Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 88
Úrslitaleikurinn í fræg-
ustu og elstu bikarkeppni heims
fer fram í dag. Þá mætast ensku
stórliðin Manchester United og
Chelsea í draumaúrslitaleik knatt-
spyrnuunnenda en þessi tvö lið
eru klárlega þau sterkustu í enska
boltanum í dag.
Manchester United verður tvö-
faldur meistari með sigri en liðið
varð enskur meistari á dögun-
um. Síðasta liðið til að vinna tvö-
falt var Chelsea árið 2000 en þá
var einmitt leikið í síðasta skipti á
hinum gamla Wembley-leikvangi.
José Mourinho hefur ekki enn
tekist að stýra Chelsea til sigurs í
ensku bikarkeppninni. Liðið vann
deildarbikarinn fyrr í vetur en
Chelsea vill meira en þann bikar.
Það eru mikil meiðsli í herbúð-
um Chelsea og Mourinho hefur
aðeins úr fimmtán leikmönnum
að velja að því er Sky-fréttastof-
an greinir frá. Meðal þeirra sem
eru frá vegna meiðsla eru Andriy
Shevchenko, Michael Ballack og
Ricardo Carvalho. Fastlega er
búist við því að Michael Essien
leiki í miðvarðarstöðunni við hlið
Johns Terry. Ashley Cole, Arjen
Robben og John Obi Mikel eru
síðan tæpir vegna meiðsla.
Meiðslavandræði eru eitthvað
sem lið Man. Utd þekkir ákaf-
lega vel. United verður án Gary
Neville og Louis Saha. Ryan
Giggs verður því fyrirliði en hann
getur orðið enskur bikarmeistari í
fimmta skiptið á ferlinum.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd, óttast að tapa aftur úrslita-
leik í vítaspyrnukeppni en fyrir
tveim árum varð United fyrsta
liðið til þess að tapa úrslitaleik í
vítaspyrnukeppni gegn Arsenal.
„Þið þekkið mína sögu í víta-
spyrnukeppnum. Hún er hræði-
leg. Vonandi fer þessi leikur ekki
í vítaspyrnukeppni,“ sagði Fergu-
son. Patrick Vieira skoraði úr
sigurspyrnunni fyrir Arsenal í
leik sem United átti frá upphafi
til enda. Úrslitaleikurinn í fyrra
fór einnig í vítaspyrnukeppni en
þá vann Liverpool sigur á West
Ham.
José Mourinho, stjóri Chel-
sea, segist hlakka til leiksins sem
verður án vafa mikill viðburður.
„Nú er það undir leikmönnum,
stjórunum og dómurum að sjá til
þess að leikurinn verði íþrótta-
viðburður sem munað verði eftir.
Staðreyndin er sú að þetta er á
Wembley og þó svo að það séu 90
þúsund áhorfendur á leiknum þá
er ég viss um að það hefði auð-
veldlega verið hægt að selja 180
þúsund miða. Það væri stórkost-
legt að vinna þennan leik. Sigur
hér mun þó ekki verða til þess að
við gleymum því hvað gerðist á
þessari leiktíð. Við höfum verið á
eftir þessum titli samt og ég hef
sagt frá fyrsta degi að Wemb-
ley sé staður sem ég hafði viljað
koma á,“ sagði Mourinho.
Það hefur talsvert verið talað
um dómgæslu í aðdraganda leiks-
ins og Mourinho hefur talað um að
leikaraskapur gæti eyðilagt leik-
inn. Það verður því pressa á Steve
Bennett dómara.
„Það eru snjallir leikmenn á
vellinum sem gera sér mat úr
snertingum og gera starf dóm-
arans erfitt,“ sagði Bennett sem
er að dæma sinn fyrsta úrslita-
leik. Mourinho bætti við: „Ég yrði
mjög svekktur ef einhverjir leik-
menn fara að kasta sér niður til að
fá andstæðing af velli.
Manchester United og Chelsea mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag á nýjum og glæsilegum
Wembley-leikvangi. Enski bikarinn er eini bikarinn sem José Mourinho hefur ekki unnið með Chelsea á
Englandi og leikmenn Chelsea munu leggja allt í sölurnar til að koma í veg fyrir tvöfaldan sigur United.
Nýr og glæsilegur
Wembley-leikvangur tekur á móti
leikmönnum Manchester United
og Chelsea. Sjö ár eru síðan úr-
slitaleikur ensku bikarkeppninnar
fór síðast fram á Wembley.
Knattspyrnustjörnur sem hafa
mótað sögu ensku bikarkeppn-
innar síðastliðin fimmtíu ár munu
taka þátt í athöfn fyrir leikinn. Vil-
hjálmur Bretaprins verður heið-
ursgestur á leiknum sem sýnd-
ur verður í beinni útsendingu um
allan heim. Flugvélar munu einn-
ig fljúga yfir leikvanginn og þetta
verður mikil skrautsýning.
