin á þessu,“ sagði Roland. Meiðsli hafa hrjáð hann ítrekað undanfarin ár og spilaði hann síð- ustu þrjá mánuði leiktíðarinnar meiddur í baki og öxl. Hann hefur þó ekki gefið landsliðið upp á bát- inn. „Það hefur nú enginn haft sam- band við mig frá landsliðinu en ég er fyrst og fremst að hugsa um að ná mér góðum af mínum meiðsl- um. Það mun hafast með góðum og réttum æfingum. En ef kall- ið kæmi frá landsliðsþjálfaran- um myndi ég gera allt sem í mínu valdi stæði til að láta það ganga upp.“ Það er mikið um að vera í leikmannamálum Stjörnunnar þessar vikurnar. Að minnsta kosti sex leikmenn eru á leið í félagið auk þess sem Patrekur Jóhannes- son spilar áfram með liðinu. Tite Kalandadze og tveir aðrir eru á leið burt. Stuttgart getur í dag tryggt sér þýska meistaratitilinn með því að ná jafntefli á heima- velli gegn Energie Cottbus í dag er lokaumferðin fer fram. Ásgeir Sigurvinsson lék með liðinu árið 1984 er liðið varð meistari og Eyjólfur Sverrisson átta árum síðar við sama tilefni. Þá starfaði Ásgeir hjá félaginu. „Ég verð nú því miður ekki á staðnum en mun fylgjast með leiknum,“ sagði Ásgeir sem fylg- ist ávallt vel með sínum mönnum. „Svo eru bikarúrslitin framund- an þannig að þetta gæti orðið tvö- falt hjá okkur. Það hefur aldrei áður gerst.“ Ásgeir er bjartsýnn fyrir loka- umferðina. „Ég held að þetta geti hreinlega ekki klikkað. Liðinu hefur gengið vel að undanförnu og komið bakdyramegin að topp- sætinu. Fyrir tímabilið bjóst eng- inn við því að liðið væri meistara- efni.“ Stuttgart getur orðið meistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.