Þrátt fyrir glæsilega umgjörð
eru ekki allir áhorfendur beint
sáttir við verðlagninguna á vell-
inum sem er í hærri kantinum.
Bjórglasið kostar til að mynda 560
krónur sem er verð sem Íslending-
ar þekkja vel en fellur illa í kram-
ið hjá Bretunum.
Hamborgaramáltíð kostar síðan
1.000 krónur. Miðaverðið á leikinn
var einnig óvenju hátt.
Bretarnir kvarta yfir bjórverðinu á Wembley
Sjöunda umferð norsku
úrvalsdeildarinnar fór öll fram
á miðvikudaginn, þjóðhátíðar-
dag Noregs. Átta Íslendingar af
þeim fjórtán sem leika í deildinni
komu við sögu í leikjunum en af
þeim fékk Veigar Páll Gunnars-
son langhæstu meðaleinkunn frá
fjóru stærstu fjölmiðlum lands-
ins.
Hann skoraði sigurmarkið í 1-
0 sigri Stabæk á Odd Grenland á
heimavelli og fékk þrjár sexur og
eina sjöu fyrir. Kristján Örn Sig-
urðsson fékk verstu dómana fyrir
frammistöðu sína í 2-2 jafnteflis-
leik Brann og Fredrikstad, fjóra
fjarka.
Veigar Páll var valinn í lið um-
ferðarinnar hjá Aftonbladet.
Veigar fær góða
dóma í Noregi
Hornamaðurinn knái
Alexander Petersson er á leiðinni
til Flensburg. Íþróttadeild Stöðv-
ar 2 og Sýnar hefur þetta eftir
heimildum sínum og ku þýska
stórveldið hafa lagt mikið á sig
til að fá Alexander lausan undan
samningi sínum. Alexander leik-
ur nú með Grosswallstadt en var
áður á mála hjá Düsseldorf.
Alexander hefur átt gott tíma-
bil með Grosswallstadt auk þess
sem hann vakti mikla athygli með
frábærri frammistöðu á heims-
meistaramótinu sem fór fram í
Þýskalandi í janúar. Anders Dahl
Nielsen mun taka við sem fram-
kvæmdastjóri hjá Flensburg í
sumar en hann gat ekki tjáð sig
um málið þegar falast var eftir
því í gær. Búist er við að tilkynnt
verði um félagaskiptin í næstu
viku.
Flensburg er í þriðja sæti
þýsku deildarinnar og tapaði
nýverið fyrir Kiel í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar.
Ekki náðist í Alexander vegna
málsins í gær.
Semur við stór-
liðið Flensburg
Nemanja Vidic óttaðist
um framtíð sína hjá Manchester
United eftir afleita byrjun hjá fé-
laginu. Vidic kom til United í jan-
úar í fyrra og átti í erfiðleikum
með að aðlagast lífinu á Englandi.
Nú kveður við annan tón og Vidic
var lykilmaður í Englandsmeist-
araliði United.
„Fyrsti mánuðirnir á Englandi
voru mér mjög erfiðir og satt best
að segja taldi ég að ég ætti mér
enga framtíð á Englandi. Fótbolt-
inn er allt öðruvísi hér og mér
leið ekki vel fyrst um sinn,“ sagði
Vidic.
„Það var ekki það að ég væri
hræddur, heldur missti ég alveg
sjálfstraustið á þessum erfiðu
tímum og ég var að klúðra einföld-
ustu hlutum í hverjum leik. Það
var eins og ég hefði glatað öllum
hæfileikum,“ sagði Serbinn. Betri
tímar tóku þó fljótlega við.
„Leikmenn þurfa að vera sterk-
ir andlega til að spila í svona stór-
um klúbbi og ég fór að öðlast
meira sjálfstraust. Ég hafði full-
an stuðning þjálfaraliðsins og
það skipti mig öllu máli. Ef það
hefði ekki gerst hefði allt orðið
mun erfiðara,“ sagði Vidic sem
verður væntanlega á sínum stað í
vörninni við hlið Rios Ferdinand í
bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea
í dag.
Ég hélt ég ætti enga framtíð hér
Luca Toni hefur að öllum
líkindum spilað sinn síðasta leik
fyrir Fiorentina. Þessi sterki
sóknarmaður hefur ekki spil-
að síðan í aprílmánuði en hann
hefur átt í þrálátum vandræðum
með vinstri fótinn og nú er komið
í ljós að hann þarf að fara í upp-
skurð. Hann missir því af tveim-
ur síðustu umferðum deildarinn-
ar á Ítalíu.
Miklar líkur eru taldar á því að
Toni semji við Bayern München
í sumar en þýska félagið hefur
staðfest áhuga sinn á þessum þrí-
tuga sóknarmanni sem hefur
verið iðinn við kolann með Fior-
entina á tímabilinu.
Þarf að fara
í uppskurð